Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 4. júní 2008 21 Þorkell Sigurbjörnsson er eitt ástsælasta og áhrifamesta tónskáld okkar Íslendinga. Höfundarverk hans er einkar fjölbreytilegt og inniheldur fjölda hljómsveitarverka, einleikskonserta, kammerverka, mikið af raf- og tölvutónlist, kammeróperur, sönglög og kórtónlist. Í ár fagnar Þorkell sjötugsafmæli sínu og í tilefni þess verða haldnir sérstakir afmælistónleikar í Íslensku óperunni í kvöld kl. 20. Tónleik- arnir eru hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Efnisskrá tónleikanna verður sérlega falleg og inniheldur öll verka Þorkels fyrir einleiksfiðlu og fiðlu og píanó. Hljóðfæraleik- arar eru þau Sigurbjörn Bern- harðsson, fiðluleikari og frændi tónskáldsins, og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Tónleikarnir verða endur- teknir kl. 20.30 annað kvöld í Laugarborg við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit. - vþ Tónskáldið Þorkell heiðraður SIGURBJÖRN OG ANNA GUÐNÝ Æfa af kappi fyrir tónleikana í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kammerkórinn Hljómeyki heldur tónleika í Háteigs- kirkju í kvöld kl. 20. Kórinn sneri nýverið heim úr vel heppnaðri ferð á hina virtu Florilège Vocal de Tours- kórakeppni í Frakklandi þar sem hann vann til verðlauna sem besti kammerkórinn. Magnús Ragnarsson, stjórnandi kórsins, er að vonum ánægður með árangurinn. „Kórar keppa í ýmsum flokkum í þessari keppni, auk þess að keppa um sjálf aðal- verðlaunin, og við urðum sem sagt hlutskörpust í kammerkóra- flokknum ásamt kórnum Khres- chatyk frá Úkraínu. Keppnin er frekar hátt skrifuð í tónlistar- heiminum og því er það mikill heiður og mjög ánægjulegt að ná svona langt í henni.“ Eins og gefur að skilja eru það aðeins mjög metnaðarfullir og góðir kórar sem komast að í keppni sem þessari. Magnús segir það hafa verið upplifun að heyra hina kórana syngja. „Það hvíldi reyndar mikil leynd yfir öllu á meðan keppnin sjálf stóð yfir; til að mynda voru mjög strangar reglur um að kórarnir mættu ekki sjá tónleikasalinn fyrir keppnina og heldur ekki heyra í hinum kórunum. En að keppni lokinni sungu kórarnir saman og héldu tónleika hverjir fyrir aðra og þá heyrðum við að þarna voru afskaplega vandaðir kórar á ferð. Til að mynda var þarna kór frá Filippseyjum sem æfir sjö daga vikunnar og annar frá Bandaríkjunum sem æfir fimm sinnum í viku. Reyndar er dálítið gaman að segja frá því að kórinn sem vann sjálf Grand Prix-verðlaunin var kór frá Lyon í Frakklandi sem æfir aðeins tvisvar í viku. Kórinn minnti mig á franska handboltalandsliðið sem vann heimsmeistaramótið í Reykjavík 1995, en var bara temmilega afslappað meðan á keppninni stóð og eyddi öllum sínum tíma á Kaffibarnum frek- ar en á æfingum.“ Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru þau kórverk sem kórinn flutti í keppninni og fleyttu þeim þar til sigurs. En hvað er svo fram undan hjá Hljómeyki? „Við ætlum að flytja Náttsöngva Rakhmanínovs á tónleikum í Skálholti hinn 10. júlí og svo 12. júlí frumflytjum við Missa brevis eftir Svein Lúðvík Björnsson. Svo stefnum við bara ótrauð á næstu Florilège Vocal de Tours- keppni eftir tvö ár,“ segir Magnús. vigdis@frettabladid.is Hljómeyki sigraði í virtri kórakeppni Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. Komdu og kynntu þér kjörin. Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16. L.R. RANGE ROVER SPORT HSE Nýskr: 01/2006, 4400cc, 300 hö.,5 dyra, sjálfskiptur, ljósgrænn, ekinn 18.000. Verð: 8.600.000 L.R. DISCOVERY 3 HSE Diesel Nýskr: 03/2006, 2700cc, 5 dyra, sjálfskiptur, svartur, ekinn 75.000 þ. Verð: 7.190.000 L.R. RANGE ROVER HSE Diesel Nýskr: 01/2006, 3000cc, 5 dyra, sjálfskiptur, grænn, ekinn 54.000 Verð: 9.400.000 L.R. RANGE ROVER Supercharged Nýskr: 01/2006, 4200cc, 400 hö., 5 dyra, sjálfskiptur, svartur, ekinn 27.000. Verð: 12.500.000 4 lúxus „ísbirnir“ komnir í Bílaland B&L.LÚXUS ALLIR INNFLUTTIR OG ÞJÓNUSTAÐIR AF UMBOÐI 575 1230 KAMMERKÓRINN HLJÓMEYKI Vann til verðlauna sem besti kammerkórinn á hinni virtu Florilège Vocal de Tours-keppni í Frakklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.