Fréttablaðið - 12.06.2008, Page 36

Fréttablaðið - 12.06.2008, Page 36
[ ]Líkamsburstun örvar blóðrásina og hreinsar dauðar húðfrumur. Gott er að nota burstann á líkamann þurran, byrja á fótleggjunum og færa sig svo upp. Þrjár ungar konur vinna nú að því að gefa út bók með reynslu- sögum um brjóstagjöf íslenskra kvenna. Þær Aðalheiður Atladóttir, Dagný Ósk Ásgeirsdóttir og Soffía Bær- ingsdóttir eiga það sameiginlegt að eiga börn en hafa misjafna reynslu af brjóstagjöf. „Okkur fannst vanta aðgengilegar upp- lýsingar um þessi mál,“ segir Aðalheiður. „Hugmyndin með bókinni er að blanda saman hag- nýtum upplýsingum ásamt reynslusögum kvenna um brjósta- gjöf en þannig sögur hafa mikið fróðleiksgildi. Margar konur eru í felum með brjóstagjöfina, þá sérstaklega konur með börn á brjósti eldri en eins árs. Við vilj- um opna umræðuna og auka almenna vitund fólks um brjósta- gjöf og kosti hennar,“ útskýrir Aðalheiður og bætir við: „Fyrir mér er brjóstagjöf eðlilegasti hlutur í heimi. Móðurmjólkin er besta næring fyrir ungbörn fyrstu árin og ef brjóstagjöfin gengur vel er þetta yndisleg tenging fyrir móðir og barn.“ Fyrirmynd bókarinnar er Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð en sú bók er samansafn af reynslu- sögum kvenna um fæðingar og naut mikilla vinsælda fyrir nokkr- um árum. „Bókin okkar verður ekki alveg eins, en við vorum hrifnar af frásagnarforminu,“ útskýrir Aðalheiður. Stöllurnar þrjár hafa misgóða reynslu af brjóstagjöf. Aðalheiður segist sjálf hafa lent í mjög mikl- um vandræðum. „Ég lenti í öllu sem hægt var að lenda í. Með fyrra barnið mitt fannst mér skorta samfellda þjónustu og ég vissi oft ekkert hvert ég átti að leita til að fá aðstoð. Með seinna barnið mitt fékk ég samfellda þjónustu og þá gekk brjóstagjöfin betur.“ Aðal- heiði finnst vanta tengslanet fyrir nýbakaðar mæður og bendir á að þó að margir góðir brjóstagjafa- ráðgjafar starfi hér á landi þurfi meðgöngu-, fæðingar- og sængur- leguþjónustan að vera samfelldari því þetta tengist allt. Aðalheiður segist hafa fundið fyrir fordómum í tengslum við brjóstagjöf þegar hún var með sitt fyrsta barn á brjósti. Hún fann fyrir þrýstingi að hætta með barnið á brjósti þegar það var orðið eins árs, þó að hún vildi sjálf halda brjóstagjöfinni áfram. Þegar hún átti seinna barnið sitt komst hún að því að Alþjóða heilbrigði- stofnunin mælir með brjóstagjöf í tvö ár. Fordómar gagnvart langri brjóstagjöf komu henni á óvart og fannst henni benda til að fólk væri ekki nægilega upplýst um þessi málefni. Konurnar þrjár, sem þekkjast í gegnum börnin sín, eru allar mikl- ar áhugakonur um brjóstagjöf og voru sammála um að bæta mætti aðgengi upplýsinga um málið þegar hugmyndin að bókinni kom fyrst upp. Fyrirhugað er að gefa bókina út í haust en dagsetning er enn óráð- in. „Undirtektirnar hafa verið mjög góðar, en við erum enn að safna reynslusögum. Við finnum fyrir því að sumar konur eru feimnar við að deila sögum sínum með okkur, en engin kemur fram undir nafni,“ segir Aðalheiður. Þær konur sem hafa áhuga á að deila sinni reynslu geta sent inn sögur fram til 1. júlí næstkomandi á netfangið gjafabok@gmail.com. klara@frettabladid.is Móðurmjólkin langbest Aðalheiður Atladóttir (vinstra megin) og Dagný Ósk Ásgeirsdóttir eru á fullu að safna saman reynslusögum kvenna um brjósta- gjöf. FRETTABLAÐIÐ/STEFÁN Víðtæk rannsókn bendir til þess að álag og streita í starfi hafi mjög skaðleg áhrif á heilsu fólks. Álag og streita í starfi eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum um 68 prósent samkvæmt rann- sókn á vegum Lundúnaháskóla sem hefur staðið yfir frá árinu 1985. Fólk í aldurshópnum fimm- tíu ára og yngra er í sérstakri hættu. Rannsóknin náði til yfir 10.000 Breta en hjarta- og æðasjúkdóm- ar draga um 100.000 þeirra til dauða á ári og eru helsta dánar- orsökin þar í landi. Samkvæmt rannsókninni virðist streita einnig auka magn streituhorm- ónsins cortisols í blóði auk þess sem hún leiðir af sér slæmar matar venjur og reykingar. Slíkar venjur leiða svo aftur til enn meiri hættu á hjartasjúkdómum. Dr. Tarani Chandola, sem stýrði rannsókninni, segir ljóst að steita auki líkur á hjartasjúkdómum en að enn eigi eftir að leita betri svara við því með hvaða hætti hún vinni hjarta- og æðakerfinu mein. - ve Streita er varasöm Mikil streita í vinnunni getur verið hættuleg. Hættulegur reykur AÐ BRENNA REYKELSI GETUR VERIÐ GOTT FYRIR ANDLEGA LÍÐAN EN GETUR SKEMMT HEILSUNA. Reykelsi sem notað er á trúar- legum samkomum og til að lífga upp á lykt í herbergjum inniheldur blöndu af skaðlegum efnum sam- kvæmt vísindamönnum. Rann- sókn bendir til að innöndun eitur- efna reykelsis sé jafn slæmt fyrir heilsuna og tóbaksreykur. Sér- fræðingar fundu út að reykelsið gæti leitt til höfuðverkja, lungna- meina og taugavandamála. Rannsakendurnir, sem eru frá Taívan og Bandaríkjunum, leggja til að þegar verið sé að brenna reykelsi sé herbergið vel loftræst á meðan. Þeir segja að reykur frá reykelsi innihaldi efni sem valdi loftmengun, öndunarerfiðleikum og heilsuvandamálum. - mmf Frískandi og mildir hreinsiklútar fyrir augn- og andlitsfarða. Fást í verslunum um land allt. Höf›abakka 9 (sama hús og Hreyfigreining) • Brasilískt súkkula›ivax • Frábærar líkamsme›fer›ir sem losa flig vi› appelsínuhú›, slit og slappa hú›! • Leirvafningar, andlitsme›fer›ir, för›un og fleira • FRÁBÆR TILBO‹ Panta›u tíma í síma 557 3939

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.