Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 2
2 4. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR HJARTASKERANDI BRÚÐKAUPSNÓTTIN EFTIR IAN McEWAN „Hjartaskerandi – ekkert annað orð fær þessari sögu lýst.“ – Washington Post „Enn eitt meistaraverk eftir Ian McEwan.“ – Sunday Express „Einstaklega áhrifamikil saga sem kremur í manni hjartað.“ – Information Þýðandi: Uggi Jónsson BRESKUBÓKMENNTA-VERÐLAUNIN2008 VINNUMARKAÐUR Falast var eftir kröftum fyrrverandi starfsmanna Glitnis örskömmu eftir að þeir misstu vinnuna um miðjan maí. „Ég fékk fljótt upphringingar frá fyrirtækjum sem voru að leita að fólki,“ segir Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsfólks fjármálafyrirtækja, sem kom fyrirspurnum áleiðis. Capacent hefur veitt fólkinu ráðgjöf í atvinnuleit en 88 var sagt upp störfum. „Það virðist vera nóg af störfum í samfélaginu. Sérfræði- hópurinn og tölvumennirnir gengu út um leið en ástandið er erfiðast hjá þeim sem eru fimmtíu ára og þar yfir,“ segir Friðbert. - bþs Fyrrverandi starfsfólk Glitnis: Hefur gengið vel að fá vinnu LÖGREGLUMÁL Hollenskur karl- maður hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald eftir að hann reyndi að smygla kókaíni til landsins. Maðurinn sem kom til landsins á fimmtudagskvöld var handtek- inn í Leifsstöð. Grunur hafði vaknað um að ekki væri allt sem sýndist um ferðir hans og var hann því vistaður á lögreglustöð- inni . Á föstudagskvöld var hann svo úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Eftir að maðurinn hafði dvalið á lögreglustöðinni um hríð fóru að ganga niður af honum pakkn- ingar sem talið er að innihaldi kókaín. Röntgenmyndir hafa sýnt að enn var töluvert af aðskota- hlutum í iðrum mannsins síðdegis í gær, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Maðurinn var þá enn vistaður á lögreglustöð undir eftirliti lækn- is þar sem beðið var eftir því að hann skilaði því niður sem hann virtist hafa innbyrt. Leikur grun- ur á að um sé að ræða nokkur hundruð grömm af kókaíni til viðbótar við það sem maðurinn hafði þegar skilað af sér í gær, sem var lítilræði. Hollendingurinn var að koma frá Amsterdam þegar hann var handtekinn. Lögregla og toll- gæsla á Suðurnesjum voru í nánu samstarfi við handtökuna. - jss LEIFSSTÖÐ Hollendingurinn var tekinn við komuna til landsins. Hollenskur karlmaður handtekinn í Leifsstöð og úrskurðaður í gæsluvarðhald: Bíða kókaíns úr iðrum Hollendings STJÓRNSÝSLA Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið ætlar með reglugerðum að koma í veg fyrir að kamfílóbaktermengað alifuglakjöt verði flutt til lands- ins. Þannig á að slá á áhyggjur af að kamfílóbakter og salmonella í fersku kjöti geti stefnt lýðheilsu í voða. Slíkar áhyggjur hafa komið fram í umsögnum um frumvarp um innleiðingu matvælalöggjafar Evrópusambandsins sem er til meðferðar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis. Í minnisblaði ráðuneytisins til nefndarinnar er rakið hvaða ráð- stöfunum megi beita til að hindra innflutning kjöts sem er mengað kamfílóbakter eða salmonellu. Segir í minnisblaðinu að ráðu- neytið hafi fullan hug á að verja gott heilbrigðisástand í matvæl- um og fóðri. Það verði meðal ann- ars gert með útgáfu reglugerða. Strangari kröfur eru gerðar hér um eftirlit með kamfíló bakter- mengun í kjúklingakjöti en innan Evrópusambandsins. Áformað er að láta þær ströngu kröfur ná til innfluts kjöts en innflutningur verður heimill með innleiðingu matvælalöggjafarinnar. Þrátt fyrir að EES-samningur- inn kveði á um að almennt megi ekki takmarka flutning kjöts milli aðildarlanda eru í honum banná- kvæði sem réttlætast af vernd lífs og heilsu manna eða dýra. Ísland hefur verið undanþegið stærstum hluta matvæla lög- gjafar innar en stjórnvöld vinna nú að innleiðingu hennar í íslensk lög. - bþs Stjórnvöld ætla að fyrirbyggja markaðssetningu á kamfílóbaktermenguðu kjöti: Kamfílóbaktermenguðu ali- fuglakjöti mætt með reglugerð KJÚKLINGAFRAMLEIÐSLA Verjast á mögulegum innflutningi á menguðu alifuglakjöti með reglugerðum sem samrýmast EES-samningnum. Kjartan, er of mikil orka í starfsmönnum OR? „Nei, nei. Það er bara spurning hvernig maður virkjar þessa orku- bolta.“ Kjartan Magnússon er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Starfsmanna félag OR hefur gagnrýnt þá ákvörðun að Guðmundi Þóroddssyni forstjóra sé vikið úr starfi og starfsmenn hafa gagnrýnt stjórnina. Stal af skjólstæðingum Rúmlega þrítug kona hefur fyrir Héraðs- dómi Norðurlands eystra verið ákærð fyrir að stela fé af starfsfólki og vist- mönnum sambýlis á Akureyri. Konan, sem var starfsmaður sambýlisins, er ákærð fyrir að stela alls 130 þúsund krónum úr starfsmannasjóði, heimilis- sjóði og veskjum vistmanna. DÓMSTÓLAR FRAKKLAND, AP Franskir dómstólar dæmdu í gær Birgitte Bardot, fyrrum kvikmyndastjörnu, til að greiða fimmtán þúsund evrur í sekt vegna ummæla sinna um múslima. Það voru liðsmenn MRAP, baráttusamtaka gegn kynþátta- fordómum, sem lögðu fram kæruna. Ummælin er að finna í fréttabréfi dýraverndar- samtaka sem Bardot sendi Nicolas Sarkozy, núverandi forseta Frakklands, fyrir hálfu öðru ári. Bardot sagðist vera þreytt á að lúta fólki sem væri að „eyðileggja okkur, tortíma landinu okkar með því að innleiða gildi sín“. Gildin sem hún á þarna við eru dýrafórnir. - ges Birgitte Bardot fyrir rétti: Dæmd fyrir kynþáttahatur BRIGITTE BARDOT BANDARÍKIN, AP Í gær var þess beðið viðurkenningar Hillary Clinton á að Barack Obama væri búinn að tryggja sér sigur í prófkjörsbaráttu Demókrata- flokksins. Samkvæmt könnun fréttastof- unnar AP hafði Obama tryggt sér sigur, jafnvel áður en úrslit úr síðustu prófkjörum flokksins lágu fyrir. Samtals var kosið um 31 kjörmann í Montana og Suður- Dakóta í gær, og var Obama talinn sigurstranglegur í þeim báðum. Opinberlega áttu hátt í 200 ofurfulltrúar enn eftir að lýsa yfir stuðningi við annan hvorn frambjóðandann, en Obama vantaði aðeins stuðning frá nærri tíunda hverjum þeirra til að verða forsetaefni flokksins. - gb Forkosningum lokið: Obama hefur tryggt sér sigur HILLARY CLINTON Sögð ætla að halda öllum möguleikum opnum. FRÉTTABLAÐIÐ/APFORNMINJAR „Þeir trúa þessu statt og stöðugt og okkur dettur ekki annað í hug en að trúa þessu líka,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Hrunamannahrepps, um leitina að kaleik Krists sem mun verða framhaldið á Kili í júlí. Eins og kunnugt er hefur hópur fræðimanna og áhugafólks undir forystu Ítalans Giancarlo Gian- azza leitað að helgum gripum og skjölum úr frumkristni sem talið er að Musterisriddarar hafi gætt. Gianazza telur sterkar vísbend- ingar, meðal annars í málverki Leonardo Da Vinci af Síðustu kvöldmáltíðinni, um að þessir munir séu grafnir í leynihvelfingu við Skipholtskrók á Kili. Ísólfur Gylfi segir það enn hafa styrkt sannfæringu leitarmanna að bóndinn Gunnlaugur Magnús- son hafi um 1990 fundið gamlan hníf við Skipholtskrók. „Þetta var ævaforn hnífur sem þeir telja að geti hafa tilheyrt varðmanni sem gætti leynihvelfingarinnar,“ segir sveitarstjórinn, sem telur allt málið hið hressilegasta. „Þetta eru bæði skemmtilegar og merkilegar kenningar.“ Sjálfir vilja leiðangursmenn ekki upplýsa hvenær þeir haldi leitinni áfram enda munu Ginazza hafa borist skilaboð frá ýmsum furðufuglum sem segist ætla að verða á undan að grafa upp forn- munina. „Við erum með sérstakt leyfi til að aka utan vega. Hjólförin munu sjást í nokkurn tíma og við viljum ekki að menn elti okkur og valdi ónæði og spjöllum,“ segir Þórarinn Þórarinsson arkitekt, sem er tengi- liður hópsins á Íslandi. Ísólfur Gylfi segist ekki trúa að leiðangursmenn verði fyrir ónæði og bendir á að þeir hafi einkaleyfi til leitarinnar. Að sögn Þórarins verður sem fyrr leitað með bergmálstækni og rafleiðnimælingum. Með sérstöku graftrarleyfi sveitarstjórnar Hrunamannahrepps verði hægt að að fá skýrari mynd af því sem leynist neðanjarðar. „Þetta er eins og að leita að nál í heystakk því allur hnötturinn er undir og það yrði því kraftaverk ef þessir munir fyndust hér. En vísbendingar hafa verið okkur hvatning og við munum reyna að komast eins langt og við getum í sumar,“ segir Þórarinn. gar@frettabladid.is Leit að kaleik Krists hefst eftir fáar vikur Hópurinn sem telur fjársjóði musterisriddara falda í leynihvelfingu á Kili von- ast til að leita af sér allan grun með skurðgreftri og jarðsjá þegar leitin hefst að nýju í júlí. Leiðangursmenn óttast ágang og ónæði frá óviðkomandi á staðnum. HNÍFUR Í SKIPHOLTSKRÓK Fannst 1990. SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN Vísbendingar um felustað hins heilaga kaleiks leynast í málverki Da Vincis. GIANCARLO GIANAZZA Ítalski vísindamaðurinn með aðstoðarmanni í Skipholtskrók. FRANKFURT, AP Franski fjármálaráð- herrann, Christine Lagarde, fór þess á leit við ráðamenn hinna Evrópusambandsríkjanna að taka saman höndum um að lækka virðisaukaskatt af eldsneyti í því skyni að dempa neikvæð áhrif hás olíuverðs á efnahag ríkjanna. Tillagan, sem Lagarde bar fram á fundi evru-ríkjanna 15 í Seðlabanka Evrópu í Frankfurt í Þýskalandi, fékk þó dræmar undirtektir. Ráðherrar ýmissa ESB-ríkja sögðu slíka aðgerð myndu gefa röng skilaboð þar sem hún myndi hvorki hvetja neytendur til að nota minna af eldsneyti né framleiðendur til að auka framboð á olíu. - aa Aðgerðir vegna olíuverðs: Dræmt tekið í skattalækkun SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.