Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2008, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 12.06.2008, Qupperneq 58
38 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 20 Listasafn Reykjavíkur býður upp á kvöldgöngu úr Kvosinni í kvöld kl. 20. Hafþór Yngvason safnstjóri leiðir gönguna og mun á leið sinni um borgina fjalla um gildi myndlistar í borgarlandslagi. Gangan hefst við Hafnarhúsið og henni lýkur á sama stað um klukkutíma síðar. Þátttaka er ókeypis og öllum opin. AIM Festival er nú haldin í þriðja sinn á Akureyri. Opnunartónleikar hátíðar- innar fara fram á Marínu í Strandgötu í kvöld og verða sannkölluð blús- og djass- veisla, en á þeim kemur meðal annarra fram íslenska landsliðið í djasstónlist ásamt þýska trompetleik- aranum Sebastian Studnitzky. Það eru þeir Gunnlaugur Briem, Agnar Már Magn- ússon og Pálmi Gunnars- son sem skipa djass- landsliðið. Það er engin nýlunda að Gunnlaugur Briem og Sebastian spili saman því Sebastian hefur spil- að með hljómsveitinni ástsælu Mezzoforte um árabil. Studnitzky hefur verið líkt við meistara Miles Davis og er einn eftirsóttasti djass- leikari Þýskalands enda sameinar hann popp og djass af alkunnri snilld. Tónn hans bæði á trompet og píanó er einstaklega hlýr og mjúkur og er hann rómaður fyrir næma og tilfinningaríka túlkun sína. Á ferli sínum hefur hann spilað með Nils Landgren, Rebekku Bakken og Wolfgang Haffner svo nokkur dæmi séu tekin. Ástralski djasssextettinn Hoodangers sem spilar léttan rokkabillídjass kemur einnig fram á opnunartónleikunum í kvöld en að auki verða þeir með tónleika á laugardagskvöldið á sama tónleikastað. Hoodangers hafa ekki síst vakið athygli fyrir kraft- mikla sviðsframkomu. Þeir hafa vakið mikla athygli víða um heim og farið í þrjár tónleikaferðir um Evr- ópu, haldið tónleika í borgum þvert yfir Rússland, á Norðurlöndunum, í Skotlandi og Sviss. Þeir eru afar vinsælir í heimalandi sínu og eru tvímælalaust stóra nafnið á djasshá- tíðum þar. Hrund Ósk Árnadóttir, hin nýja íslenska blúsdrottning, kemur einn- ig fram á tónleikunum með hljóm- sveitinni Park Projekt. Hrund Ósk kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hún vann með glæsibrag söng- keppni framhaldsskólanna fyrir nokkrum árum með flutningi sínum á The Saga of Jenny eftir Kurt Weil. Um þessar mundir standa yfir upp- tökur á fyrsta hljóðversdiski Hrundar. vigdis@frettabladid.is Djassveisla í kvöld SEBASTIAN STUDNITZKY Kemur fram á opnunartónleikum AIM festival í kvöld. Bókin Ég skal kveða um eina þig, alla mína daga: ástarljóð Páls Ólafs- sonar kemur út hjá Sölku nú í vik- unni. Eftir Pál liggur eitt mesta safn ástarljóða nokkurs íslensks skálds og núna er þessum arfi í fyrsta sinn safnað í eina bók og birtur fjöldi kvæða og vísna sem ekki hafa áður sést á prenti. Þórarinn Hjartarson tók efnið saman ásamt því að skrifa skýring- artexta. Hann hefur áður fengist við verk Páls Ólafssonar og sýnt fram á að verk fárra skálda eru betur fallin til söngs en ljóð Páls. Það sýnir Þórarinn líka í verki því hann er einn af hópnum Riddar- ar söngsins sem kemur saman endr- um og eins til að hylla Pál Ólafsson með tónum. Í tilefni bókarútgáfunnar munu Riddarar söngsins troða upp í versl- uninni 12 Tónum á Skólavörðustíg á morgun kl. 17 og í Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal á laug- ardagskvöld kl. 21. Allir eru vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. - vþ Innri maður lesinn og sunginn PÁLL ÓLAFSSON SKÁLD Ljóð hans koma út hjá Sölku í vikunni. > Ekki missa af... Sýningu Sirru í Kling & Bang gallerí, Hverfisgötu 42, en henni lýkur 22. júní. Sýningin nefnist Óvissulögmálið og á henni má sjá innsetningu sem gerð er með af skúlptúr og myndbandsverki. Óvissulög- málið var opnað um miðjan síðasta mánuð og var þá hluti af dagskrá hinnar mynd- listarmiðuðu Listahátíðar í Reykjavík. Hugmyndir manna um úti- legumenn hafa lengi dansað á mörkum goðsagna og veruleika. Legðist ólánsmaður út breyttist hann óðara í alþýðuhetju. Sumar sögur af útilegumönnum eru hreinar þjóðsögur, en aðrar greina frá mönnum sem í raun og veru lögðust út. Sýningin Útilegumenn í Ódáðahrauni – goðsögn eða veruleiki? verður opnuð í Kiðagili í Bárðardal á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Á sýningunni er fjallað í myndum og máli um íslenska útilegumenn að fornu og nýju. Sýningin er hönnuð af Ólafi J. Engilbertssyni hjá Sögumiðlun ehf. í samstarfi við Bárðdælinga. Að sýningunni kemur jafnframt félagið Svartárkot, menning – náttúra, sem er samstarfsverkefni ReykjavíkurAkademíunnar, Ferðamálaseturs Íslands og heimamanna í Bárðardal. Félagið stefnir að því að reisa alþjóðlega rannsókna- og kennslumiðstöð um íslenska menningu og náttúru að Svartárkoti í Bárðardal, þar sem menning og náttúra mætast einmitt með einstæðum hætti. Framtíðaráform félagsins hafa verið kynnt fyrir hinu alþjóðlega fræðasamfélagi og þessa dagana stendur yfir fyrsta alþjóðlega námskeiðið á vegum þess. Á þriðja tug landfræðistúdenta frá Edinborgarháskóla eru í Kiðagili í þessari viku og hlýða á fyrirlestra íslenskra og erlendra kennara. Félagið notar aðstöðuna í skólahúsinu að Kiðagili þangað til miðstöðin verður reist í Svartárkoti. Sýningin Útilegumenn í Ódáðahrauni er liður í því verkefni félagsins að kynna sérstæðan menningararf Bárðardals fyrir íslenskum og erlendum ferða- löngum. - vþ Útilegumenn í Kiðagili FJALLA-EYVINDUR Draumur eða raunveruleiki?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.