Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 12
12 6. júní 2008 FÖSTUDAGUR ■ 8. apríl 1989 Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson opna fyrstu Bónus-verslunina á Íslandi. ■ Snemma á tíunda áratugnum Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir kynnast Jóni Gerald Sullenberger í fjölskylduboði á Íslandi. ■ Árið 1992 Viðskiptasambandi hefur verið komið á milli Bónuss á Íslandi og Nordica Inc., fyrirtækis Jóns Geralds í Flórída í Bandaríkjunum. ■ 17. júlí 1998 Bónus og Hagkaup sameinast undir nafninu Baugur hf. ■ Ársbyrjun 2001 Baugur hættir viðskiptum við Nordica Inc. í Flórída. 2002 ■ 22. janúar 2002 Umræður um matvæla- verð á Alþingi. Össur Skarphéðinsson, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, sagði að verið væri að kýla upp matvæla- verðið. Davíð Oddsson, þáverandi forsætis- ráðherra, sagði að til greina kæmi að skipta upp fyrirtækjum með markaðsráðandi stöðu. ■ 26. janúar 2002 Hreinn Loftsson, þáver- andi stjórnarformaður Baugs, á fund með Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráð- herra, í London. Þar koma að hans sögn fram ásakanir um að Baugur ætti í sam- skiptum við fyrirtæki á Flórída, legðu mikið á vörur þaðan og stingi mismuninum í eigin vasa. Í kjölfarið varar Hreinn stjórnendur Baugs við því að von gæti verið á aðgerðum samkeppnisyfirvalda gegn félaginu. ■ 30. maí 2002 Baugur hf. breytir um nafn og verður Baugur Group hf. ■ 13. ágúst 2002 Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður kemur gögnum frá Jóni Gerald Sullenberger, framkvæmda- stjóra og eiganda Nordica Inc. í Bandaríkj- unum, til Jóns H. Snorrasonar, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. ■ 25. ágúst 2002 Jón Gerald Sullenberger fer til ríkislögreglustjóra og fer yfir gögn yfir meint auðgunarbrot Tryggva Jónsson- ar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Rann- sóknin beinist í upphafi að því að Jón Ásgeir og Tryggvi, stjórnendur Baugs, hafi látið Baug greiða tilbúna og ranga reikninga vegna kaupa á skemmtibátnum Thee Vik- ing. Sakargiftir lúta einnig að því að gefinn hafi verið út tilhæfulaus reikningur í nafni Nordica að undirlagi stjórnenda Baugs og hann síðan gjaldfærður hjá Baugi. Yfir- heyrslur yfir Jóni Gerald taka tvo daga. ■ 28. ágúst 2002 Efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra gerir húsleit í höfuðstöðvum Baugs Group við Súðarvog í Reykjavík vegna upplýsinga sem fram komu í gögnum Jóns Geralds Sullenbergers. ■ 28. ágúst 2002 Kaupsýslumaðurinn Philip Green vinnur að yfirtökutilboði í fataversl- anakeðjuna Arcadia ásamt Jóni Ásgeiri og Baugi. ■ 29. ágúst 2002 Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og fleiri eru yfirheyrðir hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra. ■ 6. september 2002 Stjórn Arcadia ákveður að taka tilboði Green, án þátttöku Jóns Ásgeirs og Baugs, upp á rúmlega hundrað milljarða króna. Arcadia vildi ekki halda áfram samningaviðræðum við Jón Ásgeir og Baug vegna lögregluaðgerðanna í höfuð- stöðvum fyrirtækisins. 200 3 ■ 3. mars 2003 Davíð Oddsson forsætisráð- herra er gestur á Morgunvakt Ríkisútvarps- ins. Þar segir hann að Hreinn Loftsson hafi sagt við sig að Jón Ásgeir hefði nefnt það, að bjóða þyrfti Davíð 300 milljónir króna til þess að láta af andstöðu gagnvart fyrirtæk- inu. Jón Ásgeir vísaði því á bug. ■ 11. júlí 2003 Baugur Group afskráður úr Kauphöllinni og tekinn af markaði. ■ 17. nóvember 2003 Fulltrúar embættis skattrannsóknarstjóra ríkisins og lögregl- unnar gera húsleit hjá Baugi Group og Gaumi. Gögn er varða rekstur fyrirtækj- anna á árunum 1998 til 2002 eru tekin. Hús- leitinni hafði verið frestað um nokkra daga vegna undirritunar samninga um kaup Baugs á Oasis Stores-verslanakeðjunni í Bretlandi. 2004 ■ 12. nóvember 2004 Skattrannsóknarstjóri kærir fimm einstaklinga til lögreglu vegna meintra brota á skattalögum tengdum fyr- irtækjunum Baugi Group, Fjárfestingar- félaginu Gaumi og Fjárfari ehf. 2005 ■ 5. janúar 2005 Baugi Group er gert að greiða 464 milljónir króna við endurálagn- ingu ríkisskattstjóra fyrir árin 1998 til 2002. ■ 1. júlí 2005 Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, og endurskoðendurnir Stefán Hilm- arsson og Anna Þórðardóttir, eru ákærð í Baugsmálinu. Ákæran er í fjörutíu liðum. ■ 13. ágúst 2005 Fréttablaðið birtir ákær- urnar ásamt athugasemdum sakborninga. ■ 20. september 2005 Hér- aðsdómur Reykjavíkur vísar frá öllum ákæruliðunum 40 vegna ágalla á ákærum. ■ 24. september 2005 Fréttablaðið flytur af því fréttir að Styrmir Gunnarsson, þáverandi rit- stjóri Morgun- blaðsins, Kjartan Gunnarsson, þáverandi fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Jón Steinar Gunnlaugsson, þáverandi hæsta- réttarlögmaður og núverandi hæstaréttar- dómari, hafi fundað um Baugsmálið mánuð- um áður en ákært var í því. Styrmir Gunnarsson staðfestir í samtali við Frétta- blaðið að hann hafi talað um málið við Kjart- an og Jón Steinar, með það fyrir augum að aðstoða Jón Gerald Sullenberger. Styrmir staðfestir að hann hafi beðið blaðamann Morgunblaðsins um að þýða texta fyrir Jón Gerald og biður Jónínu Benediktsdóttur í tölvubréfi að „eyða fingraförum Morgun- blaðsins af þessu skjali og senda það síðan til Jóns Geralds“. ■ 10. október 2005 Hæstiréttur staðfestir frávísunarúrskurð héraðsdóms vegna 32 af 40 ákæruliðum, en leggur fyrir héraðsdóm að fjalla aftur um átta ákæruliði. ■ 11. október 2005 Bogi Nilsson ríkissak- sóknari tekur við málinu fyrir hönd ákæru- valdsins. ■ 14. október 2005 Bogi Nilsson segir sig frá málinu vegna tengsla við starfsmenn KPMG endurskoðunar, er tengjast endurskoðunar- starfi fyrir Baug. Í framhaldinu skipar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra Sigurð Tómas Magnússon sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. ■ 14. nóvember 2005 Þinghald hefst vegna átta ákæruliða sem eftir standa í Baugsmál- inu. ■ 17. nóvember 2005 Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkis- lögreglustjóra, segir sig frá þeim hluta Baugsmálsins sem enn er fyrir dómi. Sig- urður Tómas Magnús- son flytur málið fyrir hönd ríkissaksóknara. 2006 ■ 15. mars 2006 Ákærðu í Baugsmálinu eru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur. ■ 22. mars 2006 Settur ríkissaksóknari áfrýj- ar sýknudómi héraðs- dóms vegna sex af átta ákæruliðum sem sýkn- að var í. ■ 31. mars 2006 Settur ríkissaksóknari gefur út endurákæru í 19 liðum í stað þeirra 32 ákæruliða sem áður var vísað frá dómi í Hæstarétti. Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jónsson og Jón Gerald Sullenberg- er eru ákærðir. ■ 27. apríl 2006 Endurákæra þingfest í Hér- aðsdómi Reykjavíkur. Verjendur ákærðu krefjast frávísunar á málinu. ■ 20. júní 2006 Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir, Stefán Hilmarsson og Tryggvi Jónsson boðuð til yfirheyrslna hjá ríkislögreglustjóra vegna meintra skattalagabrota. Yfirheyrslurnar eru boð- aðar í kjölfar kæru sem skattrannsóknar- stjóri ríkisins sendi til ríkislögreglustjóra 12. nóvember 2004. ■ 30. júní 2006 Héraðsdómur vísar fyrsta ákæruliðnum í endurákærunni frá dómi með þeim rökstuðningi að ekki sé nægilega skýrt hvernig atburðarásin sem þar er lýst brjóti gegn lögum. ■ 21. júlí 2006 Hæstiréttur staðfestir frávís- un á fyrsta ákæruliðnum í endurákærunni. ■ 3. október 2006 Verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar senda mannréttindadómstól Evrópu bréf þar sem boðað er að kærð verði brot á sáttmálanum við meðferð Baugsmálsins. Þar með er fyrningarfrestur rofinn og tími gefst til að skila inn ákæru. ■ 27. nóvember 2006 Verjendur Baugsmanna krefjast þess í héraðsdómi að rannsókn á meintum skattalagabrotum einstaklinga tengdum Baugi Group verði dæmd ólögmæt, eða að forsvarsmenn embættis Ríkislög- reglustjóra víki sæti í málinu, sem og allir þeirra undirmenn. ■ 18. desember 2006 Héraðsdómur úrskurð- ar að yfirmenn ríkislögreglustjóra séu van- hæfir til þess að fjalla um skattamál Baugs- manna. Öðrum kröfum verjenda er hafnað. Bæði verjendur og sækjandi kæra úrskurð- inn til Hæstaréttar. 2007 ■ 23. janúar 2007 Hæstiréttur hafnar megin- kröfum verjenda Baugsmanna þess efnis að skattrannsókn verði úrskurðuð ólögmæt, en fellst á að Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri sé vanhæfur til að fjalla um málið. ■ 25. janúar 2007 Hæstiréttur staðfestir sýknudóm héraðsdóms í þeim sex ákærulið- um af upprunalegri ákæru sem settur ríkis- saksóknari áfrýjaði. Málinu er því lokið fyrir hluta sakborninga. ■ 26. janúar 2007 Björn Bjarnason dóms- málaráðherra setur Egil Guðjónsson, sýslu- mann í Reykjavík, í embætti ríkislögreglu- stjóra til að fara með rannsókn á meintum skattalagabrotum einstaklinga tengdum Baugi Group. ■ 12. febrúar 2007 Aðalmeðferð vegna end- urákæru hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur. ■ 29. mars 2007 Aðalmeðferð lýkur. ■ 3. maí 2007 Héraðsdómur kveður upp dóm í málinu. Jón Ásgeir er dæmdur til 3 mán- aða fangelsisvistar og Tryggvi Jónsson til 9 mánaða fangelsisvistar, en dómarnir eru skilorðsbundnir. Ákæru á hendur Jóni Ger- ald er vísað frá dómi. Níu ákæruliðum sem snúa að meintum ólögmætum lánveitingum Jóns Ásgeirs er vísað frá. Þá er einum ákærulið til viðbótar vísað frá, þar sem Tryggvi var ákærður fyrir fjárdrátt. ■ 6. maí 2007 Settur ríkissaksóknari kærir frávísun héraðsdóms á tíu ákæruliðum, auk frávísunar ákæru á hendur Jóni Gerald. ■ 1. júní 2007 Hæstiréttur fellir frávísun hér- aðsdóms á hluta endurákæru úr gildi og felur héraðsdómi að fella efnislegan dóm í málinu. ■ 13. júní 2007 Málflutningur um frávísaða ákæruliði fer fram í héraðsdómi. ■ 28. júní 2007 Héraðsdómur sýknar Jón Ásgeir í öllum ákæruliðum sem áður var vísað frá. Jón Gerald er hins vegar sakfelld- ur og fær þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Tryggvi Jónsson er sakfelldur fyrir fjárdrátt, og bætist þriggja mánaða skilorðs- bundinn dómur við níu mánaða skilorðs- bundinn dóm sem hann hafði áður hlotið. ■ 6. júlí 2007: Jón Ásgeir og Tryggvi kæra meðferð málsins til Mannréttindadómstóls Evrópu. 2008 ■ 14. maí 2008 Aðalmeðferð hefst í Hæsta- rétti vegna endurákæra. Málin eru samein- uð á ný, og fjallar Hæstiréttur því saman um tvo dóma héraðsdóms. Aðalmeðferðin stendur í tvo daga. ■ 5. júní 2008 Dómur fellur í Hæstarétti vegna endurákæru. Með því lýkur því sem kallað hefur verið umfangsmesta dómsmál Íslandssögunnar. Enn stendur yfir rann- sókn efnahagsbrotadeildar á meintum skattalagabrotum félaga og einstaklinga tengdum Baugi Group. Tæplega sex ára ferli lokið Þótt upphaf Baugsmálsins megi rekja til atburða sem urðu fyrir húsleit lögreglu hjá Baugi 28. ágúst 2002 er það sú dagsetning sem kalla má upphafspunkt umfangsmesta dómsmáls Íslandssögunnar. Með dómi Hæstaréttar í gær lauk tæplega sex ára ferli lögreglu- rannsóknar og dómsmáls. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar enn meint skattalagabrot einstaklinga tengdum Baugi. Í RÉTTARSAL Kastljós fjölmiðla hefur beinst að sakborningum, verjendum og sækjanda frá því fyrstu rétt- arhöldin í málinu hófust með útgáfu ákæru 1. júlí 2005. Jón Ásgeir og Tryggvi gáfu skýrslu í héraðsdómi í febrúar í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÁTAR Á FLÓRÍDA Í málinu hefur verið deilt um eignarhald á skemmtibátum sem gerðir voru út frá Flórída, einkum þeim síðasta, Thee Viking. KOM INN Í MÁLIÐ Sigurður Tómas Magnússon var skipaður settur ríkissaksóknari í málinu eftir að Jón H. Snorrason sagði sig frá því í nóvember 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁKÆRÐUR Jón Gerald Sullenberger (til vinstri) var vitni í Baugsmálinu frá því hann kom því af stað með því að fara með gögn og upplýsingar til lög- reglu. Hann var ákærður fyrir sinn þátt í málinu 31. mars 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BAUGSMÁLIÐ: Sagan rakin BAUGS M Á L I Ð Byggir bók um Láru mi›il á handriti hennar PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON ▲ BÆKUR 28 KOMST YFIR JÁTNINGAR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 LAUGARDAGUR 24. september 2005 - 257 . tölublað – 5. árgangur Fleiri tonn, færri krónur Áætluð útflutningsverðmæti árs ins 2005 verða um 22,6 milljörð- um króna minni en ársins 2002 þrátt fyrir aukningu aflamagns. Helsta skýr- ingin er óvenjusterk staða krónunnar. SJÁVARÚTVEGUR 24-25 Fá næstum alltaf sko›un á Löduna ÞÓRÐUR OG HAFSTEINN Í MIÐJU BLAÐSINS ● bílar ● ferðir ▲ BAUGSMÁL Styrmir Gun narsson, ritstjóri Morgunblaðsins , Kjartan Gunnarsson, framkvæm dastjóri Sjálfstæðisflokksins, og J ón Stein- ar Gunnlaugsson, nú hæ staréttar- dómari, funduðu um mál Jóns Ger- alds Sullenberger gegn Baugi í júní 2002, tveimur mánuð um áður en Jón Steinar lagði fra m kæru fyrir hönd Jóns Geralds gegn for- svarsmönnum Baugs. Fréttablaðið hefur undir hönd- um margs konar gögn sem sýna að Styrmir Gunnarsson, Jón ína Bene- diktsdóttir og Jón Geral d Sullen- berger höfðu unnið að u ndirbún- ingi málaferlanna gegn forsvars- mönnum Baugs að minn sta kosti frá því í maí þetta sama á r. Styrmir staðfestir í samt ali við Fréttablaðið að hafa h aft milli- göngu um að koma á sambandi milli Jóns Geralds og Jó ns Stein- ars. Jón Steinar Gunn laugsson sagðist í gær ekki vilja t já sig um málið og þegar gengið v ar á hann kaus hann að slíta samta linu. Jón- ína Benediktsdóttir greip til sömu ráða og Jón Steinar og sle it símtal- inu án þess að svara nokk ru efnis- lega. Í tölvupósti sem Styrmir sendir Jónínu að kvöldi 1. júlí 20 02 segir: „Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af þessu með Jón Steinar . Hann er algjörlega pottþéttur mað ur. Þegar ég talaði um þetta má l við Jón Steinar hafði ég Kjar tan með. Þetta er eins innmúrað o g innvígt eins og nokkur hlutur ge tur verið. Ég þekki hins vegar ekki samband Jóns Steinars og Tryggva og mun kanna það. En það er alv eg sama hvaða menn Jón Steina r þekkir. Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanle g og þess vegna þurfið þið Jón Ge rald ekki að hafa nokkrar áhyggjur .“ Styrmir staðfestir að han n eigi við Kjartan Gunnarsson en neitar að gefa upp hver ónefnd i maður- inn er. - sda /Sjá síðu 2. Ískaldur Léttur öllari ROYAL Nýr konunglegur! Bikarúrslitaleikurinn í dag Valur og Fram spila til úrslita í V ISA- bikar karla í knattspyrnu í dag o g hefst leikurinn á Laugardals- velli klukkan tvö. ÍÞRÓTTIR 36 Húmoristi sem gefst aldrei upp Jón H. B. Snorrason, yf- irmaður efnahagsbrota- deildar ríkislögreglu- STYRMIR JÓN STEINAR KJARTAN Fellibylurinn Rita: Óttast sta› Höf›u samrá› um mál Jóns Geralds gegn Baugi Styrmir Gunnarsson, Jón Steinar Gunnlaugsson o g Kjartan Gunnarsson fu ndu›u um Baugsmáli› mánu›- um á›ur en fla› var kæ rt til lögreglu. Ritstjóri M orgunbla›sins og Jónína Benediktsdóttir voru í s am- bandi vi› Jón Gerald Su llenberger ítreka› á›ur en kæran var lög› fram .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.