Fréttablaðið - 12.06.2008, Síða 1

Fréttablaðið - 12.06.2008, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Vignir Freyr Andersen hefur óbilandi fataáhuga enda hefur hann verið viðriðinn tískugeirann í bráðum tvo áratugi. „Ég byrjaði að vinna í Herragarðinum árið 1989, þá nítján ára gamall, og vann þar í mörg ár,“ segir Vign- ir Freyr, sem einnig hefur starfað í versluninni Íslenskir karlmenn. Margir kannast við hann úr lottói kynnt lottótöl Vignir hefur alltaf haft mikinn áhuga á fötum og segist eiga þau í stöflum. „Ég hugsa að ég eigi mun meira af fötum en konan mín. Ég á til dæmis um tut- tugu stakar sparibuxur en svo alls konar kakíbuxur líka. Svo er ég með æði fyrir hvítum skyrtum og nota þær mikið undir léttar og þægilegar seinni tíð er ég farinn ð Alltaf haft áhuga á fötum Vignir er mikið í svörtu og hvítu en er þó óhræddur við að klæðast litríkum fötum og þá sérstaklega á golfvellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALLT Í BLÓMAÁ sumrin getur verið skemmtilegt að koma litrík-um blómum fyrir í falleg-um pottum á svölunum.HEIMILI 2 RÓSÓTT ALLSRÁÐNDISumarkjólarnir verða allir þaktir blómum ef marka má það sem sást á tískusýningum í vor. TÍSKA 4 bílarFIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2008 Kraftmiklir kaggarmeð sjónrænt aðdráttarafl BLS. 4 Fjölbreytt dagskráfram undan á Bíladögum BLS. 2 Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 12. júní 2008 — 158. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Orðum fylgir ábyrgð Þrátt fyrir rúma skilgreiningu mansals í íslenskri refsilöggjöf hefur eigandi Goldfinger ekki verið kærður fyrir slíkt brot, skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. UMRÆÐAN 26 VIGNIR FREYR ANDERSEN Sparibuxur og hvítar skyrtur í stöflum • tíska • heimili • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS BÍLAR Hestöflin sýnd á Bíla- dögum á Akureyri Sérblað um bíla FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. Líf og fjör í Reykjavíkurborg Skapandi sumar hópar hefja leikinn enn á ný. TÍMAMÓT 28 ENGIR VEXTIR! EKKERT VESEN! Baldursnesi 6 Akureyri 0501414imíS Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Opið virka daga frá 8 -18 Heilsunuddpottar VelduektaMyllu Heimilisbrauð - brauðið sem allir á heimilinu velja Samningar klárir Gísli Örn Garðarsson hefur gengið frá samn- ingum um hlutverk Hassansins í stórmynd- inni Prince of Persia. FÓLK 58 LÖGREGLUMÁL Hækkun á eldsneyt- isverði hefur veruleg áhrif á fjár- hagsáætlun lögregluembættisins á höfuðborgarsvæðinu sem verður annað hvort að fá um 25 milljóna króna aukafjárveitingu eða draga úr starfsemi sinni til að mæta þess- um aukakostnaði. „Sé miðað við þær forsendur sem hafðar voru til grundvallar þegar fjárhagsáætlun var gerð þá spái ég því að við munum fara um 25 milljónir fram úr áætlun ef ekk- ert verður að gert,“ segir Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri fjármála- og þjónustudeildar lög- reglunnar. „Við þurfum alltaf að eyða hærra og hærra hlutfalli af okkar fjár- veitingu í bensín,“ segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri. „Ef þeir peningar koma ekki inn núna þá þurfum við að draga úr starfsemi. Til dæmis með því að draga úr akstri eða fækka bílum. En við reynum náttúrulega alltaf að bregðast þannig við að það hafi ekki áhrif á það meginmarkmið okkar að auka öryggi og öryggistil- finningu. En við getum það ekki alveg endalaust án þess að það hafi áhrif á þjónustuna, það er alveg ljóst.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu fær um þrjá milljarða á ári til rekstursins og þykir þeim sem Fréttablaðið talaði við það naumt skammtað, jafnvel þótt hækkun eldsneytisverðs væri ekki inni í myndinni. „Við höfum gert bæði dómsmálaráðuneytinu og fjárlaga- nefnd Alþingis grein fyrir málinu þannig að dómsmálaráðuneytið, fjármálaráðuneytið og fjármála- nefnd eru vel upplýst um þetta.“ Hann segist hins vegar ekki hafa fengið nein viðbrögð ennþá. Spurður um hvort viðbragða væri að vænta frá dómsmálaráðu- neytinu svaraði Björn Bjarnason: „Allir bílrekendur standa frammi fyrir þessari augljósu spurningu. Hjá ríkinu er henni endanlega svarað af ríkisstjórn og fjárveit- ingavaldi. Einstök ráðuneyti taka ekki ákvarðanir um útgjöld umfram heimildir.“ - jse Bensínverð að sliga lögregluembættið Hækkun eldsneytisverðs setur rekstrarskilyrði lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu í uppnám. Ef ekkert er að gert fer embættið 25 milljónir fram úr áætlun. Lögreglan gæti þurft að draga úr starfsemi, til dæmis með því að fækka bílum. FÓLK „Ég er þeim eiginleika gæddur að mér finnst gaman að gera grín að sjálfum mér,“ segir knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson en hann og tíu aðrir knattspyrnumenn, og einn þjálfari, sitja fyrir í Wella- auglýsingu. Tryggvi á það sammerkt með hinum fótbolta- mönnunum í auglýsingunni að vera nauðasköllóttur. Ásgeir Sveinsson, framkvæmdastjóri Halldórs Jónssonar hf. sem flytur inn Wella, hrósar knattspyrnu- mönnunum fyrir að hafa afspyrnugóðan húmor fyrir sjálfum sér. „Þeir eru þó ekki okkar uppáhaldsviðskiptavinir þegar kemur að hárvörum.“ -shs/ sjá síðu 58 Fótboltamenn í nýju ljósi: Sköllóttir aug- lýsa hárvörur GÓÐIR SKALLAMENN Drengirnir hafa húmor fyrir hármissinum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FJÖR Í VINNUSKÓLANUM Þeir félagar, Róbert, Bjarki og Vilhelm voru meðal fjölmargra sem nutu veðurblíðunnar í Reykjavík í gær. Strákarnir kláruðu níunda bekk fyrir skemmstu og eru nú meðal fjölmargra ungmenna sem starfa hjá Vinnuskólanum við að snyrta borgina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Hugmyndir eru uppi um að koma á fót nýjum millidómstól í sakamálum. Nefnd á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins mun skila af sér skýrslu á næstu dögum um dómstigið. Allir nefndarmenn hafa sagst vera fylgjandi stofnun dómstigsins. Dómstóllinn hefur hlotið vinnuheiti á borð við Landsyfir- réttur og Lögrétta. Dómstólaráð tók saman kostnað við stofnun dómsins og talið er að hann verði um 150 milljónir króna. - vsp / sjá síðu 6 Nýr millidómstóll í mótun: Málum fækkar í Hæstarétti SUMARBLÍÐA Í dag verður hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Létt- skýjað eða hálfskýjað víðast hvar. Hætt við þokulofti með ströndum. Hiti 10-18 stig, hlýjast í uppsveitum syðra. VEÐUR 4 14 14 14 14 17 UMHVERFISMÁL Rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands nú í vor benda til þess að fækkunar- skeið sem hófst 2005 til 2006 sé afstaðið. Á austanverðu landinu fjölgaði rjúpu verulega eða um 30- 70 prósent, en stofninn stóð í stað vestanlands. Venjulega hafa fækk- unarskeiðin varað í fimm til átta ár, því koma þessar niðurstöður á óvart. Þetta eru niðurstöður talninga í vor, en mat á veiðiþoli stofnsins liggur fyrir í ágúst eftir mælingar á varpárangri rjúpna, afföllum árin 2007 og 2008 og veiði 2007. Rjúpnaveiði hefur verið tak- mörkuð undanfarin ár og bannað hefur verið að versla með veidda fugla. Á síðasta veiðitímabili veiddust um fimmtíu þúsund fuglar en veiðin var 166 þúsund fuglar árið 1997 þegar mest var. - shá Talningar í vor benda til að fækkunarskeið rjúpu sé afstaðið fyrr en ætlað var: Rjúpnastofninn að hjarna við Sætur sigur Valsstúlkna Valur vann upp- gjör toppliðanna í Landsbankadeild kvenna í gær með sigri á KR í hörkuleik. ÍÞRÓTTIR 48

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.