Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 6
6 6. júní 2008 FÖSTUDAGUR BAUGSMÁLIÐ: Dómur hæstaréttar BAUGS M Á L I Ð „Menn eru slegnir á því hvernig Hæstiréttur tekur á þessu máli,“ segir Jón Gerald Sullenberger. „Ég tel að það þurfi að gera allsherjar endurskoðun á íslensku réttarkerfi og ekki síst vinnubrögðum dómara. Það sem hér er að gerast er mjög alvarlegt og það er að mér vegið.“ Jón Gerald segir að málsmeðferðin sem hann fékk fyrir dómi sé til skammar og hann spyrji sig hvað liggi að baki. Tengsl séu á milli dómara og málsaðila. „Ég skil ekki hvernig mögulegt er að taka framburð vitnis, snúa honum á hvolf, ákæra fyrir þann framburð og dæma fyrir það. Dómur héraðs- dóms var réttur þar sem málinu var vísað frá vegna þess að ekki var hægt að taka minn framburð.“ Jón Gerald telur að íslenskt réttarkerfi og eftirlitsstofnanir á Íslandi séu ekki í stakk búnar til að takast svo stórt mál á hendur. Hann segist hafa varið háum fjárhæðum í málsvörn sína án þess að gera sér grein fyrir hversu há sú upphæð er orðin. „En ég held áfram og hyggst skjóta málinu til mannréttindadómstólsins í Strasbourg.“ - shá „Ég átti ekki von á þessari niðurstöðu en fyrst og fremst er ég feginn að þetta er búið,“ segir Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs. „Ríkis lög- reglustjóraembættið og saksókn- ari eru að fá afskaplega lítið eftir alla þessa fyrirhöfn undanfarin sex ár. Harðasti dómurinn fellur í þeirra hlut.“ Tryggvi telur að ekkert fyrirtæki, hvorki ríkis fyr- irtæki né fyrirtæki í einkaeigu, myndi standast þá grandskoðun sem rannsókn málsins hefur falið í sér. „Það sem dæmt er fyrir eru bókhaldsleg atriði sem við töldum að hefðu verið gerð á réttan hátt. Það er ekki tekið tillit til þess.“ Tryggvi segir að næsta skref sé að bíða niðurstöðu mannréttindadómstóls Evrópu. „Það var gerð alvarleg tilraun frá hendi hins opinbera að vega að mínu mannorði. Það sem ég heyri hins vegar frá flestum er það að þeir hafi frekar skaðað sitt eigið mannorð. Fólk er orðið dauðveikt á þessu máli og veit að það er alltaf hægt að grafa upp smáatriði ef farið er í margra ára rannsókn með þessum hætti.“ - shá UNIFEM á Íslandi Laugavegi 42 Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Sími 552 6200 unifem@unifem.is www.unifem.is Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 42 Laugardaginn 7. júní, kl. 13-14 UNIFEM-UMRÆÐUR um Malaví Birna Halldórsdóttir verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum Daglegt líf sveitakvenna í Malaví Birna fjallar um störf sín fyrir Rauða krossinn og segir frá hvaða tækifærum og hindrunum konur í Malaví mæta. Allir velkomnir og ókeypis inn. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi Dómur héraðsdóms stóð nær óbreyttur Jón Ásgeir Jóhannesson var sakfelldur í einum ákærulið af 17. Tryggvi Jónsson var sakfelldur í fimm ákæruliðum af níu og Jón Gerald Sullenberger í einum. Ákæruefni Niðurstaða HæstaréttarLiður 2,3,6 4,5,7, 8,9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa brotið gegn hlutafélagalögum með því að hafa látið veita ólögmætt lán frá Baugi til Gaums. Jóni Ásgeiri gefið að sök að hafa brotið gegn hlutafélagalögum með því að hafa látið veita ólögmætt átta milljóna króna lán frá Baugi til Gaums, Fjárfars og Kristínar Jóhannesdóttur. Jón Ásgeir ákærður fyrir bókhaldsbrot með því að hafa látið færa í bókhald Baugs sölu á hluta- bréfum í Baugi.net til Fjárfars. Jón Ásgeir og Tryggvi ákærðir fyrir bókhaldsbrot með því að rangfæra sem tekjur í bókhaldi Baugs eign á viðskiptareikningi Kaupþings. Jón Ásgeir jafnframt ákærður fyrir rangar tilkynningar til verðbréfaþings. Jón Ásgeir og Tryggvi sakaðir um bókhaldsbrot með því að færa kröfu á Kaupþing sem tekjur í bókhaldi Baugs. Jón Ásgeir og Tryggvi ákærðir fyrir bókhaldsbrot með því að búa til gögn um viðskipti sem ekki áttu sér stað við 10-11 verslanakeðjuna. Jón Ásgeir jafnframt ákærður fyrir rangar tilkynningar til verðbréfaþings. Jóni Ásgeiri og Tryggva gefið að sök bókhalds- brot með því að færa þrjár rangar færslur í bókhald Baugs vegna viðskipta með bréf í Arcadia. Jón Ásgeir jafnframt ákærður fyrir rangar tilkynningar til verðbréfaþings. Jón Ásgeir og Tryggvi sakaðir um bókhaldsbrot með því að færa tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica sem tekjur í bókhaldi Baugs. Jón Ásgeir jafnframt ákærður fyrir rangar tilkynningar til verðbréfaþings. Jón Gerald ákærður fyrir að útbúa reikninginn. Jón Ásgeir og Tryggvi ákærðir fyrir bókhaldsbrot með því að færa kredityfirlýsingu frá fyrirtækinu SMS í Færeyjum sem tekjur í bókhald Baugs. Jón Ásgeir jafnframt ákærður fyrir rangar tilkynningar til verðbréfaþings. Jón Ásgeir og Tryggvi sakaðir um bókhaldsbrot með því að færa sem sölu á eigin hlutabréfum Baugs bréf sem hafi í raun ekki verið seld heldur afhent Kaupþingi í Lúxemborg til varðveislu. Jóni Ásgeiri og Tryggva gefinn að sök fjárdráttur úr Baugi til Gaums með því að fjármagna hlut Gaums í skemmtibátnum Thee Viking á Flórída. Tryggvi ákærður fyrir að draga sér alls 1,3 millj- ónir króna með því að láta Baug greiða einka- notkun á American Express greiðslukorti. Sýknað þrátt fyrir að um ólöglegar lánveitingar hafi verið að ræða. Ekki var tekin afstaða til þess hvort Jón Ásgeir hefði brotið lög þar sem sök væri fyrnd jafnvel þótt svo væri. Sýknað, enda ekki nægileg rök fyrir því að um ólög- legar lánveitingar hafi verið að ræða. Ekki var tekin afstaða til þess hvort Jón Ásgeir hefði brotið lög þar sem sök væri fyrnd jafnvel þótt svo væri. Sýknað þar sem ekki var um að ræða brot gegn hlutafélagalögum. Sýknað þar sem ekki þykir sannað að Tryggvi hafi af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi látið búa til rangt fylgiskjal. Ósannað þykir að Jón Ásgeir hafi vitað um skjölin sem urðu til í samskiptum Tryggva við fjár- málastjóra Baugs, eða færslu þeirra í bókhaldið. Sýknað þar sem sannað er að Baugur taldi sig eiga kröfu á Kaupþing. Krafan var vegna þóknunar fyrir sölu forsvarsmanna Baugs á hlutabréfum. Sýknað þar sem ósannað er að viðskiptin hafi átt sér stað eins og ákæruvaldið heldur fram. Þar með er ekki hægt að fullyrða annað en að færslur sem byggðust á þeim viðskiptum hafi verið réttmætar. Tryggvi sakfelldur þar sem sannað þykir að hann hafi fært rangar upplýsingar í bókhald Baugs sem gáfu því ranga mynd af viðskiptum. Jón Ásgeir sýknaður þar sem ósannað er að hann hafi komið að færslunum. Jón Ásgeir, Tryggvi og Jón Gerald sakfelldir. Báðum mátti vera ljóst að kreditreikningurinn var rangur og tilhæfulaus, og færsla hans í bókhald hafi haft áhrif á árshlutauppgjör Baugs. Jón Ásgeir sýknaður fyrir rangar tilkynningar til verðbréfaþings þar sem upprunaleg tilkynning var ekki lögð fram fyrir dómi heldur afrit af vefsíðu verðbréfaþings. Tryggvi sakfelldur, en hann játaði að engin viðskipti hefðu legið á bak við færsluna. Jón Ásgeir sýknaður þar sem ekki er sannað að færslan hafi verið gerð með vilja hans og vitneskju. Tryggvi sakfelldur fyrir að gefa fyrirmæli um rangar færslur sem gáfu ranga mynd af viðskiptunum. Jón Ásgeir sýknaður þar sem ósannað er að færslurnar hafi verið gerðar með hans vitneskju og vilja. Sýknað. Peningarnir runnu ekki til Gaums, eins og stóð í ákæru, heldur til Nordica, félags Jóns Geralds. Sakfellt. Fjárdráttur Tryggva er sagður nema 547.985 krónum. „Mér fannst þetta vonbrigði, ég veit ekki hvað skal segja. Réttarvörslukerfið var á villigötum í þessu máli. Upphafið var pólitískt og persónulegt og eftirleikurinn eftir því. Ég er ekki ósáttur við niðurstöðuna í málinu – menn uppskera eins og þeir sá. Málið var aðför frá upphafi til enda. Þetta er áfall fyrir réttarvörslukerfið,“ segir Atli. Réttarvörslukerfið á villigötum „Gott að niðurstaða er fengin í málinu,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra spurður um viðbrögð við dómi Hæstaréttar í Baugsmálinu. Spurður um hvort honum finnist of erfitt að fá niðurstöðu í erfiðum efnahagsbrotamálum segir Björn að mál af þessu tagi séu mjög flókin í eðli sínu og úrlausn þeirra krefjist mikillar hæfni og þekkingar. Björn vill ekki taka afstöðu til þess hvort það hafi verið réttlætanlegt að eyða svo miklu fé og tíma og hvort kröftunum hefði verið betur varið með öðrum hætti. „Ákæruvaldið tekur ákvörðun í málum sem þessum og hvort lög krefjist að bera þau undir dómara,“ segir Björn. - shá Fagnar því að niðurstaða skuli vera fengin í málinu „Mér finnst um málið í heild að hátt hafi verið reitt til höggs en útkoman svo rýr að það er nánast með ólíkindum. Það var einhvern tímann rætt um manninn sem var ákærður fyrir morð en sakfelldur fyrir að stela karamellu. Að aðeins skuli falla skilorðsbundnir dómar er eins og viðurlög við minni háttar afbrotum. … Þetta minnir á Hafskipsmálið sem að vísu var annars eðlis. Þar var líka um það að ræða að þjóðfé- lagið var vanbúið til að takast á við nútímalegt viðskiptaumhverfi. Mér finnst eftirtekjan svo rýr að það afsaki varla allan tilbúnaðinn af hálfu ákæru- valdsins,“ segir Jón. Hátt reitt til höggs en útkom- an með ólíkindum rýr „Miðað við umfang málsins finnst mér sakirnar litlar því ákærurnar voru upphaflega gríðarlegar. Ef fjall hefur einhver tímann tekið joðsótt og það fæðst mús þá er það í þessu máli. Þó réttlætir maður auðvitað aldrei að ekki sé farið að lögum. Ég trúi því að þessi niðurstaða kalli á áframhaldandi umræðu. Ég hef áður látið þau orð falla að hátt hafi verið reitt til höggs í málinu,“ segir Valgerður. Hátt reitt til höggs í byrjun ATLI GÍSLASON JÓN MAGNÚSSON VALGERÐUR SVERRISDÓTTUR BJÖRN BJARNASON JÓN GERALD SULLENBERGER TRYGGVI JÓNSSON Jón Gerald Sullenberger: Málsmeðferðin til skammar Tryggvi Jónsson Harðasti dómur- inn fellur á þá „Mér finnst þetta nú ein- hvern veginn á þessu stigi vera mál verjenda og málsaðila. Ég er ekki búinn að komast í dóm- inn. Það liggur í augum uppi að niðurstaðan er ekki alveg í takt við það sem lagt var upp með. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að málið hafi verið byggt á veikum grunni. Þetta mál mun örugglega vera skoðað vandlega. Það er mikilvægt að fara vandlega í saumana á því,“ segir Lúðvík Bergvinsson. Niðurstaðan úr takti LÚÐVÍK BERGVINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.