Fréttablaðið - 27.05.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 27.05.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI byggingariðnaðurÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 Listhúsinu LaugardalReykjavík Sími: 581 2233 Dalsbraut 1 Akureyri Sími 461 1150 Eftir að ég fékk mér IQ-CARE hef ég ekki fundið til í bakinu! Sölvi Fannar ViðarssonFramkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar Ég mæli hiklaust með 6 mán. vaxtalausar raðgr.HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Jóhann Lárusson smiður hringsnýst í polka og ræl milli þess sem hann smíði Gömlu dansarnir eru hreinasta snilld Jóhann Lárusson í ljúfum vínarvalsi með Eddu Karlsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SNERTING MIKILVÆGFyrirburar hafa mjög gott af náinni snertingu við foreldra sína og virðist hún draga úr streitu og sársauka, samkvæmt kanadískri rannsókn. HEILSA 2 ÍSLENSKAN HEILLAR Ítalinn Antonio Costanzo fór að læra íslensku upp á eigin spýtur og er nú að þýða Hávamálin yfir á móðurmál sitt. NÁM 3 Compeed plásturinn Fyrir útivistarfólk • Verndar fætur og hindrar blöðrumyndun• Vatnsheldur – vörn gegn bakteríum• Dregur úr óþægindum og sársauka Hótel Hvolsvöllur leitar eftir myndlistarfólki sem hefur áhuga á að setja upp sýningar á eigin verkumí sölum hótelsins,í sumar og haust Áhugasamir hafi ð samband í síma 588-7050 eða með tölvupósti si@sigurnes.is Sími: 512 5000 ÞRIÐJUDAGUR 27. maí 2008 — 142. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG JÓHANN LÁRUSSON Dansinn góður fyrir líkama og sál heilsa nám Í MIÐJU BLAÐSINS FÓLK Gísli Örn Garðarsson mun fara með stórt hlutverk í nýjustu mynd Jerrys Bruckheimer, The Prince of Persia: The Sands of Time. Myndin er gerð eftir samnefndum tölvuleik og er sögð verða af svipaðri stærðargráðu og Pirates of the Caribbean-þríleikurinn sem Bruckheimer framleiddi einnig. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Gísli leika vonda kallinn, The Vizier, sem er meginandstæðingur Prinsins af Persíu. Gengið verður frá samningum þessa efnis í vikunni. Samleikarar Gísla eru ekki af verri endanum. Jake Gyllenhal fer með hlutverk Dastans, Prinsins af Persíu, og Bond-stúlkan Gemma Arterton fer með hlutverk Taminu. Gísli vildi sem minnst segja um þetta stóra tækifæri sitt þegar Fréttablaðið náði tali af honum, en staðfesti þó að þetta væri rétt. Ljóst er að þarna er um að ræða stærsta hlutverk sem íslenskur leikari hefur fengið í kvikmynd. -shs /sjá síðu 30 Gísli Örn Garðarsson leikur á móti Jake Gyllenhal í stórmynd Jerrys Bruckheimer: Stærsta hlutverk Íslendings GÍSLI ÖRN GARÐARSSON SKOÐANAKÖNNUN Tæp fjórtán prósent borgarbúa segjast bera mikið eða mjög mikið traust til Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra samkvæmt nýrri skoðana- könnun Frétta- blaðsins. Rúm 67 prósent segjast hins vegar bera lítið eða mjög lítið traust til hans. 40 prósent kjósenda Frjálslynda flokksins og þriðjungur sjálfstæð- is manna bera mikið traust til Ólafs. Þrír af hverjum fjórum vinstri grænum og 89 prósent sam- fylkingarfólks bera hins vegar lítið traust til hans. - ss / sjá síðu 4 Traust til Ólafs F. kannað: Lítið traust til borgarstjóra ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Polar hjólhýsin 2008 Hlaðin staðalbúnaði · Sérhönnuð fyrir norð- lægar slóðir · Alde gólfhitakerfi · iDC stöðugleikakerfi · Sjónvarp & DVD Frá 3.799.000 kr. Rockwood fellihýsin 2008 Frá 1.398.000 kr. Sumarg jöf Sólarr afhlað a, fortjal d og g asgril l fylgir ö llum fe llihýsum Tilboði ð gildir til 15. júní Þægindi um land allt Í Útilegumanninum að Fosshálsi 5-9 færðu allt til ferðalagsins Opið Mán - fös 10.00-18.00 Helgar 12.00-16.00 Hinn þögli hluti jarðarbúa Örverufræðifélag Ís- lands er tuttugu ára um þessar mundir TÍMAMÓT 18 Vekja athygli Tónleikahaldarar á Norðurlöndun- um sækjast eftir Eurobandinu. FÓLK 25 Selja Sundlaugina Jónsi og félagar hans í Sigur Rós selja hljóð- verið sitt í Mosfellsbæ. BYGGINGARIÐNAÐUR Nýjar kirkjur rísa á höfuðborgarsvæðinu Sérblað um byggingariðnaðinn FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG HEILBRIGÐISMÁL Landlæknis emb- ættið hefur til rannsóknar mál læknis sem hefur látið ávísa ávana- bindandi fíknilyfjum á menn án þeirra vitundar. Lyfin voru sótt af manni sem starfaði við áfengisráð- gjöf fanga en ekki er vitað hvað um þau varð eftir að þau komust í hans hendur. Viðkomandi læknir hefur verið settur frá störfum. „Við lítum málið sérlega alvarlegum augum,“ segir Sigurður Guðmundsson land- læknir. Læknirinn sem um ræðir er Magnús Skúlason, geðlæknir á Sogni. Hann var sviptur réttindum til að skrifa lyfseðla í fyrra eftir að upp komst að hann hafði ávísað miklu magni af ávanabindandi fíknilyfjum til fólks án þess að geta gefið upp tilbæra ástæðu fyrir því. Sigurður segir því að þeir lyf- seðlar sem um ræðir hafi verið skrifaðir af læknum sem í góðri trú töldu að sjúklingar Magnúsar þyrftu á lyfjunum að halda, það geri málið enn flóknara í rann- sókn. „Um er að ræða verulegt magn af amfetamíni og methylfentidati,“ segir Sigurður en bæði lyfin eru verulega ávanabindandi og þeir skammtar sem læknirinn lét ávísa taldir vera á um annað þúsund. Svo virðist sem Magnús hafi valið nöfn manna til að ávísa lyfj- um á, án þess að þeir vissu af því, sem höfðu setið inni í fangelsi fyrr á ævinni og ekki þætti ótrúlegt að þeir þyrftu á slíkum lyfjum að halda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gaf hann þá skýr- ingu eftir að hann var inntur eftir svörum við þessum gerðum að hann hefði meðhöndlað háttsetta menn sem ekki vildu láta tengja nöfn sín við þessi lyf. Málið komst upp þegar einn af þeim mönnum sem læknirinn hafði látið skrifa lyfseðla fyrir kom í apótek til að sækja þar ofnæmislyf. Í lyfjabúðinni var honum tilkynnt um að þau væru ekki komin en hins vegar biði hans amfetamín sem læknir hefði skrifað upp á fyrir hann. Maðurinn kannaðist ekki við að hafa beðið um nein slík lyf og spurðist frekar fyrir um hvaða lyf hefðu verið ávísuð á hans nafni. Landlæknir segir að þegar sé vitað um tvo menn sem fengu uppá- skrifuð lyf að beiðni þessa sama læknis án þess að þau hefðu verið sótt eða notuð af þeim. Fleiri mál séu þó í skoðun hjá embættinu en enn sem komið er hefur málinu ekki verið vísað til lögreglu. „Það er sérstaklega hryggilegt að í þess- um hópi manna sem hann hafði verið að ávísa lyfjum á án þeirra vitundar eru menn sem hafa lent í verulegum vanda um ævina en náð bót og betrun en standa enn höllum fæti í samfélaginu,“ segir Sigurður. Ekki er vitað hve lengi Magnús stundaði þessa iðju. - kdk Geðlæknir notaði nöfn fanga til að svíkja út lyf Upp komst um svikamyllu geðlæknis eftir að manni var tilkynnt í lyfjabúð að hans biði þar amfetamín. Landlæknir segir hryggilegt að læknirinn hafi notað nöfn manna sem standa höllum fæti í samfélaginu. Stimpla dómarar Skagamenn? Guðjón Þórðarson ásakar dómara um að stimpla Skagamenn fyrir grófan leik. KSÍ og dómarar þvertaka fyrir ásakanirnar. ÍÞRÓTTIR 26 12 18 22 12 13 HITI 22 STIG EYSTRA Í dag verður yfirleitt hæg suðvestlæg átt. Bjartviðri eystra en léttir víða til annars staðar þegar líður á daginn. Hiti 10-22 stig, hlýjast fyrir austan. VEÐUR 4 TJALDIÐ VEITIR SKJÓLIÐ Ung stúlka greiðir á sér hárið fyrir framan tjald sem veitir henni og þúsundum annarra kínverskra barna skjól í suðvesturhluta Sichuan í Kína. Að minnsta kosti 5.500 börn eru ein og yfirgefin eftir jarðskjálftann sem reið nýlega yfir Kína. N O RD IC PH O TO S/ AF P

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.