Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 25
HEIMILI HELGIN HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir, nemi við Verslunarskóla Íslands, er mikill matreiðslu- meistari. Hún á ekki langt að sækja hæfileika sína í eldhúsinu því faðir hennar er kokkur. Uppáhaldsréttur Guðrúnar er kjúklingasalat sem hún fékk að bragða á hjá frænku sinni og hefur Guð- rún oft gert réttinn síðan. „Ég eldaði kjúklingasalatið í fyrsta sinn fyrir fjöl- skylduna í síðustu viku og því var mjög vel tekið af öllum. Það sem þarf í réttinn eru tvær til þrjár kjúkl- ingabringur, einn poki af lambhagasalati og ruccola- salat. Svo eru það kirsuberjatómatar og mozzarella ásamt ferskum basillaufum,“ segir Guðrún og bætir við að gott sé að nota líka furuhnetur, jarðarber og melónu eftir smekk. „Í leginum eru fimm matskeiðar af sojasósu og balsamedik, ein teskeið af hunangi, hálf teskeið af rifinni engiferrót og tvær matskeiðar sesamfræ,“ útskýrir Guðrún og bætir við aðferðinni: „Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu með salti og pipar. Hellið síðan leginum yfir kjúklinginn á pönnunni og látið malla í smá tíma. Látið salatið í skál og að lokum bætist kjúklingur- inn við. Skreyta má salatið með jarðarberjum og melónum. Einnig má nota afganginn af leginum sem dressingu fyrir þá sem vilja. Hvítlauksbrauð er tilvalið meðlæti með þessum rétti og hann er borinn fram sem léttur aðalréttur,“ segir Guðrún sem hefur nóg að gera annað en að vasast í eldhús- inu og skólanum því hún er einnig í söngnámi við Söngskóla Reykjavíkur og klassísku píanónámi við Tónlistarskóla FÍH. mikael@frettabladid.is Léttur og góður aðalréttur Kjúklingasalatið er hægt að gera með lítilli fyrirhöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SMEKKLEGT FINGRAFÆÐI Smákökubakstur tilheyrir ekki bara jólunum. Það veit Jytte Hjartarson sem lumar á upp- skriftum með dönsku ívafi. MATUR 2 ER REBBI HEIMA? Um helgina verður nóg um að vera í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Boðið verður upp á göngu- ferðir og heim- sókn til Rebba. HELGIN 3 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t 6.490 kr. 4ra rétta tilboð og nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Kókos og engifersúpa með grilluðum tígrisrækjum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · · Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.