Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 4
4 6. júní 2008 FÖSTUDAGUR BAUGSMÁLIÐ: Dómur hæstaréttar BAUGS M Á L I Ð FIMM STJÖRNU GLÆPASAGA Aska ✷✷✷ ✷✷ – Hild ur Hei misdó ttir, Frétta blaðin u VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhoven Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14 17 17 13 22° 24° 28° 28° 23° 25° 25° 21° 20° 26° 25° 21° 17° 20° 22° 25° 26° 21° 9 14 Á MORGUN 10-18 m/s sunnan til síðdegis annars 5-13. SUNNUDAGUR Austan strekkingur á annesjum nyrðra. 12 18 20 18 12 13 11 12 12 5 3 3 6 5 4 5 5 5 6 6 14 12 12 14 1412 HELGARVEÐRIÐ Á morgun gengur lægð upp að sunnanverðu landinu. Henni fylgir vaxandi vindur strax upp úr hádegi á landinu sunnanverðu og síðan fer að rigna þar um slóðir síðdegis. Úrkomuloftið gengur svo yfi r landið aðfaranótt sunnudags. Framan af sunnudegi verður rigning nyrðra, annars skúrir. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur „Mér finnst dómurinn dapurlegur. Ég reiknaði með að Jón Ásgeir yrði sýknaður. En fyrst eitthvað var þá gat það ekki verið minna en þetta. Hátt var reitt til höggs. Það þætti ekki mikið feng- ið fyrir pening- ana á öðrum sviðum. Það sem lagt hefur verið í gegn þessu fyrirtæki og mönnum er ansi mikið skattfé. Þetta er afskap- lega lítilmótlegt sem eftir situr. Það hlýtur að vera sneyptur saksóknari sem eftir situr og ekki síður Björn Bjarnason og Haraldur Johann- essen sem hafa verið höfuðleik- endur í þessu máli. Þetta eru enda- lokin á málinu – ég trúi ekki öðru,“ segir Jóhannes Jónsson um nýfall- inn dóm í Baugsmálinu. -gh JÓHANNES JÓNSSON Jóhannes í Bónus: Dapurleg niðurstaða Sakfellt fyrir fjárdrátt og bókhaldsbrot Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í Baugsmálinu. Dómurinn féllst á að lögum um hraða málsmeðferðar hefði ekki verið fylgt. Hæstiréttur telur refsiheimildir vegna ólögmætra lána skýrar en tekur ekki afstöðu til sektar Hæstiréttur staðfesti í gær tvo dóma héraðsdóms Reykjavíkur í Baugsmálinu. Jón Ásgeir Jóhann- esson, stjórnarformaður Baugs, og Jón Gerald Sullenberger, eigandi Nordica Inc. í Flórída, voru dæmd- ir í þriggja mánaða fangelsi, skil- orðsbundið í tvö ár. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Sakborn- ingar voru látnir bera samtals um 16,7 milljóna króna málskostnað. Um er að ræða þann hluta máls- ins sem varð til eftir að upphafleg- um ákærum var vísað frá dómi, og settur saksóknari gaf út endur- ákæru í nítján liðum. Fyrsta ákæru- liðnum var vísað frá dómi, svo eftir stóðu átján. Jón Ásgeir var ákærður fyrir fjárdrátt, bókhaldsbrot og brot gegn hlutafélagalögum. Hann var sakfelldur fyrir eitt bókhaldsbrot, fyrir að hafa látið útbúa tilhæfu- lausan reikning og færa hann í bók- hald Baugs. Hann var sýknaður af öðrum ákærum. Tryggvi var sakfelldur fyrir að draga sér samtals um 548 þúsund krónur með því að láta Baug greiða einkaneyslu sína með kreditkorti. Þá rangfærði hann bókhald Baugs í fjórum tilvikum. Við ákvörðun refsingar Tryggva var meðal annars litið til þess að brotin voru ófyrirleitin í ljósi reynslu hans og þekkingar sem löggilts endurskoðanda. Bæði Jón Ásgeir og Tryggvi nutu þess við ákvörðun refsingar að málið hefur dregist. Vísaði Hæsti- réttur til þess að lögum um hraða meðferð sakamáls hafi ekki verið fylgt sem skyldi. Var einkum litið til þess að tæp þrjú ár liðu frá upp- hafi rannsóknar þar til ákærur voru gefnar út. Jón Gerald var sakfelldur fyrir að útbúa rangan reikning. Í dómi Hæstaréttar segir að honum hljóti að hafa verið ljóst að nota hafi átt reikninginn í bókhaldi Baugs. Jón Ásgeir var ákærður fyrir að veita ólögmæt lán frá Baugi til fyr- ir tækjanna Gaums og Fjárfars, og til Kristínar Jóhannesdóttur. Hæstiréttur segir í dómi sínum að í fimm tilvikum af átta hafi ekki verið um ólögmæt lán að ræða. Í þremur tilvikum hafi hins vegar verið veitt ólögmæt lán. Ekki er þó tekin afstaða til sektar eða sakleys- is Jóns Ásgeirs, þar sem það hefði þurft að gerast í héraðsdómi. Meirihluti Hæstaréttar taldi óheimilt að vísa þessum hluta máls- ins aftur í hérað þar sem sök væri í raun fyrnd. Þessu var Páll Hreins- son hæstarréttardómari ósam- þykkur. Hann skilaði sératkvæði í málinu þar sem sagði rétt að vísa þessum ákæruliðum aftur til hér- aðsdóms. brjann@frettabladid.is „Mestu vonbrigðin er að þessu hafi verið vísað frá á sínum tíma. Jón Gerald telur málsmeðferðina hafa verið óréttláta og ætlar að láta reyna á það“, segir Brynjar Níelsson, verjandi Jóns Geralds Sullenberger. Brynjar segir stóra málið nú hver niðurstaða mannréttindadómstólsins í Strasbourg verður. „Nú fer þetta allt saman af stað og í ljós kemur hvort málsmeðferðin stenst.“ Spurður hvort málið hafi gengið nærri skjólstæðingi hans segir Brynjar einfaldlega að því verði ekki neitað. „Þessu hefur fylgt gífurlegt álag og auðvitað eru menn mikið með hugan við þetta og það er orkufrekt. Þetta er stórt mál sem þjóðin fylgist með og það eykur álagið á menn.“ - shá Brynjar Níelsson: Gífurlegt álag á sakborningana BRYNJAR NÍELSSON „Það er alltaf alvarlegt þegar maður er sakfelldur í refsimáli en hins vegar tel ég að hafa beri í huga hvernig til þessa máls var stofnað. Ég bendi á að samkvæmt lögum er það meginregla að ekki eigi að ákæra menn nema ákæruvaldið telji meiri líkur en minni til þess að sakfellt verði fyrir þau brot sem ákært er fyrir“, segir Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar. „Tryggvi og sérstaklega Jón Ásgeir voru sýknaðir af langflestum af þeim brotum sem þeir voru ákærðir fyrir.“ Tryggvi segir að líta beri á hvernig dómstólarnir hafi metið meðferð ákæruvaldsins í Baugsmálinu. „Ef að menn eru sakfelldir fyrir dómi þá greiða þeir sakarkostnað. Í þessu máli er því svo farið að ríkissjóður greiðir langstærstan hluta sakarkostnaðar. Það þýðir að Hæstiréttur er að segja að ákæruvaldinu hafi orðið á mistök í meðferð málsins.“ Jakob segir það mikinn léttir fyrir alla að málinu er lokið og það hafi gengið mjög nærri sakborningunum. „Gleymum því ekki að sakborningarnir áttu allt undir niðurstöðunni.“ -shá Jakob R. Möller Ákæruvaldinu varð á mistök JAKOB R. MÖLLER Í HÆSTARÉTTI Verjendur sakborninga bera saman bækur sína fyrir uppkvaðningu dóms í Baugsmálinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það hefði verið afar vondur kostur að senda [hluta málsins] aftur í héraðsdóm,“ segir Sigurður Tómas Magn- ússon, settur saksóknari í Baugsmálinu. Hæstiréttur telur ólögmætar lánveitingar fyrndar og því ekki hægt að senda þá ákæruliði aftur í hérað. „Í venjulegu máli, sem ekki hefði tekið svo langan tíma hefði að mínu viti verið sjálfgefið að gera það,“ segir Sigurður. Sigurður Tómas segist ósammála því að afraksturinn af þessu umfangs- mikla sakamáli sé rýr. Hann bendir á að aðstoðar forstjóri Baugs hafi verið sakfelldur fyrir fjár- drátt og fjögur mjög alvarleg bókhaldsbrot, sem höfðu áhrif á niðurstöðu ársreikn- ings. „Þetta er eitthvað það alvarlegasta sem gerist í almenningshlutafélagi,“ segir Sigurður Tómas. Baugur var almenningshlutafélag þegar brotin voru framin. „Þó forstjórinn [Jón Ásgeir] sé sýknaður vegna sönn- unarskorts í Hæstarétti, vegna þess að Hæstiréttur treystir sér ekki til að endurskoða sönnunarmat héraðs- dóms, þá er þetta ólögmæt starfsemi sem átt hefur sér stað innan veggja félagsins.“ - bj Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari: Sakfellt fyrir alvarleg brot SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON „Eins og lagt var af stað með þetta mál get ég ómögulega verið óánægð- ur með að niðurstaðan verði sú að sakfellt sé ein- ungis fyrir hluta af einum ákærulið, og ákvörðuð skilorðsbundin refsing,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. „Það breytir því ekki að við vonuðumst til þess, og töldum góða möguleika á því að Jón [Ásgeir] yrði sýknaður af öllu. Hann er sjálfur mjög ósáttur við að hafa fengið sakfellingu í þessum lið.“ Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að heimilt sé að refsa stjórnendum ef fyrirtæki veita ólögmæt lán, eins og dómurinn telur að hafi gerst í þremur tilvikum. Gestur segir ekkert mat lagt á hvort Jón Ásgeir hafi brotið lög, ágreiningur hafi verið milli dómara hvort ómerkja bæri dóminn og vísa honum aftur í hérað. „Jafnvel þó hann hefði brotið lög hefði það ekki geta varðað öðru en sekt. Þar af leiðandi eru þetta fyrndar sakir, þess vegna er þessu ekki vísað heim [í hérað],“ segir Gestur. Jón Ásgeir vildi ekki veita viðtal vegna dóms Hæstaréttar, heldur vísaði á Gest. - bj Gestur Jónsson lögmaður um dóminn: Jón Ásgeir mjög ósáttur GESTUR JÓNSSON Gleym- um því ekki að sak- borningarnir áttu allt undir niðurstöðunni. JAKOB R. MÖLLER VERJANDI TRYGGVA JÓNSSONAR Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.