Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 4
4 4. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Tveir bræður sem ákærðir eru fyrir aðild að innflutningi á um fimm kílóum af fíkniefnum til landsins segjast báðir aðeins hafa verið milliliðir á milli höfuðpauranna, Annþórs Kristjáns Karlssonar og Tómasar Kristjánssonar, sem starfaði hjá hrað- sendingar þjónustunni UPS. Annþór og Kristján neita hins vegar báðir sök og segjast hvergi hafa komið nærri smyglinu. Aðalmeðferð var í málinu í gær. Fjórir eru ákærðir, Annþór, Tómas og bræðurnir Ari og Jóhannes Páll Gunnarssynir. Þeir eru sakaðir um að hafa skipulagt smygl á 4,6 kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af kókaíni til landsins frá Þýskalandi í nóvember síðastliðn- um. Jóhannes játar skýlaust að hafa borið skilaboð á milli Ara bróður síns og Tómasar, og Ari játar sömuleiðis að hafa verið tengiliður Annþórs við Jóhannes. Ari neitar því hins vegar að hafa komið að skipulagn- ingu smyglsins. Bræðurnir fullyrða báðir að Annþór hafi haft veg og vanda af fjármögn- uninni og skipulagningunni, með aðstoð frá Tómasi, æskuvini Jóhannesar. Öll samskipti þeirra tveggja hafi þó farið í gegnum þá bræður. Bræðurnir gáfu skýrslu fyrir dómnum hvor í sínu lagi. Framburður þeirra var mjög áþekkur. „Annþór gerði bara eins og Annþór vildi gera,“ sagði Jóhannes, sem segist aldrei hafa getað haft áhrif á atburðarásina. „Ég var logandi hræddur við hann,“ sagði Ari, sem brast síðan í grát þegar hann lýsti framtíðar- áformum sínum, en hann á von á barni með unnustu sinni. Annþór kom fyrir dóminn og kvaðst blásaklaus. Hann sagðist þekkja Ara eftir steraviðskipti, og hafa látið hann fá aðgang að tölvupóstsvæði sínu á vefnum sem hluta af hrekk. Ari hafi ætlað að senda bróður sínum skilaboð í nafni Annþórs til að hræða hann. Önnur málsatvik sagðist hann ekkert kannast við. Tómas gaf skýrslu síðastur sakborninga. Hann er sakaður um að hafa átt þátt í skipu- lagningu smyglsins, og að hafa átt að taka á móti efnunum þegar þau komu til landsins með hraðsendingu. Hann neitaði öllu og sagðist hvergi hafa komið nærri málinu. Hann kvaðst jafnframt hissa á því að Jóhannes, æskuvinur hans, hefði stungið hann í bakið með því að bera á hann þessar sakir. Tómas hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins síðan í janúar. Hæstiréttur staðfesti í gær framlengingu á varðhaldinu til 27. júní. Annþór sat lengi í varðhaldi en hefur nú hafið afplánun annars dóms. Báðir bræðurnir sátu um tíma í varðhaldi. Málið var dómtekið í gær að loknum vitnaleiðslum og málflutningi lögmanna. stigur@frettabladid.is Annþór segist blásaklaus Annþór Karlsson neitaði alfarið fyrir dómi að tengjast innflutningi á fimm kílóum af fíkniefnum til landsins. Hann hefði bara ætlað að taka þátt í hrekk. Bræður sem ákærðir eru skella báðir skuldinni á Annþór. SEKIR EÐA SAKLAUSIR? Annþór mætti í dómsal hlaðinn mat og veigum sem hann útdeildi til sumra hinna sak- borninganna, sem allir huldu andlit sín fyrir myndavélalinsunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Saksóknari lék fyrir dómnum upptöku af símtali sem Annþór átti í fangelsi við kunningja sinn, og vakti hún nokkra kátínu viðstaddra. Þá hafði hann nýverið strokið úr Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg, og á upptökunni heyrast þeir félagar ræða flóttann. „Heyrðu, djöfull var þetta flott hjá þér þessi flóttaleið!“ heyrist kunninginn segja og hlæja ógurlega. Annþór lýsti því hvernig hann komst í gegnum öryggisgler og vírnet, og lét sig síðan síga niður úr glugganum í kaðli. Þeir velta því fyrir sér hvort glugginn hafi ekki verið heldur lítill til að skríða út um og skellihlæja í kór. Fleiri höfðu gaman af sögunni, því að sjá mátti glott og bros á andlitum flestra viðstaddra, jafnt dómara og verjenda, sem annarra sakborninga, á meðan upptakan var leikin. BROSLEG FLÓTTA SAGA ANNÞÓRS TAKTU ÞÁTT! 7. JÚNÍ 2008 SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ HVALVEIÐAR Bandarísk stjórnvöld hvetja ríkisstjórnir Íslands og Noregs til að endurskoða heimildir til sölu á hvalkjöti til Japans. Kurtis Cooper, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washing- ton, lét í gær svo ummælt að Bandaríkjastjórn væri „mjög vonsvikin“ yfir nýlegum fréttum af flutningi hvalkjöts frá Íslandi og Noregi á markað í Japan. Hann sagði að Bandaríkin vildu að þjóðirnar sem í hlut eiga ein- beittu sér frekar að „langtíma- frekar en skammtímahagsmunum hvalveiðiiðnaðarins,“ að sögn AP. - aa Bandaríkjastjórn ósátt: Hvalkjöt skuli ekki til Japans VILJA BANN Bandaríkjastjórn mótmælir milliríkjaviðskiptum með hvalkjöt. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 12 15 15 1212 19° 22° 26° 22° 23° 21° 22° 18° 20° 29° 24° 16° 17° 17° 24° 25° 25° 20° 11 13 Á MORGUN 5-10 m/s. FÖSTUDAGUR 3-8 m/s. 13 16 15 12 14 12 12 10 13 13 7 6 6 8 5 8 10 15 7 7 9 16 14 1313 HORFUR UM HELGINA Nú er helst að sjá að lægð komi upp að landinu suð- vestanverðu eftir hádegi á laugar- dag. Má þá búast við vaxandi vindi og vætu sunnan til og vestan en yfi rleitt björtu veðri norðan og austan til. Sunnudagurinn verður nokkuð hvass með vætu sunnan og vestan til. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur LÖGREGLUMÁL Hluti mjög umfangsmikils kynferðis- brotamáls, sem kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar, hefur verið sendur til ríkissaksóknara. Rannsókn lögreglu lýkur í næstu viku. Þá verður síðari hluti málsgagna sendur til ríkissaksóknara. Um er að ræða meint kynferðisbrot rúmlega fimmtugs karlmanns gegn níu einstaklingum. Þeir eru tvær dætur hans og fósturdóttir, sonur, hálfsyst- ir mannsins og fjórar vinkonur dætranna. Meint fórnarlömb eru á aldrinum tíu ára til tæplega fertugs. Grunur leikur á að misnotkunin hafi staðið yfir um árabil og verið enn í gangi þegar maðurinn var handtekinn. Það var gert í kjölfar kæru sem lögreglunni barst frá barnaverndarnefnd vegna gruns um að hann hafi brotið gegn tveimur ungum dætrum sínum. Eftir það stigu fleiri meint fórnar- lömb fram og lögðu fram kærur á hendur manninum. Héraðsdómur hafði úrskurðað hann í gæsluvarð- hald til 13. ágúst en Hæstiréttur stytti gæsluvarð- haldsvistina til 7. júlí. - jss Meint fórnarlömb í kynferðisbrotamáli á aldrinum tíu ára til fertugs: Hluti málsins til ríkissaksóknara EMBÆTTI RÍKISSAKSÓKNARA Búist er við að rannsókn lög- reglu á umfangsmiklu kynferðisbrotamáli ljúki í næstu viku. Hluti hefur þegar verið sendur ríkissaksóknara. Pólskar bækur á Suðurlandi Rauði krossinn á Suðurlandi og Suð- urnesjum keypti fyrir skemmstu nýjar bækur á pólsku. Eru bækurnar ætlað- ar fullorðnum og verða þær lánaðar í samstarfi við bókasöfnin á svæðinu. Ekki þarf að kaupa bókasafnskort til að fá bækurnar lánaðar. SUÐURLAND Fjölskyldur flýja undan eldi Skógareldar geisa norðan við Gävle í Svíþjóð. Um 150 slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar vinna við að slökkva eldana en margir hafa þurft að rýma heimili sín, að sögn Aftonbladet. SVÍÞJÓÐ BRASILÍA, AP Bandaríska hernaðar- fyrirtækið Blackwater, sem meðal annars hefur tekið að sér öryggisgæslu fyrir bandarísk stjórnvöld í Írak, hefur nú keypt orrustuflugvél frá Brasilíu. Vélin er af gerðinni Super Tucano og knúin einum skrúfu- þotuhreyfli. Brasilíski herinn notar vélar af sömu tegund, en þær eru framleiddar í Brasilíu. Þær þykja henta vel til hnitmið- aðra árása á skotmörk á landi. Brasilíska dagblaðið Estado de S. Paulo segir sölu vélarinnar hafa verið samþykkta af forseta Brasilíu eftir samningaviðræður við bandarísk stjórnvöld. - gb Blackwater-fyrirtækið: Keypti herflug- vél frá Brasilíu GENGIÐ 03.06.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 153,301 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 76,44 76,8 150,01 150,73 118,71 119,37 15,913 16,007 14,932 15,02 12,702 12,776 0,728 0,7322 123,87 124,61 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.