Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 30
fréttir Vinnufatabúðin Fagmennska og þjónusta í fyrirrúmi! BÚNIR AÐ LEGGJA EINKAÞOTUNNI Það má með sanni segja að það örli á pínulítilli kreppu þegar forstjórar Kaupþings eru hættir að nota einkaflugvél sína og farnir að ferðast á milli landa með almúganum. Þeir eru þó kannski ekki alveg meðal al- múgans því bankinn splæsir enn þá í Saga Class-sæti með öllum þeim lúxus sem því tilheyrir. Það er þó ekki verið að splæsa í lúxus fyrir aðra starfsmenn bank- ans og fá þeir ekki að vera á Saga Class nema mikið liggi við … GUÐNI HÁMAR Í SIG GRÆNMETI Í gegnum tíðina hefur Guðni Ágústs- son verið duglegur að hrósa íslensk- um landbúnaðarvörum, aðallega kjöti, og sú saga gekk lengi að eina grænmetið sem hann borðaði væri rauðkál úr dós og grænar baunir. Nú kveður við annan tón því til Guðna hefur sést á Manni lif- andi en sá staður sér- hæfir sig í grænmetis- fæði þar sem grænar baunir úr dós og rauð- kál koma hvergi við sögu. „Við höfum áður haldið dömukvöld og langaði nú að gera eitthvað fyrir strákana enda kominn tími til,“ segir Stefán Svan Aðalheiðarson, verslunarstjóri Kron Kron, en verslunin heldur í kvöld herrakvöld í húsnæði verslunarinnar, Laugavegi 63. „Sumarvörurnar eru allar komnar í versl- unina og okkar langaði bæði að kynna þær fyrir strákunum auk þess að halda sumar- partí,“ segir Stefán en herrakvöldið stend- ur frá 18.30-20.00 en eftir það mega stelp- urnar vera með í gleðinni. „Við verðum ekki með neina stæla og læti. Gísli Galdur og Benni B. Ruff munu sjá um tónlistina auk þess sem við ætlum að grilla og hver veit nema að herrarnir fái eitt viskíglas eða svo,“ segir Stefán að lokum og gerir ráð fyrir miklu stuði fram eftir nóttu. bergthora@frettabladid.is Karlakvöld í KronKron V ið erum að útskrifast frá tannlæknadeild Háskóla Íslands 14. júní og ákváðum að láta draum okkar verða að veruleika og opna okkar eigin stofu,“ segir Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, verðandi tannlæknir, en hún og bekkjarsyst- ur hennar, þær Sólveig Anna Þor- valdsdóttir og Heiðdís Halldórsdóttir, eru að standsetja sína eigin tannlækna- stofu á 14. hæð í Turninum í Kópavogi. „Við kynntumst í tannlæknanáminu og urðum vin- konur en bekkurinn er afar náin þar sem ein- ungis sex nemendur eru teknir inn á ári hverju. Okkur langaði að opna okkar eigin stofu og þegar við höfðum spurnir af húsnæðinu í Turninum ákváðum við að slá til,“ segir Jóhanna en síðustu misseri hefur það ekki tíðkast hjá nýútskrifuð- um tannlæknum að opna sína eigin stofu strax að námi loknu enda er þetta heilmikil fjárfest- ing. „Vissulega er leigan dýr en á móti sjáum við marga möguleika með staðsetningunni. Þetta er skemmtilegt og spennandi hús sem við hlökkum mikið til að vinna í,“ segir Jóhanna og vonar svo sannarlega að fólk hætti ekki að fara til tann- læknis þrátt fyrir yfirvofandi kreppu. „Vænt- anlega mun eitthvað draga úr tannfegrunar- aðgerðum en tannpínan hverfur ekki af sjálfu sér og hvað þá þörfin fyrir tannlækna og for- varnarstarf,“ bætir Jóhanna við en þær stöllur ætla að leggja sig fram við að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu við viðskiptavini sína auk þess að vera með það nýjasta í fræðunum. „Það má bæta því við að þrátt fyrir að við séum að út- skrifast sem tannlæknar þá höfum við verið í verklegu námi í þrjú ár þar sem við höfum með- höndlað sjúklinga og erum því langt í frá ekki að fara að bora okkar fyrstu skemmd á 14. hæð,“ segir Jóhanna hlæjandi að lokum. bergthora@365. Þrjár ungar konur opna tannlæknastofu í Turninum Tannlæknar á uppleið Verðandi tannlæknar. Sólveig Anna Þorvaldsdóttir og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir en á myndina vantar Heið- dísi Halldórsdóttur. Þær stöllur munu reka saman tannlæknastofu á 14. hæð í Turninum. Stefán Svan Aðalheiðarson Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@365.is Forsíðumynd Getty Images Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 FÖSTUDAGUR „Upphaflega byrjaði þetta sem samstarfsverkefni Réttarholts- skóla, Reykjarvíkurborgar og Brimarhólms. Svavar Knútur hjá Reykjarvíkurborg hafði unnið með unglingum úr Réttarholts- kóla og okkar langaði að vinna saman að verkefni með þeim,“ segir Áróra Gústafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Brimarhólms, en afrakstur þessa tilrauna verkefn- is mun fljótlega líta dagsins ljós á heimasíðunni www.inmate,is. Brimarhólmur framleiðir meðal annars Made in Jail, fatalín- una sem framleidd er á Kvía- bryggju. „Við fengum til liðs við okkur Frosta Gnarr, nema í grafískri hönnun, til að kenna unglings- strákum úr Réttarholtskóla und- irstöðuatriði í grafík. Þátttöku- skilyrðin voru þau að þeir þurftu að skrifa undir samning þess eðlis að þeir myndu ekki krota á veggi,“ segir Áróra en námskeið- ið gekk vonum framar og skil- aði sýnilegum árangri í hverfinu á skömmu tíma en veggjakortið hefur þar minnkað til muna. „Hægt verður að panta myndir strákanna á heimasíðunni okkar eftir tvær vikur og fá þær prent- aðar á boli en strákarnir fá síðan föst sölulaun af hverjum bol,“ segir Áróra að lokum alsæl með samstarfið sem vonandi verður framhald á í framtíðinni. bergthora@frettabladid.is Unglingar fá umbun fyrir að krota ekki á veggi Áróra Gústafsdóttir „Við ætlum að taka það rólega um helgina, sýnist þetta verða hálfgerð innihelgi, ef veðurspá Sigga storms gengur eftir. Við erum reyndar sjö í heimili þessa dagana, þannig að það er nóg að gera heima við. Vonandi fæ ég svo að hitta nýja litla vinkonu mína, dóttur Ingu Lindar og Árna, mannsins hennar, sem ætti að koma í heiminn í dag.“ HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Svanhildur Hólm Valsdóttir, ritstjóri Íslands í dag 2 • FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.