Fréttablaðið - 12.06.2008, Page 58

Fréttablaðið - 12.06.2008, Page 58
38 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 20 Listasafn Reykjavíkur býður upp á kvöldgöngu úr Kvosinni í kvöld kl. 20. Hafþór Yngvason safnstjóri leiðir gönguna og mun á leið sinni um borgina fjalla um gildi myndlistar í borgarlandslagi. Gangan hefst við Hafnarhúsið og henni lýkur á sama stað um klukkutíma síðar. Þátttaka er ókeypis og öllum opin. AIM Festival er nú haldin í þriðja sinn á Akureyri. Opnunartónleikar hátíðar- innar fara fram á Marínu í Strandgötu í kvöld og verða sannkölluð blús- og djass- veisla, en á þeim kemur meðal annarra fram íslenska landsliðið í djasstónlist ásamt þýska trompetleik- aranum Sebastian Studnitzky. Það eru þeir Gunnlaugur Briem, Agnar Már Magn- ússon og Pálmi Gunnars- son sem skipa djass- landsliðið. Það er engin nýlunda að Gunnlaugur Briem og Sebastian spili saman því Sebastian hefur spil- að með hljómsveitinni ástsælu Mezzoforte um árabil. Studnitzky hefur verið líkt við meistara Miles Davis og er einn eftirsóttasti djass- leikari Þýskalands enda sameinar hann popp og djass af alkunnri snilld. Tónn hans bæði á trompet og píanó er einstaklega hlýr og mjúkur og er hann rómaður fyrir næma og tilfinningaríka túlkun sína. Á ferli sínum hefur hann spilað með Nils Landgren, Rebekku Bakken og Wolfgang Haffner svo nokkur dæmi séu tekin. Ástralski djasssextettinn Hoodangers sem spilar léttan rokkabillídjass kemur einnig fram á opnunartónleikunum í kvöld en að auki verða þeir með tónleika á laugardagskvöldið á sama tónleikastað. Hoodangers hafa ekki síst vakið athygli fyrir kraft- mikla sviðsframkomu. Þeir hafa vakið mikla athygli víða um heim og farið í þrjár tónleikaferðir um Evr- ópu, haldið tónleika í borgum þvert yfir Rússland, á Norðurlöndunum, í Skotlandi og Sviss. Þeir eru afar vinsælir í heimalandi sínu og eru tvímælalaust stóra nafnið á djasshá- tíðum þar. Hrund Ósk Árnadóttir, hin nýja íslenska blúsdrottning, kemur einn- ig fram á tónleikunum með hljóm- sveitinni Park Projekt. Hrund Ósk kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hún vann með glæsibrag söng- keppni framhaldsskólanna fyrir nokkrum árum með flutningi sínum á The Saga of Jenny eftir Kurt Weil. Um þessar mundir standa yfir upp- tökur á fyrsta hljóðversdiski Hrundar. vigdis@frettabladid.is Djassveisla í kvöld SEBASTIAN STUDNITZKY Kemur fram á opnunartónleikum AIM festival í kvöld. Bókin Ég skal kveða um eina þig, alla mína daga: ástarljóð Páls Ólafs- sonar kemur út hjá Sölku nú í vik- unni. Eftir Pál liggur eitt mesta safn ástarljóða nokkurs íslensks skálds og núna er þessum arfi í fyrsta sinn safnað í eina bók og birtur fjöldi kvæða og vísna sem ekki hafa áður sést á prenti. Þórarinn Hjartarson tók efnið saman ásamt því að skrifa skýring- artexta. Hann hefur áður fengist við verk Páls Ólafssonar og sýnt fram á að verk fárra skálda eru betur fallin til söngs en ljóð Páls. Það sýnir Þórarinn líka í verki því hann er einn af hópnum Riddar- ar söngsins sem kemur saman endr- um og eins til að hylla Pál Ólafsson með tónum. Í tilefni bókarútgáfunnar munu Riddarar söngsins troða upp í versl- uninni 12 Tónum á Skólavörðustíg á morgun kl. 17 og í Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal á laug- ardagskvöld kl. 21. Allir eru vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. - vþ Innri maður lesinn og sunginn PÁLL ÓLAFSSON SKÁLD Ljóð hans koma út hjá Sölku í vikunni. > Ekki missa af... Sýningu Sirru í Kling & Bang gallerí, Hverfisgötu 42, en henni lýkur 22. júní. Sýningin nefnist Óvissulögmálið og á henni má sjá innsetningu sem gerð er með af skúlptúr og myndbandsverki. Óvissulög- málið var opnað um miðjan síðasta mánuð og var þá hluti af dagskrá hinnar mynd- listarmiðuðu Listahátíðar í Reykjavík. Hugmyndir manna um úti- legumenn hafa lengi dansað á mörkum goðsagna og veruleika. Legðist ólánsmaður út breyttist hann óðara í alþýðuhetju. Sumar sögur af útilegumönnum eru hreinar þjóðsögur, en aðrar greina frá mönnum sem í raun og veru lögðust út. Sýningin Útilegumenn í Ódáðahrauni – goðsögn eða veruleiki? verður opnuð í Kiðagili í Bárðardal á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Á sýningunni er fjallað í myndum og máli um íslenska útilegumenn að fornu og nýju. Sýningin er hönnuð af Ólafi J. Engilbertssyni hjá Sögumiðlun ehf. í samstarfi við Bárðdælinga. Að sýningunni kemur jafnframt félagið Svartárkot, menning – náttúra, sem er samstarfsverkefni ReykjavíkurAkademíunnar, Ferðamálaseturs Íslands og heimamanna í Bárðardal. Félagið stefnir að því að reisa alþjóðlega rannsókna- og kennslumiðstöð um íslenska menningu og náttúru að Svartárkoti í Bárðardal, þar sem menning og náttúra mætast einmitt með einstæðum hætti. Framtíðaráform félagsins hafa verið kynnt fyrir hinu alþjóðlega fræðasamfélagi og þessa dagana stendur yfir fyrsta alþjóðlega námskeiðið á vegum þess. Á þriðja tug landfræðistúdenta frá Edinborgarháskóla eru í Kiðagili í þessari viku og hlýða á fyrirlestra íslenskra og erlendra kennara. Félagið notar aðstöðuna í skólahúsinu að Kiðagili þangað til miðstöðin verður reist í Svartárkoti. Sýningin Útilegumenn í Ódáðahrauni er liður í því verkefni félagsins að kynna sérstæðan menningararf Bárðardals fyrir íslenskum og erlendum ferða- löngum. - vþ Útilegumenn í Kiðagili FJALLA-EYVINDUR Draumur eða raunveruleiki?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.