Fréttablaðið - 30.06.2008, Blaðsíða 4
4 30. júní 2008 MÁNUDAGUR
Kringlunni • sími 568 1822
www.polarnopyret.is
KJARAMÁL „Þetta eru fyrst og
fremst gífurleg vonbrigði,“ segir
Guðlaug Einarsdóttir, formaður
Ljósmæðrafélagsins, um niður-
stöðu laugardagsfundar félagsins
með samninganefnd ríkisins. Félag-
ið sagði sig úr BHM-samstarfinu,
áður en BHM samdi við ríkið.
Stjórn, kjaranefnd og trúnaðar-
menn ljósmæðra funduðu í gær og
fóru yfir stöðu mála. „Engan skiln-
ing og engan vilja“ er að finna hjá
ríkinu, en ljósmæður voru vongóð-
ar um að menntun þeirra yrði metin
að nýju og laun tækju mið af
henni.
Loforð um að endurmeta sérstak-
lega kjör stétta þar sem konur eru í
meirihluta er að
finna í sáttmála
Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingar.
„Þetta er því
pólitísk ákvörð-
un,“ segir Guðlaug
og reifar að
ljósmæður séu
háskólamenntaðar
og með meistara-
gráðu. Meðal-
grunnlaun séu
306.000 krónur, svipuð og hjá
hjúkrunarfræðingum, sem hafi
yfirleitt talsvert minni menntun.
Þessi laun séu þó langt undir laun-
um í karlastörfum eftir álíka langt
nám. „Og við viljum bara fá það
sama og aðrar stéttir í þjónustu rík-
isins,“ segir hún.
Ljósmæður hafi fundað með for-
sætis-, utanríkis-, og heilbrigðis-
ráðherra. Á þeim fundum mættu
þær góðvilja í anda stjórnarsátt-
málans. „En þessi vilji hefur ekki
skilað sér til undirmanna ráðherr-
anna í samninganefndinni,“ segir
hún.
Gunnar Björnsson, formaður
samninganefndar ríkisins, stað-
festir að hann hafi ekki heyrt frá
ráðherrum um að koma sérstak-
lega til móts við ljósmæður. „Nei,
alls ekki. Það kom til umræðu [að
hækka laun sérstaklega í hefð-
bundnum kvennastéttum] í tengsl-
um við kjarasamninga BSRB. Þá
voru menn að tala um lengri samn-
ing. Þegar stéttarfélögin voru ekki
tilbúin til að fallast á það, taldi rík-
isstjórnin ekki ástæðu til að fara út
í sérstakar aðgerðir fyrir svona
stuttan tíma. Það voru mjög skýr
svör,“ segir hann.
Ríkisstjórnin ætli hins vegar að
kynna tillögur að leiðréttingu kyn-
bundins launamunar á Jafnréttis-
þingi í haust.
Ljósmæður funda hjá ríkissátta-
semjara á föstudaginn. Þær hittast
hins vegar í dag til að ráða ráðum
sínum.
klemens@frettabladid.is
Ljósmæður minna á
loforð ríkisstjórnar
Formaður Ljósmæðrafélagsins segir hvorki skilning né vilja að finna hjá ríkinu
til að leiðrétta laun ljósmæðra. Stjórnarsáttmálinn kvað sérstaklega á um að
hækka laun kvenna hjá ríkinu. Ríkisstjórn kynnir jafnréttistillögur í haust.
GUÐLAUG
EINARSDÓTTIR
NÝR ÍSLENDINGUR Fyrsta manneskjan sem við sjáum í lífinu er með meistaragráðu
frá háskóla. Innan tíu ára munu um 44 prósent ljósmæðra fara á eftirlaun. Nýliðun í
greininni er hins vegar lítil sem engin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEÐURSPÁ
Kaupmannahöfn
Billund
Ósló
Stokkhólmur
Gautaborg
Helsinki
Eindhofen
Amsterdam
London
Berlín
Frankfurt
Friedrichshafen
París
Basel
Barcelona
Alicante
Algarve
Tenerife
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
7
21°
20°
21°
17°
17°
21°
23°
21°
22°
23°
26°
24°
25°
26°
29°
30°
29°
24°
8
12
14
Á MORGUN
10-18 m/s, hvassast við
SA-ströndina.
MIÐVIKUDAGUR
10-18 m/s S-til og
vestan, annars hægari
9
9
11
14
11
7
7
6 5
6
8
5
5
6
9
8
13
9
10 8
8
1413
7 10
14
1512
SNARPAR
VINDHVIÐUR
Það er rétt að
minna á að í
Öræfasveitinni
sunnan Vatnajökuls
getur gert snarpar
vindhviður, bæði í
dag og ekki síður
á morgun. Það er
almennt nokkuð
vindasamt og má
búast við að vind-
urinn verði einna
mestur suður og
austur af Vatnajökli.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
„JAFNRÉTTI Í REYND“
„Gerð verði áætlun um að minnka
óútskýrðan kynbundinn launamun
hjá ríkinu og stefnt að því að hann
minnki um helming fyrir lok kjör-
tímabilsins. Ríkisstjórnin vill koma
á samvinnu aðila vinnumarkaðar-
ins og hins opinbera um að leita
leiða til að eyða þessum launa-
mun á almennum vinnumarkaði.
Endurmeta ber sérstaklega kjör
kvenna hjá hinu opinbera, eink-
um þeirra stétta þar sem konur
eru í miklum meirihluta.“
- Úr stjórnarsáttmála Sjálfstæð-
isflokks og Samfylkingar maí 2007.
REYKJAVÍK „Við vorum ekki sam-
mála um áherslur á viðfangsefni,“
segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir,
fráfarandi aðstoðarmaður Ólafs F.
Magnússonar, aðspurð um hvort
trúnaðarbrestur hafi orðið milli
þeirra borgarstjóra. Hún vill að
öðru leyti ekki tjá sig um orsakir
starfslokanna.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá
fyrir helgi mun Ólöf Guðný láta af
störfum sem aðstoðarmaður borg-
arstjóra nú um mánaðarmótin.
Ólöf Guðný verður áfram í skipu-
lagsráði borgarinnar fyrir hönd F-
lista. „Ólafur fór þess á leit við mig
að ég sæti áfram í skipulagsráði.
Vegna mikils stuðnings sem ég hef
fundið frá meirihluta og minnihluta
og ekki síst eindreginna óska for-
manns ráðsins hef ég fallist á að
sitja þar áfram um óákveðinn tíma,“
segir Ólöf.
Ólöf Guðný, sem er arkítekt að
mennt, gerir ráð fyrir að hverfa
aftur til fyrri starfa á teiknistofu
sem hún hefur rekið um árabil.
Borgarstjóri neitar ágreiningi
við fráfarandi aðstoðarmann sinn.
„Ólöf Guðný mun starfa áfram með
meirihlutanum að skipulagsmálum
eins og hún hefur gert frá upphafi,“
segir Ólafur. „Hún nýtur fulls
trausts og virðingar.“
Ólafur F. segir ekkert liggja fyrir
um hver verði næsti aðstoðarmaður
hans en það komi í ljós á næstunni.
„Stærsta verkefnið er að gera
borgarbúum grein fyrir öllu því
sem við höfum gert,“ segir Ólafur
- ht
Borgarstjóri og fráfarandi aðstoðarmaður hans ósammála um áherslur:
Ólöf hættir um mánaðamót
ÓLÖF GUÐNÝ VALDIMARSDÓTTIR
Fráfarandi aðstoðarmaður borgarstjóra
segir að þau borgarstjóri hafi ekki verið
sammála um áherslur á viðfangsefni.
ÁSTRALÍA Bretinn Ian Usher hefur
selt líf sitt á uppboðssíðunni
eBay.com fyrir tæpa fjögur
hundruð þúsund ástralska
dollara, jafnvirði rúmlega þrjátíu
milljóna króna. Fréttavefur BBC
greinir frá þessu.
Usher hefur búið í borginni
Perth á Ástralíu síðastliðin sex ár.
Í sölupakkanum var húsið hans,
bíll, mótorhjól, starf og vinir.
Usher ákvað að segja skilið við
sitt fyrra líf eftir skilnað við
eiginkonu sína, en hann sagði
flest minna sig á samband þeirra.
Hann hyggst nú ferðast um
heiminn. - gh
Bretinn Ian Usher:
Seldi lífið fyrir
30 milljónir
IAN USHER Tilboð í líf Ushers upp á
allt að 160 milljón krónur reyndist vera
hrekkur. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
LÖGREGLUMÁL Ungur maður var
fluttur með sjúkraflugi til
Reykjavíkur eftir alvarlegt
umferðarslys á móts við bæinn
Heiði í Skagafirði seint í fyrra-
kvöld.
Maðurinn fannst rænulítill í
vegkanti eftir að bifreið sem
hann ók valt á veginum rétt um
klukkan tíu um kvöldið að því er
lögregla greinir frá.
Maðurinn var fyrst fluttur á
sjúkrahús á Akureyri og talinn
höfuðkúpubrotinn. Hann var í
kjölfarið fluttur á Landspítala
háskólasjúkrahús og lá mikið
slasaður á gjörgæslu í gærkvöldi
að sögn vakthafandi læknis. - ht
Velti bíl við Heiði í Skagafirði:
Fannst rænu-
lítill í vegkanti
VIÐSKIPTI Opinbert hlutafélag mun
taka við rekstri Keflavíkurflug-
vallar fyrsta janúar á næsta ári.
Félaginu verður heimilt að
standa að stofnun annara félaga
og fyrirtækja og gerast eignarað-
ili í þeim.
Kristján Möller, samgönguráð-
herra sagði stofnun félagsins
leggja grunn að sókn í „hinni
sífelldu úrslitakeppni um markað-
inn.“ Hann telur breytingarnar
bjóða upp á tækifæri til nýsköpun-
ar og að brýnt sé að nýta hið stóra
landsvæði í kringum flugvöllinn
til atvinnuuppbyggingar. - ges
Grunnur að markaðssókn:
Nýtt hlutafélag
rekur flugvöll
PAKISTAN, AP Pakistanski herinn
hóf í gær sókn gegn skæruliðum
talibana á landamærum Pakistans
og Afganistans. Voru lagðar í rúst
nokkrar skæruliðabækistöðvar og
útvarpssendir.
Yfirmenn herafla Vesturlanda í
Afganistan fagna aðgerðunum.
Telja þeir að friðarviðræður sem
pakistönsk yfirvöld hafa staðið í
við talibana hafi gert talibönum
kleift að byggja upp herafla sinn
og ráðast gegn hermönnum í
Afganistan.
Talsmenn talibana segja að
árásanna verði hefnt. - gh
Pakistönsk yfirvöld:
Ráðast gegn
talibönum
PAKISTANSKUR HERMAÐUR Skæruliðar
talibana voru orðnir ógn við borgina
Pesjavar í norðvestur Pakistan.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Ökumaður var
fluttur mikið slasaður með þyrlu
til Reykjavíkur eftir bílveltu á
Þingvallavegi seint í fyrrinótt.
Ökumaðurinn ók út af veginum
við Ljósafossvirkjun með þeim
afleiðingum að bifreiðin valt.
Tilkynnt var um slysið klukkan
rúmlega fjögur og þyrla Land-
helgisgæslunnar fljótlega kölluð
á staðinn. Hún lenti með hinn
slasaða í Reykjavík undir
morgun.
Ökumaðurinn var einn á ferð
og er grunaður um ölvun við
akstur. - ht
Velti bíl við Ljósafossvirkjun:
Þyrla sótti slas-
aðan ökumann
GENGIÐ 27.06.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
164,5723
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
81,33 81,71
161,64 162,42
128,07 128,79
17,172 17,272
16,042 16,136
13,611 13,691
0,764 0,7684
132,52 133,3
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR