Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 12.06.2008, Blaðsíða 68
48 12. júní 2008 FIMMTUDAGUR Rokksveitin Whitesnake lék á tónleikum í Laugardalshöll á þriðjudags- kvöld. Ungir sem aldnir aðdáendur voru samankomnir og skemmtu sér vel. Whitesnake hélt eftirminnilega tónleika á Íslandi fyrir átján árum og því var biðin orðin löng eftir endurkomu sveitarinnar, að minnsta kosti fyrir hörðustu aðdáendur hennar. David Coverdale söngvari og félagar hans sviku heldur engan með frammistöðu sinni á þriðjudagskvöldið, svitinn lak af hverjum gesti í Höllinni. Ragnar Sólberg og félagar í Sign hituðu upp og stóðu vel fyrir sínu. SVEITT ROKK Í HÖLLINNI David Coverdale, söngvari Whitesnake, virtist engu hafa gleymt þrátt fyrir að vera kominn fast að sextugu. Whitesnake stóð vel fyrir sínu í Höllinni á þriðjudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tóbías Ingvarsson og Ingvar Þórð- arson. Augljóst er að drengurinn er upprennandi rokkari. Ari Harðarson og Ragnar Róbertsson voru að sjálfsögðu klæddir í leður af þessu tilefni. Sóldís Lilja Benjamínsdóttir og Guðbjörg Sigurðardóttir ætluðu svo sannarlega ekki að missa af Whitesnake. Ég var of ungur til þess að sjá Whitesnake í Reiðhöllinni fyrir átján árum. Nauðaði í mömmu en fékk ekki að fara. Það voru mér gríðarleg vonbrigði. Ætlaði þar af leiðandi alls ekki að missa af tón- leikunum að þessu sinni. Það var vel við hæfi að hin unga glysrokksveit Sign skyldi hita upp. Strákar sem eru augljóslega undir miklum áhrifum sveita á borð við Whitesnake. Þeir kunna þess utan alla taktana. Skiptir ekki máli hvort um sé að ræða „slummur“ upp í loftið eða flösuþeyting að hætti Jasons Newsted. Ragnar Zolberg er svo eins og ungur Sebastian Bach. Þeir stóðu sig frá- bærlega og það eina sem vantaði var að Zolberg færi úr að ofan. Salurinn var því vel heitur þegar David Coverdale, eða Davíð Breið- dal eins og hann er oft kallaður, steig á svið. Það var magnað að sjá Coverdale, sem er að verða 57 ára og afi tveggja barna, í gallabuxum og vel fleginni skyrtu. Enn með sítt blásið hár og vel klipptan topp sem er algjört lykilatriði í góðu glysrokki. Þess utan vel strekktur í framan sem hefur skilað því að hann er farinn að líkjast Alice Cooper ískyggilega mikið. Þrátt fyrir þá döpru staðreynd var ekki hægt að kvarta yfir frammistöðu kappans. Hann lék á als oddi og hefur engu gleymt. Kraftur í röddinni, fór listavel með stöngina, var duglegur að tala við salinn og skála við hann í íslenskum bjór. Hélt athygli áhorf- enda allan tímann og gaf af sér. Breiðdal og félagar blönduðu smekklega saman nýjum og göml- um lögum. Var vel tekið undir í frægustu slögurum sveitarinnar. Tónleikarnir voru alvöru gamal- dags glysrokktónleikar því boðið var upp á hetjugítarsólókeppni og síðar langt trommusóló þegar afi Breiðdal þurfti að ná andanum baksviðs. Það kunnu áhorfendur vel að meta. Sveitin var þétt, aukaleikararn- ir traustir og kunnu alla taktana upp á tíu. Þetta var frábær skemmtun og áhorfendur fengu nákvæmlega það sem þeir vildu fá og héldu glaðir heim á leið. Henry Birgir Gunnarsson Nostalgía með afa Breiðdal TÓNLEIKAR Whitesnake Laugardalshöll 10. júní. ★★★★★ David Coverdale sýndi að hann hefur engu gleymt þó svo hann sé farinn að líkjast Alice Cooper. Whitesnake bauð upp á alvöru, gamaldagsglysrokktón- leika og áhorfendur fengu nákvæm- lega það sem þeir vildu fá. Strákarnir í Sign gáfu Whitesnake ekkert eftir í rokklátunum. STRANDDAGAR Í TOPSHOP 20% AFSLÁTTUR AF SUNDFÖTUM OG STRANDFATNAÐI FRÁ FIMMTUDEGI - SUNNUDAGS SMÁRALIND OG KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.