Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 06.06.2008, Blaðsíða 45
6. JÚNÍ 2008 FÖSTUDAGUR • 9 Út með sektarkenndina Kristín Kristjánsdóttir hómópati segir að fólk sé að ná jafnvægi í dag eftir sveiflur í mataræðinu og í matarvenj- um. „Fólk er að taka það besta úr öllu og reyna að byggja upp jafnvægi fyrir sinn eigin lík- ama. Í mínu starfi finnst mér ég vera að kenna fólki að læra að þekkja sjálft sig og líkama sinn, hvað það þolir og hvað ekki,“ segir Kristín. Hún segir að kröf- urnar séu mjög miklar og þar sem fólk sé mikið á hlaupum, þá njóti það ekki matarins. „Fólk gleyp- ir matinn í sig, alveg sama hvort það er að borða grænmeti eða steik með rjómasósu.“ Hún segir að þessu fylgi oftar en ekki sekt- arkennd. „Mér finnst hafa orðið mikil heilsuvakning á síðustu árum. Ég nota Scio-vélina til að finna út hvað hentar best hverjum og einum. Ég banna fólki aldrei að borða neitt en ég vek athygli á því þegar ákveðnar fæðutegund- ir henta fólki ekki.“ Þegar hún er spurð út í kúnnahópinn sinn og hvað hann er að berjast við nefn- ir hún þreytu. „Fólk er ofboðslega þreytt og margir fá ekki neina næringu. Maturinn er orðinn svo mikið unninn og fólk borðar allt of mikið af hveiti, sykri og geri. Þarmaflóran er stífluð og næring- arinntakan nánast engin. Fólk er svo fast í viðjum vanans og nennir ekki að breyta til. Á sama tíma vill fólk meiri orku og vill líða betur í líkamanum. Mér finnst fólk ekki bara vilja grennast, heldur ein- faldlega að líða betur.“ Hverju á fólk að sleppa til að verða hressari? „Unnum matvör- um og þungum mat. Fólk borð- ar allt of lítið af lifandi mat. Mér finnst að fólk eigi að horfa á disk- inn sinn áður en það lætur matinn upp í sig og virða hann fyrir sér. Fólk borðar samlokur á hlaupum, þetta er kannski í lagi stundum, en ekki á hverjum einasta degi.“ Kristín segir að það sé mikilvægt að taka afleiðingunum þegar það sleppi aðeins fram af sér beislinu. „Ég hef það til dæmis fyrir reglu að reyna að borða létt í hádeg- inu ef ég ætla að vera með heit- an mat um kvöldið. Það er alger óþarfi að vera með tvær heitar máltíðir á dag.“ Hún vill ekki að fólk taki nein heljarstökk heldur sorteri óhollustu út úr mataræð- inu smátt og smátt og bæti holl- um mat inn í staðinn, annars gefst fólk bara upp. „Sykur getur verið mjög mikill stressvaldur í líkama fólk og fólk vinnur mismunandi úr sykrinum, það er svo einstakl- ingsbundið,“ segir hún. Sumir verði hressir af einu rauðvíns- glasi á meðan aðrir verði syfjaðir. Mér finnst vera vitundarvakning í gangi. Fólk horfir öðruvísi á hluti eins og megrun og er að átta sig á því að næring og samsetning fæð- unnar skiptir meira máli.“ Litlu hlutirnir skipta máli Inga Kristjánsdóttir, næringar- þerapisti D.E.T. og einkaþjálfari, segir að það séu alltaf einhverjar tískubylgjur í gangi og detoxið sé búið að vera sérlega vinsælt. „Mér finnst detox vera hlutur sem þarf að fara varlega í. Það þarf helst að gera það undir eftirliti þess sem vit hefur á. Ég verð þó að viður- kenna að það er mun betra að de- toxa á sumrin en á veturna, en að það ætti enginn að detoxa óundir- búinn eða án hjálpar,“ segir Inga. Finnst þér fólk vera komið á það stig að vilja lifa í jafnvægi? „Það er vakning í þjóðfélaginu og við erum að verða meðvitaðri og þetta er að þróast í skemmtilega átt. Allt sem leiðir til líkamlegs og andlegs jafnvægis er leiðin.“ Þegar Inga er spurð um öfga í matarvenjum segist hún helst ekki vilja sjá þá. Hún viðurkennir þó að stundum þurfi að setja fólk á stíft matar- æði í ákveðinn tíma til að fólk nái bata. „Ég reyni að ganga aldrei lengra en fólk er tilbúið til,“ segir hún og bendir á að litlu hlutirnir geti skipt sköpum og þá á hún við að breyta hvítum sykri í hrásykur eða agave, hveiti í heilhveiti og þar fram eftir götunum. „Það getur líka virkað vel á fólk að taka góð bætiefni fyrir meltinguna. Byrja á litlum breyt- ingum sem eru ekki orku- krefjandi en geta gert ótrú- legustu hluti fyrir fólk. Það er svo lítið mál að nálgast holl- ari vöru í dag en það var mun flóknara fyrir tíu árum.“ Í dag er alltaf verið að tala um að fólk sé að fitna. Hver heldur þú að sé aðalástæðan fyrir því? „Ég held að þetta sé mjög útbreitt vandamál. Ég tel að einn stærsti þátturinn í þessu sé tímaleysi og stress. Fólk gefur sér ekki tíma til að borða almennilega og allir eiga að vera í svakalega miklu aksjóni. Við kennum börnunum okkar ekki að borða rétt. Skólamáltíðir eru oft ekki nógu góðar. Ég held að þetta sé stór þáttur í þessum vandræðum. Fólk hefur enga orku því það vinn- ur svo mikið að það hefur engan tíma til að hugsa um heilsuna. Ef heilsan versnar áttar fólk sig á því að flottur jeppi eða stórt hús skiptir engu máli ef heilsuna vant- ar.“ Inga segir að of mikil sykur- neysla sé hluti af slæmu mataræði þjóðarinnar. „Ég fæ til mín fólk í löngum röðum sem kann ekki að lesa utan á umbúðir og mér finnst vanta fræðslu um þessi efni því ef fólk kann ekki að lesa utan á um- búðir þá getur það ekki valið rétt úr hillunum.“ Margir skjólstæð- ingar Ingu eru með meltingar- vandamál af ýmsum toga og hún segir að þau geti leitt af sér stór- vandamál ef ekki er gripið inn í. Lumar þú á einhverri töfralausn til að láta sér líða betur? „Nei, í rauninni ekki. Ég mæli þó með því að fólk byrji á litlu hlutunum og gefist ekki upp þótt á móti blási og það fari út af sporinu. Fólk borð- ar oft holla fæðu en kann ekki að raða henni nógu vel saman,“ segir Inga. Inga Kristjánsdóttir, næringarþerapisti D.E.T. Kristín Kristjánsdóttir hómópati.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.