Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2008, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 22.05.2008, Qupperneq 44
 22. MAÍ 2008 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● eurovision ÍSLAND Eurobandið - This Is My Life Regína Ósk, Friðrik Ómar og bakradda- gengið byrja kvöldið með laginu hans Örlygs Smára og Páls Óskars. Við vonum að sjálfsögðu það besta. Áfram Ísland! Íslenskur titill: Fullkomið líf. Veðbankar: 21. sæti Euronördar: 7. sæti. SVÍÞJÓÐ Charlotte Perrelli - Hero Charlotte sigraði í keppninni árið 1999 og skildi Selmu og íslensku þjóðina eftir með sárt ennið. Hún reynir nú að vinna í annað sinn og hefur breytt eftirnafninu úr Nilsson í Perrelli. Lagið er kraftmikil hetjuballaða. Íslenskur titill: Hetja. Veðbankar: 5. sæti Euronördar: Fyrsta sæti. TYRKLAND Mor ve Ötesi - Deli Tyrkir fara nýja leið og senda eitt vinsælasta rokkband landsins. Það hefur gefið út fimm stórar plötur og spil- ar rokk dálítið í ætt við bæði grugg og Muse. Þeir syngja lagið sitt á tyrknesku. Íslenskur titill: Brjálaður. Veðbankar: 8. sæti Euronördar: 12. sæti. ÚKRAÍNA Ani Lorak - Shady Lady Kraftmikið og vel samið popplag sem Ani syngur af miklu öryggi. Ani var barnastjarna í Úkraínu en er nú orðin fullorðin og heldur vinsældum sínum, er ein af stærstu poppstjörnunum heima fyrir. Íslenskur titill: Skuggaleg dama. Veðbankar: 4. sæti Euronördar: 5. sæti. LITHÁEN Jeronimas Milius - Nomads In the Night Jeronimas er ekki nema 23 ára, en hann er upprenn- andi stjarna og lék í Hringjaran- um frá Notre Dame. Æðsti draumur hans er þó að vera frægur þunga- rokkari. Lagið er þunglamaleg ballaða sem er spáð litlu gengi. Íslenskur titill: Flakkarar í nóttinni Veðbankar: 38. sæti Euronördar: 37. sæti. ALBANÍA Olta Boka - Zemrën E Lamë Peng Olta er ekki nema 16 ára og því yngsti keppand- inn í ár. Hún hefur komið fram síðan hún var níu ára og þykir orðin mjög fær. Lagið hennar er rólegt og seiðandi. Íslenskur titill: Við skuldbundum okkur Veðbankar: 23. sæti Euronördar: Annað sæti. SVISS Paolo Meneguzzi - Era stupendo Paolo er frá ítalska hluta Sviss og syng- ur á ítölsku, sem þykir nýbreytni í Eurovision, enda hafa Ítalir ekki keppt síðan þeir fóru í fýlu 1998. Lagið er ekta „Ítalíuballaða“. Íslenskur titill: Það var dásam- legt Veðbankar: 16. sæti Euronördar: 13. sæti. TÉKKLAND Tereza Kerndlová - Have Some Fun Söngkonan er dóttir svingarans Láda Kerndl og hefur spilað í bandi pabba síns síðan á barnsaldri. Hún hefur líka „döbbað“ yfir 200 þætti og bíómyndir. Lagið er hresst popp og hreimurinn þykkur. Íslenskur titill: Skemmtu þér Veðbankar: 41. sæti Euronördar: 33. sæti HVÍTA-RÚSSLAND Ruslan Alehno - Hasta La Vista Ruslan er allþekkt- ur á sínu heima- svæði og gaf út fyrstu sólóplötuna 2005, „Sooner or Later“. Lagið er rokkslegið kraftpopp á ensku með auðlærðu viðlagi: „Hasta la vista, baby“. Íslenskur titill: Sé þig síðar Veðbankar: 31. sæti Euronördar: 29. sæti LETTLAND Pirates of the Sea - Wolves of the Sea Lettar treysta á að sjóræningjar séu málið í dag og bjóða upp á „sjóræn- ingjalegt“ popplag sem fjórir sænskir lagahöfundar börðu saman. Lagið minnir nokkuð á „Ho ho ho we say hey hey hey“. Íslenskur titill: Úlfar hafsins Veðbankar: 12. sæti Euronördar: 32. sæti KRÓATÍA Kraljevi Ulice og 75 Cent - Romanca Kraljevi Ulice (Kóngar götunnar) er velþekkt hljómsveit með rætur í götu- spilamennsku. Karlarnir eru nokkuð aldnir, sá elsti er harmóníkuleikarinn 75 Cent, sem er 75 ára. Lagið er nota- legt og gæti komið á óvart. Íslenskur titill: Rómantík Veðbankar: 30. sæti Euronördar: 30. sæti BÚLGARÍA Deep Zone og Balthazar - DJ, Take Me Away Búlgarar tefla líklega fram mest „hipp og kúl“ lagi ársins. Það byrjar á æsandi danstón- listartakti og plöturispi og leiðist út í reggae-takt og nautnafullan söng Jóönnu Dragneva. Íslenskur titill: Plötusnúður, taktu mig burt Veðbankar: 13. sæti Euronördar: 19. sæti Lögin sem keppa í kvöld Stóra stundin er runnin upp. Friðrik Ómar og Regína Ósk stíga á stokk í Serbíu í kvöld og etja kappi við átján aðra vongóða keppend- ur. Hér á eftir fylgir stutt kynning á hverju lagi fyrir sig. „Ég held að við komumst upp úr undankeppninni og verð- um svo fyrir miðju. Ég þori ekki að vera bjartsýnni en það. Ég er rosa ánægð með að við sendum svona örugga og flotta keppendur. Mér finnst tyrkneska rokkið einna flottast af því sem ég hef séð. Sænska lagið er svo alveg vonlaust þótt því sé spáð góðu gengi.“ Birgitta Haukdal, söngkona. „Við eigum bara þokkalega möguleika. Þetta er Euro- vision-legasta lagið sem við sendum í mörg ár og þau eru búin að æfa stíft og mæta vel undirbúin. Ég segi að við förum allavega í úrslit.“ Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður. „Ég held að fæst orð beri minnsta ábyrgð, eins og öll hin árin, því þessi keppni er al- gjörlega óútreiknanleg. Ég hef alltaf spáð vitlaust. Uppáhalds- lagið mitt er frá Bosníu-Herse- góvínu. Það er flott lag, dálítið Arcade Fire-legt. Svo er gaur- inn sækadelískur og flottur og hænan sem hann sleppir í myndbandinu mjög flott!“ Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistarkona. „Við erum í erfiðum riðli. Ef ég er skynsamur og met þetta út frá tölfræðinni þá eigum við lítinn séns. Ég er þó bjartsýnn að eðlisfari og segi að við dett- um inn. Það er almenn ánægja í Merzedes Club með búlg- arska lagið og svo var tékk- neska stelpan í stuttu pilsi og með vindvél fyrir neðan sig sem feykir lendarpjötlunni upp. Ég held hún komist pott- þétt áfram.“ Ceres 4, tónlistarmaður í Merzedes Club. SPEKINGARNIR SPÁ Í SPILIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.