Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 50
26 4. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Landsliðsmaðurinn og KR-ingurinn Helgi Már Magnússon er nýkom- inn heim frá Róm þar sem hann heimsótti Jón Arnór Stefánsson og fylgdist með honum í undanúrslita- einvíginu um ítalska meistaratitilinn. „Það var mjög gaman að heimsækja hann. Ég er búinn að fara síðustu þrjú ár og kíki alltaf á hann eftir að tímabilinu mínu lýkur. Núna fór ég eftir að ég var búinn að klára prófin,“ sagði Helgi Már og bætti við. „Þetta er mikil upplifun og þá sérstaklega að fara á útileiki því það er eiginlega skemmtilegast,“ segir Helgi Már og hann hefur ýmsar sögur að segja frá útileikjum. „Ég hef farið á tvo útileiki með honum og þar eru menn að grýta í varamannaskýlið, það er reynt að hrækja á þá og allt er gjörsamlega brjálað. Það var meira að segja hótað að drepa okkur þegar við sátum þarna voðalega sakleysislegir. Þegar Jón Arnór var með Napoli að spila á móti Bologna átti hann sína bestu leiki þrátt fyrir að vera manna hataðastur hjá Napoli-liðinu. Þeir bauluðu á hann við hvert tækifæri og blótuðu honum í sand og ösku. Það sýnir kannski vel styrk hans sem leikmanns að ná að spila vel við svona erfiðar aðstæður,“ segir Helgi, sem segir Jón Arnór vera mikilvægan fyrir Rómarliðið. „Hann er að spila fullt sem segir okkur að hann sé að gera eitthvað rétt þótt hann sé ekki að hitta. Hann stóð sig sem dæmi mjög vel í vörninni,“ segir Helgi Már. Helgi segir aðstæðurnar vera flottar í Róm. „Höllin er rosalega flott og minnir mann á NBA-hallir,“ segir Helgi Már og Jón Arnór sjálfur er ánægður með að fá félaga sína í heimsókn. „Jón er alltaf manna spenntastur fyrir því að fá okkur í heimsókn. Við förum þarna út til þess að sjá flotta körfuboltaleiki en að sjálfsögðu einnig til þess að hitta strákinn. Það er samt alveg skelfilegt að það sé ekkert sýnt í sjónvarpinu hérna heima því ég held að við fáum ekkert betra sjónvarpsefni heldur en þetta. Mig dauðlangar því að fara út aftur,“ sagði Helgi Már að lokum. LANDSLIÐSMAÐURINN HELGI MÁR MAGNÚSSON: FÓR AÐ HEIMSÆKJA JÓN ARNÓR STEFÁNSSON TIL RÓMAR Skemmtilegast að fara á útileikina KÖRFUBOLTI Sverrir Þór Sverrisson hefur ákveðið að snúa aftur heim til Keflavíkur og spila með Íslands- meisturunum í Iceland Express- deild karla næsta vetur. Sverrir er því enn einn leik- maðurinn sem Njarðvíkingar missa en hann er traustur leik- stjórnandi og einn besti varnar- maður deild- arinnar; hefur spilað 302 leiki í úrvals- deild karla með Keflavík, Njarðvík, Tindastól og Snæfelli en hann er Keflvíkingur að upplagi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var Sverrir búinn að til- kynna Njarðvíkingum að hann færi frá liðinu löngu áður en Valur Ingimundarson var ráðinn sem þjálfari og því hafði sú ráðning ekkert með það að segja að Sverrir Þór fer frá liðinu. Sverrir Þór var með 5,6 stig og 4,4 stoðsendingar að meðaltali á 19,4 mínútum með Njarðvík í vetur. Árið á undan var hann með 7,3 stig og 5,7 stoðsending- ar að meðaltali á 24,3 mínútum með Kefla- vík en Sverrir Þór hefur alls spilað 153 leiki fyrir félagið í efstu deild og er tíundi leikjahæsti leik- maður félagsins í úrvalsdeild. - óój Íslandsmeistararnir fá liðsstyrk fyrir næsta tímabil: Sverrir til Keflavíkur HEIM Á NÝ Sverrir Þór Sverrisson er kominn aftur til Keflavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI HK-ingurinn Iddi Alkhag jafnaði á mánudagskvöldið tæplega ellefu ára met Tryggva Guðmundssonar þegar hann skoraði fyrsta mark sitt í þrennu gegn Val, á 80. mínútu leiksins. Tryggvi var sá sem hafði byrjað síðastur á þrennu síðan deildin innihélt tíu lið en hans þrenna kom einnig í heimaleik á móti Val, hinn 3. september 1997. Tryggvi skoraði þá mörkin sín á 80., 81. og 89. mínútu en mörk Alkhag í 4-2 sigri HK á Íslandsmeisturum Vals komu á 80., 84. og 90. mínútu. -óój HK-ingurinn Iddi Alkhag: Jafnaði metið hans Tryggva MARKAVEISLA Í LOKIN Iddi Alkhag, sóknarmaður HK. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL > Börn af erlendum uppruna hvött áfram Knattspyrnusamband Íslands gaf í gær út bækling sem miðar að því að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í fótbolta. Bæklingurinn er raunar endurútgefinn en hann hefur nú verið þýddur yfir á ensku, pólsku og spænsku til að ná til sem flestra. „Grasrótarstarf KSÍ er mjög öflugt og útgáfa foreldrabæklings- ins er mikilvægur liður í því starfi,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, við tilefnið en Alþjóðahúsið og Landsbankinn studdu sambandið við útgáfuna. KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Lottomatica Roma töpuðu fyrsta leiknum gegn Montepaschi Siena í úrslita- rimmu félaganna um ítalska tit- ilinn í körfuknattleik. Leikurinn endaði 85-73 en var jafnari en tölurnar gefa til kynna. Jón Arnór lék í samtals 23 mínútur og skoraði fimm stig úr tveimur skotum, öðru fyrir utan þriggja stiga línuna. Tvö efstu lið deildakeppninn- ar eigast við um titilinn en Mont- epaschi varð deildarmeistari og Lottomatica í öðru sæti. Fyrri hálfleikur var jafn og spenn- andi. Lottomatica hafði undirtökin til að byrja með og leiddi 22- 19 eftir fyrsta leik- hlutann. Heimamenn í Montepaschi bitu frá sér í öðrum leikhlutan- um og þeir náðu fjögurra stiga forystu í hálfleik, 43-39. Montep- aschi gekk illa að slíta bar- áttuglaða leikmenn Lott- omatica af sér en gestirnir voru samt sem áður sex stigum undir, 61-55, fyrir fjórða og síðasta leik- hlutann. Þegar um fimm mínútur voru eftir skildu aðeins fjögur stig liðin að en nær komst Lottomatica ekki. Montepaschi setti í fimmta gír og vann að lokum öruggan tólf stiga sigur. Næsti leikur liðanna er á sunnudag en fjóra sigurleiki þarf til að tryggja sér titilinn. - hþh Úrslitarimman í ítalska körfuboltanum hófst í gær: Tap hjá Jóni Arnóri JÓN ARNÓR Skoraði fimm stig í tapleik Lottomatica í gær. IGUANA PRESS Úrslit og markaskorarar í gær: Valur-Afturelding 1-0 1-0 Dóra María Lárusdóttir (33.). Stjarnan-Keflavík 2-2 1-0 Gunnhildur Yrsa Jónsd. 2 - Guðrún Olsen 2 Fylkir-KR 1-5 Lizzy Karoly - Hólmfríður Magnúsdóttir 3, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir. Katrín Ómarsdóttir. Þór/KA-Breiðablik 2-1 Rakel Hönnudóttir og Ivana Ivanovic skoruðu fyrir Þór en Berglind Björg Þorvaldsdóttir fyrir Blika. FÓTBOLTI Valskonur eru áfram með fullt hús í Landsbankadeild kvenna eftir 1-0 sigur á nýliðum Aftureld- ingar í fyrsta leik liðsins á nýja Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Íslandsmeisturum Vals gekk afar illa að brjóta vörn Aftureldingar á bak aftur í gær. Það var Dóra María Lárusdóttir sem sá til þess að vígslan endaði vel því hún skor- aði eina markið á 33. mínútu. Valsliðið var miklu meira með boltann frá fyrstu mínútu og leik- urinn fór að mestu fram á vallar- helmingi Aftureldingar. Vörn Aft- ureldingar var hins vegar skipulögð og liðið náði nokkrum sinnum ágætum skyndisóknum þar sem oft munaði litlu að þær kæmust í gegn. Margrét Lára Við- arsdóttir var í strangri gæslu Christu Mann og komst lítið áleið- is enda átti Mann mjög góðan leik ásamt fyrirliðanum Gígju Heið- arsdóttur og markverðinum Brett Elizabeth Maron. Það opnaðist að sama skapi fyrir Dóru Maríu Lárusdóttur sem var síógnandi á hægri vængnum allan fyrri hálfleikinn og það var vel við hæfi að það væri hún sem skoraði fyrsta mark Valsliðsins á Voda- fone-vellinum. Markið var einkar glæsilegt hjá Dóru Maríu. Hún fékk þversendingu frá Margréti Láru Viðarsdóttur, klobbaði varn- armann og lagði boltann síðan upp í fjærhornið, rétt innan vítateigs og með vinstri fæti. „Það var skemmtilegt að skora fyrsta markið því það er nú ekki oft sem maður lendir í því að skora eina markið í leik því það gerist nú ekki oft í kvennaboltanum,“ sagði Dóra María sem vildi þó ekki segja að það hefði verið stress í liðinu að spila fyrsta leikinn á Vodafone- vellinum. „Þetta er öðruvísi og það var mikil eftirvænting í liðinu enda við búnar að bíða mjög lengi eftir þessu en ég fann ekki fyrir miklu stressi sjálf,“ sagði Dóra María sem lék mjög vel. Nýliðar Aftureldingar hafa alla burði til þess að bíta frá sér í sumar og þótt að stigin séu ekki nema þrjú hefur liðið sýnt að þar fer ágætis fótboltalið sem getur bara vaxið í sumar. „Ég er náttúrlega aldrei sátt við að tapa en ég var samt nokkuð sátt við frammistöðu okkar liðs. Ég var mjög sátt með varnarleikinn okkar og seinni hálfleikurinn var mun betri sóknarlega en sá fyrri. Þær byrjuðu leikinn af miklum krafti og það tók okkur smá tíma að komast inn í leikinn,“ sagði Gígja Heiðarsdóttir, fyrirliði Aft- ureldingar, sem tókst mjög vel upp að halda aftur af markadrottn- ingunni Margréti Láru Viðarsdótt- ur ásamt Christu Mann. „Við lögðum áherslu á að stoppa hana og það gekk mjög vel,“ sagði Gígja sem segir að liðið þurfi að sýna meiri stöðugleika til þess að fara að ná í fleiri stig. „Við erum svolítið mikið upp og niður. Við höfum spilað vel á móti stærri lið- unum en þurfum að fara að spila vel í öllum leikjum. Með meiri stöðugleika kemur þetta,“ sagði Gígja að lokum. ooj@frettabladid.is Glæsimark Dóru dugði Val Íslandsmeistarar Vals lentu í erfiðleikum með nýliða Aftureldingar en eru áfram með fullt hús stiga á toppi Landsbankadeildar kvenna. HALLGRÍMSKIRKJUFAGN Valsstúlkur fagna eftir að Dóra María Lárusdóttir kom þeim yfir. Markið lá í loftinu eftir þungar sóknir Hlíðarendastúlkna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.