Fréttablaðið - 22.05.2008, Síða 66

Fréttablaðið - 22.05.2008, Síða 66
42 22. maí 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Það er alltaf gaman að sjá og heyra hljóðfæraleikara leika að því er virð- ast ómögulegar listir á hljóðfæri sín. Sænski básúnumeistarinn Christian Lindberg hefur áður sótt Ísland heim og skilið eftir sig salarfylli af agndofa gestum. Nú mætir hann hins vegar í hlutverki tónskálds og stjórnanda en hefur í för með sér annað básúnu- ofurmenni, Bandaríkjamanninn Charlie Vernon. Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld leikur Vernon einleik í konsert sem Lindberg samdi sér- staklega með hæfileika hans í huga og nefnist Chick ‘a’ Bone Check- out. Verkið tekur um 20 mínútur í flutningi og lýsir Lindberg því sem lofsöng til Chicago-borgar. Auk konsertsins verður á dagskrá hin fagra fyrsta sinfónía Tsjaíkovskís, sem hefur undir- titilinn „Dagdraumar að vetri“ og Indri: Cave Canem eftir Svíann Jan Sandström. Christian Lindberg hefur komið víða við á sínum langa og litríka ferli. Mörg eftirtektarverðustu tónskáld tuttugustu aldarinnar hafa samið verk sérstaklega fyrir hann og hann hefur hlotið margvíslegar viðurkenn- ingar. Til að mynda var hann valinn básúnuleikari aldarinnar af alþjóða- samtökum básúnuleikara. Bandaríski básúnuleikarinn Charl- ie Vernon hóf feril sinn sem atvinnu- maður í faginu hjá Sinfóníuhljóm- sveit Baltimore árið 1971. Hann hefur einnig starfað hjá Sinfóníu- hljómsveitunum í Fíladelfíu og San Fransisco. Vernon starfar nú við Sinfóníuhljómsveitina í Chicago, en djúpmálmsveit þeirrar hljómsveitar þykir einhver sú magnaðasta sem um getur. - vþ Básúnumeistarar blása til leiks TCHAIKOVSKY Fyrsta sinfónía tónskáldsins verður á efnisskrá Sin- fóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. > Ekki missa af... Sýningu Valgerðar Hauksdóttur í sýningarsal Íslenskrar grafíkur, hafnarmegin í Hafnarhúsinu, en henni lýkur nú um helgina. Valgerður sýnir myndröð staf- rænna prenta á ál sem fjalla um hvernig maðurinn skynj- ar tímann og umhverfið og þá einkum takmörkun mannsins í skynjun á því sem fyrir ber. Kl. 20 Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, býður gestum sínum upp á leiðsögn um sýningar þeirra Einars Más Guðvarðarsonar, Jónu Guðvarðar- dóttur og Hildar Jónsdóttur í kvöld kl. 20. Þau leggja öll stund á höggmyndalistina en nálgast hana út frá ólíkum sjónarhornum og því eru sýningarnar þrjár afar fjöl- breyttar. Myndlistarmaðurinn Hú- bert Nói opnar á morgun nýja sýningu sem nefnist Geometria í hinu fram- sækna Gallery Turpentine. Á sýningunni má sjá skiss- ur, málverk og myndband, en sýningin er afrakstur tveggja ára vinnuferlis. Á sýningu Húberts Nóa í Gallery Turpentine sýnir hann meðal ann- ars landslagsmálverk sem eru hluti af verkefni sem hann hefur starfað að af og til frá árinu 1996. Húbert segist vinna myndirnar að miklu leyti út frá minni. „Ég skissa landslagið meðan ég er á staðnum og tek niður GPS-mæli- punkta svæðisins. Málverkin eru svo unnin út frá skissunum, en þættir eins og litir og birta mynd- anna eru bara unnin út frá minni mínu og upplifun af staðnum. Þannig koma fram í myndunum bæði tæknileg hnit staðarins sam- kvæmt GPS-tæki en einnig upplif- un mín af staðnum. Ég nálgast því viðfangsefnið á bæði tæknilegan og tilfinningalegan hátt og er um leið að rannsaka manninn sem mælitæki. Myndirnar sem ég vinn á þennan hátt munu svo allar vera hluti af einu stóru mælipunkta- verki þegar upp er staðið.“ Rætur verkefnisins má rekja til þess að Húbert starfaði á árum áður við jarðfræðirannsóknir á hálendinu. „Ég lærði bæði jarð- fræði og líffræði áður en ég söðl- aði um og sneri mér að myndlist. Þegar ég vann við rannsóknir á hálendinu upplifði ég umhverfið afar tilfinningalega en um leið á tæknilegan hátt sökum mæling- anna sem ég framkvæmdi. Þá fékk ég áhuga á að reyna að skapa snertipunkt milli þessara tveggja upplifana af umhverfinu og því mætti segja að þetta verkefni mitt sé rannsókn á manninum og skynj- un hans fremur en landslaginu sem kemur fram í myndunum,“ útskýrir Húbert. Titill sýningarinnar, Geometr- ia, er vísun í tvær hliðar rúm- fræði, þá reiknuðu og þá skynj- uðu. Húbert sýnir meðal annars tvö stór málverk sem hengd eru upp hlið við hlið, en báðum er snúið um 90 gráður. „Þessi tvö málverk tengi ég við heilahvelin tvö sem hvort hafa sitt sérsvið, annað tengist meir skynjun en hitt rökhugsun. Upplifun okkar af umhverfinu hlýtur því alltaf að vera einhver blanda af þessum tveimur þáttum,“ segir Húbert. Enn sem komið er sér ekki fyrir endann á mælipunktaverkefni Húberts. „Verkefnið gengur frek- ar hægt enda um seinunnin mál- verk að ræða. Ég hef því ekki nein áform um að ljúka við verkefnið á næstunni; þetta eru athuganir sem ég geri reglulega og ætla að halda áfram með um óákveðinn tíma.“ Sýningin Geometria verður opnuð í Gallery Turpentine á morgun og stendur til 14. júní. vigdis@frettabladid.is Maðurinn sem mælitæki VÍSINDI OG LIST Húbert Nói opnar sýningu í Gallery Turpentine á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Djassklúbburinn Múlinn lætur ekki deigan síga og heldur áfram með vikulega tónleika sína áfram mót sumri. Í kvöld kemur á vegum klúbbsins fram Djass- hljómsveit Hauks Gröndal, en hana skipa saxófónleikarinn Haukur Gröndal, Ásgeir Ásgeirs- son á gítar, Agnar M. Magnússon á píanó, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Þeir félagar eru tón- listarunnendum að góðu einu kunnir enda fjölhæfir og afbragðsliprir hljómlistarmenn. Efnisskráin verður samsett af fjölbreyttri djasstónlist sem leik- in verður af fingrum fram. Tónleikar Múlans sem að venju fara fram á skemmtistaðnum Domo, Þingholtsstræti 5, hefjast kl. 21 og er almennt miðaverð 1000 kr. en 500 kr. fyrir nemend- ur. - vþ Haukur og vinir djassa HAUKUR GRÖNDAL KLARINETTULEIKARI Kemur fram með hljómsveit sinni á tón- leikum Djassklúbbsins Múlans í kvöld. Stoppleikhópurinn hefur einbeitt sér allt frá stofnun að vinnu farandsýninga fyrir unglinga. Í dag frumsýnir hópurinn nýtt íslenskt leikverk um Hjálmar Jónsson, bónda og skáld, sem oftast er kenndur við Bólu. Verkið sem þeir félagar Ármann Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason hafa sett saman kalla þeir Brunað í gegnum Bólu- Hjálmar. Sýningin er ætluð krökkum frá 12 ára aldri. Ágústa Skúladóttir setur verkið á svið en það tekur hina klassísku kennslustund í flutningi. Leikarar eru þau Eggert Kaaber, Magnús Guð- mundsson og Margrét Sverrisdóttir. Leikmynd og búninga gerir Guðrún Öyahals. Bólu-Hjálmar er nafn sem við höfum öll heyrt. Grunnskólakrakkar vita sennilega flestir að hann var skáld. Þeir sem eldri eru kunna sum ljóðin hans og muna eftir honum af svipmikilli teikningu í gömlu Skólaljóðabókinni – „karlinn með höku- skeggið sem er svo grimmilegur til augnanna“. Og þjóðin hampar honum enn þá sem einu af kraft- mestu þjóðskáldum sínum fyrr og síðar. Hann var skapmikill orðhákur sem kom sér oft í vandræði og lenti upp á kant við nágranna sína. Hann var öfundaður og rógborinn. Hann var þjófkenndur og ákærður. Samt virtur og dáður fyrir hæfileika sína og mannkosti. Leikritið um Bólu-Hjálmar leiðir okkur á fjörugan, hressandi og óvenjulegan hátt í gegnum þetta sérstæða lífshlaup hans á 45 mínútum, þar sem öllum meðölum leikhússins er beitt. Þrír leikarar segja söguna og leika allar persónur: Hjálmar, eiginkonu hans, móður, börn, föður, uppeldismóður, bændur, presta, sýslumenn, förukonur, nágranna, fjandmenn og vini – og þurfa því stundum að hafa snör handtök. Leikritið geymir einnig sýnishorn af kveðskap hans, allt frá því fegursta til andstyggilegustu níðvísna, en fáir voru flinkari í að meitla saman kjarnmikið níð en Hjálmar. Sýningin verður svo á ferð um skólakerfið á komandi vetri. pbb@frettabladid.is Bólu-Hjálmar á svið LEIKLIST Ágústa leikstjóri og leikararnir Eggert, Magnús og Margrét fyrir framan Iðnó í gær. FRETTABLAÐIÐ/VILLI Fim 22 maí Fös 23 maí Fim. 29. maí kl. 20 Fös 30. maí kl. 19 (ath breyttan sýningartíma) Lau 31. maí kl. 19 (ath breyttan sýningartíma) Sun 1. juní kl. 20 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ KL. 20 PÍANÓTÓNLEIKAR FRÁ LHÍ HÁKON BJARNASON Aðgangur ókeypis! ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ KL. 20 SAMKÓR REYKJAVÍKUR 30 ára afmælistónleikar Miðaverð 2000 kr. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ KL. 20 KEITH TERRY Í SALNUM Body percussion. Miðaverð 1000 kr. FÖST 30. MAÍ KL. 20 UPPSELT! LAUG 1. JÚNÍ KL. 20 ÖRFÁ SÆTI! VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON TIL MINNINGAR UM BIRGI EINARSON Miðaverð 2500 kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.