Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 26
[ ]Pitsur þurfa ekki að vera óhollar. Einfalt mál er að búa til pitsubotn úr spelti og velja svo gott og hollt álegg ofan á hann. Gaman er að gera litlar og hollar pitsur sérsniðnar að hverjum fjölskyldumeðlim fyrir sig. Sætindi eru nauðsynlegur endir á góðri veislumáltíð. Þegar veitingarnar samanstanda af fingrafæði er kjörið að útbúa girnilegar smákökur í eftirrétt Jytte Hjartarson, matráður kenn- ara í Hofsstaðaskóla, er fædd og uppalin í Danmörku en hefur búið á Íslandi í þrjátíu og átta ár. Hún féllst á að deila með okkur tveimur gómsætum uppskriftum sem hún hefur oft bakað í gegnum tíðina. „Uppskriftina að hnetutoppunum fékk ég frá systur minni í Dan- mörku fyrir mörgum árum þegar við fórum með krakkana okkar í tívolí. Þá ákvað hún klukkan tíu um kvöldið að baka hnetutoppa sem mér þótti undarlegt svona seint en þá sagði hún að það tæki enga stund sem var og raunin. Upp frá því hafa þetta verið jólasmákökur hjá mér og ég hef bakað þetta fyrir ýmis konar veislur hjá vinum og vanda- mönnum,“ útskýrir Jytte. Upp- skriftina að snúðunum fann hún síðan í dönsku tímariti fyrir mörg- um árum síðan. Snúðarnir henta einnig vel í barnaafmæli þar sem þeir falla vel að smekk barna og eru í þægilegri bitastærð. Jytte segir mikið hafa breyst í matarmenningu Íslendinga frá því hún fluttist hingað. „Mér finnst eins og fyrstu árin hafi ég bara lifað á fiski og bjúgum og erfitt var að fá hráefni í svona sælkerafæði. Það var ekki hægt að fá perluger og þurrger en pressuger var hægt að kaupa í stykkjum í bakaríum,“ segir Jytte glettin en móðir hennar sendi henni stundum þurrger frá Dan- mörku. hrefna@frettabladid.is Smekklegt og smátt í eftirrétt KANILSNÚÐAR 300 g hveiti 125 g smjörlíki 1 msk sykur 1 ¼ dl mjólk 25 g pressuger Krem 100 g smjör 75 g sykur 1 msk kanill Glassúr Flórsykur kakó Smá vatn Gerið leysist upp í volgri mjólk ásamt sykrinum. Þessu er blandað saman við hveitið og smjörlíkið og allt hnoðað vel. Látið hefast í 30 mínútur. Deigið er flatt út í ca 18 x 60 cm. Kremið er hrært saman og því smurt á deigið sem er síðan rúllað upp og skorið í um það bil 25 stk. Sett í pappírsform og inn í 210°C heitan ofn. Bakist í 20 mín- útur. Snúðarnir eru loks kældir og súkkulaðiglassúr settur yfir. HNETUTOPPAR 100 g malaðar heslihnetur 100 g sykur tæpur ½ dl eggjahvítur (ekki þeyta) 100 g brætt súkku- laði Hnetum, sykri og eggjahvít- um blandað saman. Litlir toppar mót- aðir, um 20 stykki. Passa þarf vel að blandan verði ekki of blaut og því er gott að bæta eggjahvítunni smám saman út í. Topparnir eru bakaðir við 200°C í um það bil 10 mínútur. Súkkulaði er brætt yfir vatnsbaði og þegar topparnir eru orðnir kaldir er þeim dýft ofan í súkkulaðið. Gaman er að skreyta toppana með smá kökuskrauti eins og perlum eða kurli. Best er að geyma toppana í frysti eða bara borða þá strax. Uppskriftir JytteJytte er mikill matgæðingur og hefur oft bakað Hnetu- toppa og litla snúða fyrir veislur vina og vandamanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N B R IN K Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.