Fréttablaðið - 22.05.2008, Page 75

Fréttablaðið - 22.05.2008, Page 75
FIMMTUDAGUR 22. maí 2008 51 FRAM KOMA: PÁLL ÓSKAR HELDUR HIÐ RÓMAÐA PARTÍ Á NASA OG SPILAR ÖLL HELSTU EUROVISIONLÖG SÖGUNNAR ÁSAMT ÖÐRUM KLASSÍSKUM PARTÍSMELLUM. AUÐVITAÐ MÆTA SVO HELSTU EUROVISION HETJUR OKKAR ÍSLENDINGA Á SVIÐ OG RIFJA UPP LÖGIN SÍN ÞANGAÐ TIL HAMINGJAN LEKUR ÚR EYRUNUM Á LÝÐNUM. HÚSIÐ OPNAR KL. 23 OG DJ PÁLL ÓSKAR SPILAR PÁSULAUST TIL KL. 5.30 FORSALA AÐGÖNGUMIÐA Á NASA FÖSTUD. 23. MAÍ MILLI KL. 13-17 MIÐAVERÐ KR. 2500.- „Ég ætla að gefa fólki smá frí frá mér þetta árið. Engin plata,“ segir Ragnar Bjarnason. „Ég er búinn að gefa út plötu síðustu þrjú ár en ætla að taka frí í ár. Svo verð ég náttúrlega 75 ára á næsta ári og þá gerir maður eitthvað,“ segir Raggi kampakátur. Raggi verður ekki einungis 75 ára á næsta ári heldur á hann einnig stór-starfsafmæli. Hvorki meira né minna en sextíu ár eru liðin frá því að Raggi steig fyrst á stokk. „Ég var byrjaður að tromma við gömlu dansana þegar ég var fimmtán ára, byrjaði ekki að syngja fyrr en seinna. Þannig að það eru sextíu ár frá því að ég byrjaði,“ segir Raggi, sem hefur lifað margar hljómsveitir og tísku- sveiflur. „Maður er búinn sjá ýmislegt og margt breyst í þessu á sextíu árum. Nýir söngvarar hafa komið fram á sjónarsviðið, sumir hafa hætt og allt þar fram eftir götunum,“ segir Raggi og bendir á að landslagið í tónlistinni hafi ekki einungis breyst. Tækninni hafi einnig fleygt stórlega fram. „Ég er eini maðurinn sem hefur sungið inn á lakkplötu. Svo 48 snúninga, svo 45, 33 og svo diskana,“ segir Raggi og hlær við upprifjunina. Hann segir þó samstarfsmennina standa upp úr þegar öllu er á botn- inn hvolft. „Það er náttúrulega gaman að fá tækifæri til að vinna með öllum þessum krökkum. Þetta er allt í svo háum standard,“ segir Raggi Bjarna, ennþá fimmtán ára í anda. -shs Undirbýr 60 ára starfsafmæli Breska nýstirnið Adele segist aðeins semja tónlist þegar hún er í sjálfsmorðshugleiðingum. „Ég hef engan tíma til að semja þegar mér líður vel því þá er ég úti að skemmta mér,“ sagði söng- konan í viðtali við breska dagblaðið Daily Star og bætti við að af þeim sökum myndi hún eflaust aldrei semja gleðiríkt lag. Adele svaraði einnig fyrir þá gagnrýni sem hún hefur fengið fyrir að vera of ung til að syngja um ástarsorg. Söngkonan, sem er tvítug, svaraði breskum gagnrýnendum með því að segja samband sitt við strákinn sem síðasta breiðskífa fjallaði um hefði eflaust verið þýðingarmeira en hjá mörgum fertugum einstaklingum. Semur í þunglyndi SYNGUR EKKI UM GLEÐI OG HAMINGJU Hin tvítuga Adele semur tónlist þegar hún er í sjálfsmorðshugleiðingum UNGUR Í ANDA Raggi fagnar sextíu ára starfsafmæli á næsta ári. Hljómsveitin Super Mama Djombo frá Gíneu-Bissá í Vestur-Afríku spilar á tvennum tónleikum á Nasa á Listahátíð 30. og 31. maí. Sveitin mun spila lög af nýrri plötu sinni, Ar Puro, sem hún tók upp á síðasta ári í hljóðveri Sigur Rósar, Sundlaug- inni. Verður þetta í fyrsta sinn sem hún spilar lög af plötunni utan heimalands síns. SUPER MAMA DJOMBO Vestur-afríska sveitin spilar á tvennum tónleikum á Nasa 30. og 31. maí. Næsta verkefni leikarans Tommy Lee Jones verður kvikmyndin Islands in the Stream sem er byggð á samnefndri bók Ernests Hemingway. Jones ætlar að leikstýra myndinni, skrifa handritið, framleiða hana og fara með aðalhlutverkið í henni. Þeir Morgan Freeman og John Goodman eru báðir í viðræð- um um að leika í mynd- inni, sem var áður gerð árið 1977 með George C. Scott í aðalhlut- verki. Bókin Islands in the Stream var gefin út árið 1970, níu árum eftir að Hemingway framdi sjálfsvíg. Á sínum tíma tók hann hluta úr bókinni og breytti henni í skáldsöguna Gamli maðurinn og hafið. Tekst á við Hemingway TOMMY LEE JONES Næsta verkefni Tommys Lees Jones verður kvikmyndin Islands in the Stream. Spila lög af nýrri plötu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.