Fréttablaðið - 27.05.2008, Side 35
R FRÁ STOFNUN
jarðarbúa
hætti. Þær eru til að mynda notaðar
í matvælaiðnaði eins og mjólkur-
framleiðslu, brauð og bjórgerð,“
útskýrir Viggó.
Örverur keyra einnig efna-
hringrásir jarðarinnar og sjá um
niðurbrot á öllu lífrænu efni. „Þær
eru gríðarlega harðgerar og þrí-
fast við aðstæður sem engar aðrar
lífverur lifa við til að mynda við
mikinn hita, kulda og seltu. Þetta
hafa menn nýtt sér og unnið úr
þeim harðgerð ensím sem má
nota í ýmsum hagnýtum tilgangi
og hefur rannsóknum á erfðaefni
til að mynda fleygt fram af þeim
sökum,“ segir Viggó.
Örverufræðifélag Íslands hefur
á síðustu árum haldið regluleg
fræðsluerindi og fengið til sín
jafnt erlenda sem innlenda fyrir-
lesara. „Við erum síðan félagar í
Evrópsku örverufræðisamtökun-
um Federation of European Neuro-
science og í júní 2009 munum við
taka þátt í að skipuleggja þriðju
ráðstefnu félagsins ásamt hinum
Norðurlandafélögunum,“ segir
Viggó. vera@frettabladid.is
ÞRIÐJUDAGUR 27. maí 2008 19
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
512 5000.
Þennan dag árið 1939 var Golden Gate-brúin
á milli San Francisco og Marin Country opnuð
fyrir bílaumferð.
Tveimur dögum áður höfðu um tvö hund ruð
manns farið yfir hana fótgangandi og á hjóla-
skautum. Brúin er rúmlega 2.700 metrar á
lengd, 27 metrar á breidd og 227 metrar á
hæð. Áður en hún var byggð var siglinga leiðin
eina raunhæfa leiðin frá San Francisco yfir til
Marin County.
Ferjusiglingar á milli hófust um 1820 en áætl-
unarferðir hófust um 1840.
Siglingaleiðin, sem tekur um tuttugu mínút-
ur, er hættuleg enda eru straumar í flóanum
afar sterkir. Margir lögðu á sínum tíma hart
að stjórnvöldum að byggja brú þar sem San
Francisco var eina stóra borgin í Bandaríkjun-
um sem enn var háð ferjusiglingum á fjórða
áratug síðustu aldar.
Sjálfsmorð eru algeng á brúnni en hún er
79 metra yfir yfirborði sjávar. Fyrsta sjálfs-
morðið var framið nokkrum dögum eftir að
brúin var opnuð en ekki er vitað hvað þau eru
mörg í heildina þar sem ekki eru alltaf vitni.
ÞETTA GERÐIST: 27. MAÍ 1939
Golden Gate brúin opnuð umferð
MERKISATBURÐIR
1746 Tilskipun um húsvitjanir er sett.
Samkvæmt henni voru prestar
skyldir til að vitja safnaðarins í
þeirra hús og híbýli að minnsta
kosti tvisvar á ári.
1941 Þýska orrustuskipinu Bismarck
er sökkt á Norður-Atlantshafi og
með því fórust 2.100 manns.
1981 Flugvél ferst á Holtavörðuheiði
og með henni fjórir menn. Flak
vélarinnar fannst ekki fyrr en 10.
júní.
1982 Ólafur Jóhann Ólafsson (síðar
forstjóri og rithöfundur) hlýtur
9.67 á stúdentsprófi í Mennta-
skólanum í Reykjavík. Það var
hæsta einkunn sem gefin hafði
verið.
1983 Hús verslunarinnar í Reykjavík er
tekið í notkun.
1991 Landsbankinn yfirtekur rekstur
Samvinnubankans.
Stofutónleikaröð Gljúfrasteins hefst á ný næstkomandi
sunnudag, þann 1.júní.
Eins og undanfarin sumur verða tónleikar í stofunni
á Gljúfrasteini alla sunnudaga og hefjast kl. 16.00. Fjöl-
breyttur hópur tónlistarmanna mun leika en Laufey Sig-
urðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari
munu ríða á vaðið. Halldór Laxness var sem kunnugt er
mikill áhugamaður um tónlist og tónlistarflutning. Hann
lék sjálfur á píanó og hafði
sérstakt dálæti á tónsmíð-
um J. S. Bach. Tónlist var
alla tíð stór hluti af heimilis-
lífinu á Gljúfrasteini, enda
stóðu Halldór og Auður
kona hans gjarnan fyrir tón-
leikum heima meðal ann-
ars í samstarfi við Tónlistar-
félag Reykjavíkur.
Stofutónleikar hefjast
aftur á Gljúfrasteini
GLJÚFRASTEINN Tónar munu
óma á ný á sunnudaginn.