Fréttablaðið - 30.06.2008, Side 32

Fréttablaðið - 30.06.2008, Side 32
 30. JÚNÍ 2008 MÁNUDAGUR12 ● fréttablaðið ● híbýli - baðherbergi Útisturtur njóta vaxandi vinsælda hérlendis og eru eftirsóttar bæði í heimahús og sumarbústaði. „Stöðug aukning er í sölu á útisturt- um. Þær verða vinsælli með hverri viku,“ segir Jón Ari Eyþórsson, verslunarstjóri hjá Tengi á Smiðju- vegi, þar sem seldar eru útisturtur sem nota má allt árið um kring. „Það sem gerir það að verk- um er sérstakur loki, sem fer í hólk ofan í jörðina og er í frostfríu umhverfi. Útisturt- urnar eru svo úr ryðfríu stáli. Þær eru seldar frístandandi en mögulegt er fyrir fólk að setja upp vegg í kringum þær. Sturtur af þessu tagi eru tilvaldar fyrir fólk sem er með potta annaðhvort heima eða í sumarbústaðn- um.“ Lárus Björnsson, rekstr- arstjóri Skorra, að Bílds- höfða, tekur í sama streng. „Við erum nýbyrjuð að flyta inn útisturtur og finn- um fyrir miklum vinsældum. Þær eru alltaf að auk- ast,“ segir hann. Úti- sturturnar hjá Skorra eru notaðar yfir sumartímann og henta bæði á pallinn og í sumarbú- staðinn, en þær þarf að taka niður þegar kólnar í veðri og geyma yfir veturinn. - stp Steypibað úti í náttúrunni Sterk og endingargóð úti- sturta sem nota má allt árið um kring. Fæst hjá Tengi. MYND/TENGI Hér er skemmtileg útisturta þar sem vatnið rennur niður eins og foss. Jón Ari Eyþórsson verslunarstjóri hjá Tengi segir aukna eftirspurn eftir útisturtum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Skorri hóf nýlega innflutning á útisturtum, sem eru að sögn rekstrastjórans Lárusar Björns- sonar eftirsóttar. Útisturtur eru vinsælar erlendis og virðast hafa hitt í mark hjá Íslendingum.. M Y N D /T E N G I Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.