Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 12
12 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR VARNARMÁL „Breytingarnar [eftir brottför varnarliðsins] eru býsna augljósar, hinar fjölþjóðlegu varnir NATO hafa tekið við af hinu tvíhliða varnarsamstarfi við Bandaríkin. Þið hafið ekki „tapað“ Bandaríkjamönnum, þeir eru enn bandamenn ykkar í NATO, en Íslendingar hafa uppgötvað Evr- ópu og evrópsku NATO-þjóðirnar hafa uppgötvað Ísland!“ Þetta segir Francois Heisbourg, próf- essor í París og formaður fjöl- þjóðlegu varnarmálarannsóknar- stofnunarinnar IISS, í samtali við Fréttablað- ið, en hann heldur fyrir- lestur um öryggismála- stefnu Frakk- lands við Háskóla Íslands síðdegis í dag. Heisbourg hefur víðtæka reynslu á sviði öryggismála og hefur tekið virkan þátt í mótun franskrar öryggisstefnu síðasta aldarfjórðung. Hann hefur kennt við stjórnmálafræðiháskólann Sciences-Po í París og veitt for- stöðu rannsóknastofnun um öryggismál í Frakklandi. Hann hefur í tíu ár verið formaður Geneva Centre for Security Pol- icy og formaður stjórnar IISS frá því árið 2001. Heisbourg tekur aðspurður undir það að í þá rúmu hálfu öld sem bandaríska varnarliðið var hér létu hinar evrópsku NATO- þjóðirnar sig Ísland lítið varða, þar sem það hafði sitt tvíhliða samkomulag við Bandaríkin. Nú sé Ísland hins vegar komið „kyrfilega inn á Evró-Atlants- hafskortið.“ Varnarskuldbinding- ar Bandaríkjamanna gagnvart Íslendingum séu nú orðnar hluti af víðari skuldbindingum NATO. „Þetta er flóknari staða, en þetta er líka staða sem er mun nær náttúrulegri land- og her- fræðilegri stöðu landsins í Norð- ur-Atlantshafi, með bandamenn beggja megin við það,“ segir Heisbourg. Aukinn áhugi evrópsku NATO- bandamannanna endurspeglist meðal annars í áhuga Frakka á að taka að sér, fyrstir þjóða, loft- rýmiseftirlit NATO við Ísland. Aukinheldur staðfestir Heis- bourg að horfurnar á að nýjar siglingaleiðir opnist yfir Norður- Íshaf og aðgangur að nýjum auð- lindum þar norður frá auki her- fræðilegt mikilvægi Íslands og nágrennis. Segja megi að sú þróun komi Íslandi úr þeirri jað- arstöðu sem hafi einkennt það hingað til í „venjulegri“ stöðu; með því að lenda í þjóðbraut breyttra viðskiptaleiða, loftslags- breytinga og auðlindanýtingar verði Ísland líkara hverju öðru Evrópuríki hvað varðar hættu- mat og aðra þætti öryggismála- stefnu. audunn@frettabladid.is Ísland uppgötvaði bandamenn Einn fremsti varnarmálasérfræðingur Frakka segir að í kjölfar brottfarar bandaríska varnarliðsins héðan fyrir tæpum tveimur árum hafi Ísland „uppgötvað“ hina evrópsku NATO-bandamenn sína − og öfugt. FRANCOIS HEISBOURG LOFTRÝMISEFTIRLIT Frakkar sýna að sögn Heisbourg áhuga í verki á þátttöku í vörn- um Íslands með loftrýmiseftirliti franskra orrustuþotna hér. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KÍNA, AP Hættuástandi vegna flóða- hættu hefur verið aflýst í Setsúan- héraði í Kína. Óttast hafði verið að stöðuvatnið Tangjiashan, sem myndaðist í jarðskjálftanum mikla í síðasta mánuði, myndi ryðja sér leið í gegn um stíflu sem jarð- skriða myndaði. Unnið var að því síðustu daga að búa til stóran skurð til þess að lækka vatnsyfir- borðið og létta þrýstingi af óstöð- ugum bökkum vatnsins. Íbúar bæja neðan við vatnið höfðu verið í viðbragðsstöðu vegna mögulegs flóðs, en um 1,3 milljónir manna búa á svæðinu. 250 þúsund þeirra höfðu flust brott í varúðarskyni. Þyrla, sem hrapaði í fjöllum eftir skjálftann, fannst einnig í gær. Þyrlan var að flytja særða frá skjálftasvæðunum þegar hún hrapaði, með fjórtán sjúklinga og fimm manna áhöfn um borð. Henn- ar hafði verið leitað frá 30. maí. 17.516 manns er enn saknað eftir jarðskjálftann 12. maí og staðfest hefur verið að 69.146 hafi látið lífið. Um fimm milljónir manna misstu heimili sín. - þeb Vatnsborð lækkar í stóru stöðuvatni í Kína: Ekki lengur flóðahætta á jarðskjálftasvæðunum TANGJIASHAN Vatnsborð stöðuvatnsins hafði lækkað mikið í gær. Í kjölfarið var flóðahættu aflýst. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður- lands hefur dæmt tvo bræður um þrítugt seka um líkamsárás á Selfossi í október 2005. Mönnun- um var hins vegar ekki gerð nein refsing þar sem óheyrilegur drátt- ur varð á málinu, eins og segir í dómi. Skýrslur voru ekki teknar af vitnum fyrr en tveimur árum eftir að kæra barst. Bræðurnir veittust að öðrum manni, annar þeirra skallaði hann í andlitið og hinn sló hann hnefahöggi. Maðurinn nefbrotn- aði. Þeir voru dæmdir til að greiða manninum tæpar 400 þúsund krónur í bætur, en er eins og áður segir ekki gerð refsing. - sh Dæmdir sekir en ekki refsað: Tveggja ára bið eftir skýrslutöku MENNTUN Nokkuð hefur borið á því að háskólakennar- ar hafi ekki skilað nemendum einkunnum á réttum tíma. Það getur verið nemendum mikilvægt því þeir þurfa að sýna fram á námsárangur sinn til þess að fá námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Ástandið er öllu betra í Háskólanum í Reykjavík (HR) en í Háskóla Íslands (HÍ). Innan HÍ á almennt að skila einkunnum innan þriggja vikna frá því að próf er tekið. Dæmi er þó um að einkunnum úr vorprófun- um í ár hafi ekki verið skilað allt að fjörutíu dögum eftir próf. „Við í Stúdentaráðinu höfum gert átak í því að fylgjast með því að kennarar skili einkunnum á réttum tíma og erum til dæmis með sjálfvirka heimasíðu sem fylgist með einkunnaskilum“, segir Björg Magnúsdóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ. „Þetta er einn liður í því að Háskólinn nái því markmiði að verða meðal hundrað bestu í heimi. Ég vona að kennarar átti sig á því,“ segir hún. Jóhanna Klara Stefánsdóttir, formaður Stúdenta- ráðs HR, segist ekki hafa fengið kvartanir inn á sitt borð um að einkunnir hafi borist of seint. „Þetta er almennt ekki talið vandamál í HR.“ - gh Misvel er staðið að einkunnaskilum í háskólunum: Skil á einkunnum dragast STJÓRNMÁL Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn í Frakklandi. Með honum í för eru formenn þingflokkanna þau Siv Friðleifsdóttir, Lúðvík Berg- vinsson, Ögmundur Jónasson og Kristinn H. Gunnarsson. Þau munu funda með forseta neðri deildar Frakklands- þings, umhverfisráðherra landsins og viðskiptaráðherra. „Þetta er nokkuð þétt dagskrá,“ segir Sturla en bætir þó við að frí var á fundum meðan Frakkar léku á Evrópumótinu í knatt- spyrnu. „Hvort sem það er nú viljandi eða óviljandi,“ bætir Sturla við kankvís. Heimsókninni lýkur á laugardag. - jse Sturla Böðvarsson: Frí á meðan Frakkar spila Burkiní fyrir konur Komin eru á markað strandföt fyrir múslimakonur, svokölluð burkini. Fötin eru tvískipt, buxur sem ná niður á ökkla og bolur sem nær niður á mjaðmir, með síðum ermum auk höfuðfatnaðar. Í þessu geta konurnar farið á ströndina án þess að brjóta reglur Kóransins um klæðnað kvenna. ISLAM STURLA BÖÐVARSSON Upplýsingar teknar af vefsíðu Háskóla Íslands. Áfangi: Fjöldi daga frá prófi: Efnafræði ensíma 42 Efnavarmafræði 42 Finnsk málfræði III 42 Lífefnafræði 42 Vinnuréttur 41 Umhverfisjarðefnafræði 39 Sagnflokkar og rökliðavíxl 32 UI - Tölvunotkun og töflureiknir 32 Seinustu skilin BJÖRG MAGNÚSDÓTTIRGLAÐST YFIR HEIMSMETI Japanski sjónvarpsmaðurinn Monta Mino heldur stoltur á skjali sem staðfestir heimsmet hans í lengstum tíma í beinni útsend- ingu á einni viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP/KYODO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.