Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.06.2008, Blaðsíða 12
12 4. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR ÍSBJÖRN Í SKAGAFIRÐI SÍÐASTI BJÖRN HENGDUR Síðast er vitað um komu ísbjarnar hingað til lands í júní 1993, segir Ævar Ped- ersen, dýrafræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands. Raunar er ekki víst að hann hafi komist alla leið. Sjómenn frá Bolungarvík komu að birninum á sundi norður af Horni á Vestfjörðum, og hengdu hann, sem olli miklum deilum. Í kjölfarið var lögum breytt og bannað að vega ísbirni á sundi. Ísbirnir eru í útrým- ingarhættu. KOMUR TENGDAR HAFÍS Ísbjörn sást síðast á landi í Haganesvík í Skagafirði árið 1988, og tveir birnir komu árið 1986, segir Ævar. Lands- menn hafa hingað til tekið komu bjarnanna fremur illa og drepið þá hvar sem til þeirra sást. Ævar segir komu ísbjarna hingað til lands yfir- leitt nátengdar hafískomu, en bæði í gær og árið 1993 komu birnirnir í júní þegar ís er langt frá landi. HÚNAVATN Heimildir eru til um komu nærri 600 ísbjarna hingað til lands, segir Ævar. Elsta heimildin um ísbjörn á Íslandi er frá um 890, þegar landnámsmaðurinn Ingimundur gamli á að hafa séð birnu með tvo húna í Austur- Húnavatnssýslu. Er sagt að Húnavatn heiti í höfuð húnanna tveggja. VITAÐ UM 600 ÍSBIRNI FRÁ LANDNÁMI HENGDUR Ísbjörninn sem veiddur var árið 1993 var ungt karldýr. Hann var á sundi skammt frá ísbreiðu. Í SÆDÝRASAFNINU Tveir birnir voru í Sædýrasafninu í Hafnarfirði á árum áður. „Ég held ég hafi bara verið jafn- hissa og ísbjörninn,“ segir Vilhjálmur Sigurður Við- arsson olíubílstjóri en hann rétt náði að sveigja olíubíln- um frá ísbirni sem var á veg- inum skammt frá blindhæð í Laxárdal milli Skagastrandar og Sauðárkróks um klukkan tíu í gærmorgun. „Ég stöðvaði bílinn en hann leit til mín og ýlfraði en hélt svo sína leið eftir veginum og ég ók bara á eftir honum,“ segir hann og brosir. „Það hljómar kannski ekki skyn- samlega að elta ísbjörn en svona er þetta.“ Það var Guðrún Lárusdóttir sem sá ísbjörninn fyrst skömmu áður. „Ég var þá í símanum,“ segir Þórarinn Leifsson, maður hennar sem var með henni í bílnum. „Ég kvaddi með þeim orðum að ég yrði að skella á því það væri ísbjörn við veginn, ætli viðmæl- andinn sé ekki enn í sjokki,“ sagði hann skömmu eftir atburðinn. Guðrún segir að lögreglan hafi ekki trúað henni til að byrja með. „Við þurftum að gefa upp nafn og kennitölu enda tilkynnir maður ekki svona hluti nafnlaust,“ segir Þórarinn. „Við fórum á svæðið með þrjá menn og höfðum samband við skyttur úr Skotfélaginu Ósmann,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. „Við vorum í um þrjú til fjögur hundruð metra fjarlægð frá birn- inum sem var í hlíðinni. Svo byrst- ir hann sig og hleypur að okkur svo við forðum okkur niður hlíð- ina en þá missum við sjónar á dýr- inu sem var skelfileg staða því það sem við vildum allra síst var að týna honum í þokunni.“ Stefán Vagn segir að margir hestar séu á svæðinu. „Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda ef hjólreiðamaðurinn sem kom að nokkru síðar hefði verið í sporum olíubílstjórans.“ Hann segir að umferð hafi verið lokað á svæðinu en svo hafi björn- inn fært sig mjög svo að erfitt hafi verið að hafa stjórn á aðstæðum. Hann segir enn fremur að ef ekki hefði verið þoka á svæðinu hefði ekki þurft að skjóta hann þar sem þá hefði verið auðvelt að halda honum í augsýn. jse@frettabladid.is Rétt náði að sveigja bílnum frá birninum Villuráfandi ísbjörn var felldur í Þverárhlíð í Skagafirði í gærmorgun. Lögreglan tók ákvörðun um að fella skepnuna til þess að missa hana ekki úr augsýn en mikil þoka var á svæðinu. Ísbjörninn verður stoppaður upp. HRÆIÐ SETT Á VÖRUBÍL Ísbjörninn var fluttur af vettvangi um miðjan dag í gær. Hann verður krufinn en síðan er ráðgert að hann verði stoppaður upp. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍSBJÖRNINN FALLINN Lögreglan naut aðstoðar félaga í skotfélaginu Ósmann við að fella björninn í gærmorgun. Ísbjörninn vó rúm 200 kíló og var 190 sentimetrar á hæð. Fullvaxta ísbirnir geta orðið 500 til 600 kíló að þyngd. Lögreglan mat það svo að hætta stafaði af birninum og því þyrfti að fella hann. MYND FEYKIR/PÁLL FRIÐRIKSSON „Auðvitað hefði verið best að ná dýrinu lifandi og koma því til sinna heimkynna. Því miður voru aðstæður með þeim hætti að það var ekki mögulegt,“ segir Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra um ísbjörninn sem var felldur í Þverárhlíð í Skagafirði í gær. Þórunn segir enga aðgerðaáætlun til staðar í tilfellum sem þessu. „Sérfræðingar okkar hjá Umhverfisstofnun hafa aflað sér upplýsinga um hvernig menn taka á svona atvikum í Noregi og á Svalbarða. Samkvæmt þeim er eina örugga leiðin sú að svæfa birni með pílu sem skotið er úr þyrlu. Að því loknu þarf að flytja dýrið í neti í sérhannað búr, sem ekki er til hér á landi. Svo þarf að fljúga dýrinu 40 sjómílur út að ísspöngum Grænlands, og það er ekki inni í myndinni að Landhelgisgæslan geti gert það. Það gildir því engin aðgerða- áætlun fyrir slík atvik. Ef svo væri þyrfti allur sá búnaður sem þarf á að halda í slíka björgunaraðgerð að vera tiltækur.“ Þórunn segir að umræður um slíka áætlun muni fara fram í kjölfar atburðanna í gær. Hún er þess fullviss að allir hlutaðeigandi hafi gert sitt besta í afar óvenjulegri stöðu. „Aðalatriðið í þessu máli er að maður tekur ekki áhættu á því að hvítabjörn komist í tæri við fólk. Þetta eru hættuleg dýr, og sem betur fer gerist svona ekki á hverjum degi.“ - kg Engin aðgerðaáætlun tiltæk ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR „Það sem vantaði tilfinnanlega í dag var viðbragðsáætlun. Menn voru að spila af fingrum fram og þess vegna tókst ekki að ná birninum lifandi,“ segir Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. Árni segist hafa orðið var við gagnrýni á störf lögreglunnar á vettvangi. „Ég hef heyrt misjafnar skoðnir á því hvernig staðið var að verki. Ég held að almenningur hefði kosið að björninn hefði lifað. Þessi dýr eru í útrýmingarhættu. Þau eru táknræn fyrir þá ógn sem steðjar að norðurslóðum.“ - kg SPILAÐ VAR AF FINGRUM FRAM Framtíð og markmið heilbrigðis- þjónustunnar Málþing í Valhöll miðvikudaginn 4. júní kl. 17-19 Að fundinum standa: Vörður – fulltrúaráð og heilbrigðisnefnd Heilbrigðisstarfsfólk og allir áhugamenn velkomnir Pallborðsumræður Fundarstjóri: Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir á LSH Frummælandi: Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra Fundarstjóri: Marta Guðjónsdóttir formaður Vörður – fulltrúaráðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.