Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 35
[ ] Sundnámskeið barna eru sívinsæl á sumrin og tilhlökk- un í litlum kroppum að hefja daginn í frískandi vatni. „Við byrjum á að kenna börnum að setja andlit í kaf og blása frá sér, því mikilvægt er að börn upplifi sig örugg í vatni. Í fyrstu eru mörg þeirra vatnshrædd og kunna ekki tökin á lífinu í sundlauginni, en kennarar eru með þeim ofan í lauginni og aðstoða þau alla leið,“ segir Kristrún Gústafsdóttir sund- kennari hjá Sundfélaginu Ægi, sem í sumar verður með tveggja vikna sundnámskeið fyrir börn frá fimm ára í Breiðholtslaug, og sund- og leikjanámskeið í sam- vinnu við ÍR í Ölduselslaug, fyrir börn fædd 1999-2002. „Við byrjum alltaf á kennslu í bak- og skriðsundi, því bringu- sund krefst of mikillar samhæf- ingar fyrir yngstu börnin. Börn græða mikið á því að sækja sundn- ámskeið áður en skólaganga hefst og verða oft mjög klár á eftir. Á sundnámskeiðum notum við ekki kúta því námið fer fram í grunn- um laugum þar sem börn ná til botns. Reynslan sýnir að kútar valda börnum öryggisleysi þegar þeir eru teknir af seinna, en almennt eru þau ótrúlega fljót að ná sundtökunum,“ segir Kristrún og bætir við að algengt sé að börn fari á tvö til þrjú námskeið í röð. „Hópar eru litlir og miðaðir við aldur og getu sundfólksins, en námið er orkumikil skemmtun fyrir ósynda, synda og vel synda, undir faglegri stjórn reyndra sundkennara. Í Breiðholtslaug er hver kennslustund hálftími alla virka daga, en á sund- og leikja- námskeiðinu byrjar dagurinn á sundferð og svo er farið í ýmsa útileiki, Fjölskyldu- og húsdýra- garðinn, gerðar tilraunir og margt fleira. Með því öllu stuðlum við að fjölbreyttri hreyfingu og skemmti- legri upplifun fyrir börn,“ segir Kristrún, sem nýtur starfsins. „Það er stórkostleg upplifun að kenna börnum að synda, sjá gleði þeirra og framfarir í lauginni. Ég gæti ekki hugsað mér ánægju- legra sumarstarf.“ Fyrstu sumarnámskeið Ægis og ÍR hefjast 9. júní. Skráning og nánari upplýsingar eru í síma 820 3156. thordis@frettabladid.is Fyrstu sundtök æskunnar Hér má sjá Kristrúnu í sundkennslu barna í Sundhöll Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Kristrún Gústafsdóttir sundþjálfari hjá Ægi mun kenna börnum sund frá fimm ára aldri á sundnámskeiðum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Boltar eru vinsælir hjá börnum. Nú er tími til að skella sér út með unga fólkinu, finna boltaleik við hæfi og skemmta sér konunglega. Nóg er af boltaleikjunum að velja úr.                                      Fæst í apótekum um land allt Ofnæmisprófuð og mild lína sem er sérstkalega þróuð fyrir viðkvæma húð ungbarna Ungbarna andlitskrem – Verndar húðina gegn óæskilegum áhrifum umhverfis og útfjólubláum geislum. Sólarvörn SPF 18, vítamín A&E. Bossakrem – Mýkir og verndar bleyjusvæðið gegn ertingu, útbrotum og þurrki. Býr til verndandi lag á húðina. A&B5 vítamín. Mjög gott á bruna. Bossablautklútar – Handhægir klútar í ferðapakkningu. Húðlæknisfræðilega prófaðir. Úr 100% trefjum. Alkóhól- og litefnalausir. Ph gildi 5,5. Ungbarna baðsápa – Sérlega mild og rakagefandi kremsápa “sápulaus”. Innih. A&E vítamín. Ungbarna sjampó – Milt sjampó (tearless). Hefur góðan ilm og gerir hárið silkimjúkt. Ungbarna húðmjólk – Mild og rakagefandi húðmjólk. Inniheldur E&B5 vítamín. Ph gildi 5,5. Ungbarna olía – Mild olía sem mýkir og hefur róandi áhrif á húðina. Inniheldur A&E vítamín. Sensitive ungbarnalína „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Þrjár góðar ástæður til að vakna klukkan sjö á morgnana... www.fm957.is 67% landsmanna undir fertugu hlusta á FM957 Capacent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.