Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2008, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 12.06.2008, Qupperneq 4
4 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Tvær líkamsárás- arkærur hafa borist á mann sem lenti í átökum við lögregluna á Patreksfirði fyrir utan félags- heimilið á staðnum þegar lokaball sjómannadagsins fór fram í síðustu viku. Maðurinn skallaði mann í andlitið og var þá kallað á lögreglu. Þegar hún kom á staðinn hafði hann slegið annan í höfuðið með þeim afleiðingum að sá rotaðist, að því er vitni báru við skýrslutökur. Fórnarlömbin voru marin og blóðug í andliti eftir árásirnar. Auk þessa á árásarmaðurinn yfir höfði sér kæru vegna brots gegn valdstjórninni, þar sem hann neitaði að hlýða lögreglu- mönnunum sem kallaðir höfðu verið á staðinn vegna árásanna. Þeir notuðu varnarúða til að yfirbuga hann. - jss Tvær kærur á árásarmann: Skallaði einn og rotaði annan STJÓRNMÁL Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust eru áhugaverðari og mikilvægari en þær hafa verið í langan tíma. Þetta segir dr. Donna Shalala, sem var heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Bills Clinton. Hún gegndi ráðherraembættinu í átta ár, lengur en nokkur annar heil- brigðisráðherra. Hún er rektor Háskólans í Miami og var gerð að heiðursdoktor við Háskóla Íslands í gær. Að sögn dr. Shalala eru báðir frambjóðendurnir, Barack Obama og John McCain, ólíkir fyrri frambjóðendum. Til dæmis hafi hvorugur þeirra ákveðið ríki eða svæði á bak við sig. Þeir hafi ekki alist upp í ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna eins og margir fyrri frambjóðenda, heldur hafi þeir þvert á móti báðir alist upp að miklu leyti utan Bandaríkj- anna. Þeir séu því í raun fyrstu alþjóðlegu frambjóðendur til for- setaembættis Bandaríkjanna, og það muni koma til með að skipta máli fyrir allan heiminn. Dr. Shalala segir að í fyrri kosningum hafi annað hvort stríð eða efnahagskerfið verið stærsta málið. Nú séu það í fyrsta skipti bæði stríð og efnahagskerfið sem séu í umræðunni. Þá verði heil- brigðismál ofar á baugi en þau hafi verið undanfarin ár, eða frá því í forsetakosningunum 1992. - þeb Doktor Donna E. Shalala ræddi um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum: Kosningarnar öðruvísi en áður DR. DONNA SHALALA Fyrrverandi heilsbrigðisráðherra Bandaríkjanna segir kosningarnar áhugaverðari en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Bassel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 17° 17° 15° 17° 16° 16° 20° 16° 20° 24° 22° 19° 17° 22° 31° 32° 27° Á MORGUN Hæg NV-átt, þoka með ströndum norðanlands. LAUGARDAGUR Hæg breytileg átt. 15 12 14 15 14 12 14 15 17 12 5 4 3 3 2 7 4 3 2 6 414 12 14 15 10 11 10 14 14 1610 SUMARBLÍÐA NÆSTU DAGA Bjartviðri víðast hvar á landinu næstu daga. Hafgola eða hægar breytilegar áttir. Hætt við þokulofti með ströndum. Hitinn verður á bilinu 10-18 stig, hlýjast í uppsveit- um syðra. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður Ein undirgöng fyrir átta þúsund íbúa Gangandi og hjólandi vegfarendur komast aðeins um ein göng undir Reykja- nesbrautina á löngum kafla þar sem brautin liggur í gegnum Kópavog. Bæjar- stjórinn segir verktaka vera á eftir áætlun en ástandið batna með haustinu. GUNNAR I BIRGISSON JAPAN, AP Japanar ætla að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 60 til 80 prósent fyrir árið 2050. Forsætis- ráðherra Japans, Yasuo Fukuda, tilkynnti þetta á mánudag. „Allar þjóðir heims, þar með talin okkar eigin, verða að taka þátt í þessari tilraun til þess að láta þetta ganga upp,“ sagði Fukuda í ræðu í Tókýó. Hann kallar eftir því að þjóðir heims minnki útblástur um helming fyrir árið 2050. G8-hópur mestu iðnríkja heims lýsti yfir stuðningi við þau áform í fyrra. Leiðtogafundur G8 fer fram í Japan í næsta mánuði. - þeb Japanar gerast stórhuga: Allt að 80% minni útblástur YASUO FUKUDA UMHVERFISMÁL „Við munum gróðursetja hálfa milljón plantna,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Reykjavíkur. Félagið skrifaði í gær undir samning við Reykja- víkurborg um stórt gróðursetning- arátak. „Við erum mjög stolt af þessu verkefni. Þetta er mjög metnað- arfullt verkefni og ég er ánægður með að borgin sé aftur að sækja í sig veðrið á þessu sviði. Í rúman áratug hefur skógræktarstarf legið niðri í Reykjavík en borgin var áður í forustu meðal sveitar- félaganna í uppgræðslustarfinu,“ segir Helgi. - ges Uppgræðsluátak í Reykjavík: Hálf milljón trjáa gróðursett DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir vopnalagabrot og ítrekuð brot gegn valdstjórninni, framin á Akranesi. Honum er gefið að sök að hafa í júní í fyrra haft í fórum sínum stóran hníf og síðar sama dag hótað tveimur lögreglumönn- um ofbeldi. Þá er hann sakaður um að hafa í september slegið lögregluþjón tvívegis með krepptum hnefa í andlitið, sparkað í hné lögreglu- konu þannig að liðband slitnaði, hótað fjórum lögregluþjónum með orðunum: „Ég drep ykkur öll þegar ég losna“, og að auki hótað syni eins lögregluþjónsins lífláti. - sh Ákærður fyrir fjölda brota: Slasaði lög- reglukonu HEILBRIGÐISMÁL Skurðstofum kvennadeilda Landspítala hefur borist vegleg tækjagjöf frá Tilveru, samtökum um ófrjósemi. Um er að ræða speglunartæki til rannsóknar á grindarholslíffærum kvenna; eggjaleiðurum, eggja- stokkum og legi. Tækin eru sérhönnuð til að nota í staðdeyfingu. Þau geta sparað mörgum konum óþægindi og fyrirhöfn sem fylgir hefðbundnum aðgerðum með djúpri svæfingu. Tækin eru fyrst og fremst notuð þegar kanna þarf ástand eggjaleið- ara hjá konum sem eiga í erfiðleik- um með að verða þungaðar. - kg Samtök um ófrjósemi: Færa speglun- artæki að gjöf Hótaði hópi lögregluþjóna Hálfþrítugur maður hefur verið ákærður fyrir eignaspjöll og brot gegn valdstjórninni, en hann hótaði fjórum lögreglumönnum lífláti í lögreglubíl á leið á lögreglustöðina við Hverfisgötu í júní í fyrra. Fyrr um kvöldið hafði hann dældað bíl með því að berja í hann. DÓMSTÓLAR KÓPAVOGUR Aðeins ein undirgöng tengja Smárahverfi í Kópavogi við hverfin austan við Reykja- nesbrautina. Íbúar í Linda-, Sala- og Kórahverfum auk íbúa í Hvörfum og Þingum í Kópavogi, alls um átta þúsund íbúar, þurfa því allir að nota þessi einu óupp- lýstu undirgöng ef þeir þurfa að komast gangandi eða hjólandi í önnur hverfi Kópavogs. Göngin eru skammt frá hóp- ferðabílamið- stöð Teits Jón- assonar, en um tíma gátu gang- andi og hjólandi vegfarendur einnig farið um undirgöng móts við verslun Elko. Þeim var lokað þegar framkvæmdir hófust á svæðinu. Gunnar I. Birgisson, bæjar- stjóri í Kópavogi, segir að undir- göngum við Elko hafi einungis verið lokað tímabundið. Þar standi til að opna ný göng undir Reykjanesbrautina og þau séu ætluð akandi sem og hjólandi og gangandi umferð. Segir hann áætlað að framkvæmdum ljúki í byrjun september. „Síðan eru framkvæmdir við brúna við Turninn á lokastigi,“ segir Gunnar. Þar eiga einnig að koma brautir fyrir gangandi og hjólandi umferð. Gunnar segir verktaka á eftir áætlun með frá- gang en að framkvæmdum eigi að ljúka í júní. Um frekari framkvæmdir á svæðinu segir Gunnar að á Fífu- hvammsvegi verði akreinum fjölgað í tvær frá torgi við Linda- veg og niður að brúnni. Þá verði framkvæmdir við Arnarnesveg frá Reykjanesbraut upp að Fífuhvammsvegi boðnar út síðar á árinu. Þeim fram- kvæmdum eigi að ljúka næsta sumar um leið og mislæg gatna- mót á Reykjanesbrautinni verða tilbúin. „Þá gerbreytist þetta, þar sem öll umferð fer ekki lengur niður Fífuhvammsveginn,“ segir Gunnar. olav@frettabladid.is 3 2 1 1. Einu nothæfu undir- göngin í dag. Óupplýst. 2. Göng sem lokað var vegna framkvæmda en stefnt er að því að opna önnur göng á þessum sama stað í haust. 3. Frágangur á göngu- stígum undir brúna við Smáralind hefur tafist. Þar eru nú illfærar tröppur. GÖNG UNDIR REYKJANESBRAUT GÖNGUSTÍGAR VIÐ SMÁRALIND Gangandi vegfarendur þurfa að fara um illa farnar tröppur til að komast leiðar sinnar undir brúna við Smáralind. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA GENGIÐ 11.06.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 155,0305 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 151,69 152,43 151,69 152,43 120,13 120,81 16,105 16,199 15,046 15,134 12,849 12,925 0,7218 0,726 125,19 125,93 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.