Fréttablaðið - 30.06.2008, Page 51

Fréttablaðið - 30.06.2008, Page 51
MÁNUDAGUR 30. júní 2008 19 Myndskreytirinn Emily Gravett vann nýverið virtustu verðlaun sem veitt eru á Bretlandseyjum fyrir barnabókamyndskreytingar og kennd eru við Kate Greenaway fyrir bók sína um litla mús sem óttast nánast allt. Þegar Gravett veitti verðlaununum viðtöku upplýsti hún að til að ná fram sérstöku útliti bókarinnar naut hún aðstoðar tveggja rotta sem hún hélt sem gæludýr. Hún skildi auðar blaðsíður eftir í búri þeirra þar sem dýrin bæði nöguðu síðurnar og pissuðu á þær. Þegar síðurnar voru orðnar nægilega rottumeðfarnar fjarlægði Gravett þær úr búrinu og skannaði inn í tölvu og vann svo áfram með þær þannig. Rotturnar listrænu hafa báðar drepist sökum aldurs, en Gravett tileinkaði þeim þó verðlaunabók- ina. - vþ Rottur skapa list MÚSIN ÓTTASLEGNA Myndskreyting eftir Emily Gravett. Myndlistarsýningin 80 08 var opnuð á laugardag í Fjárhúsinu að Núpi 1 undir Eyjafjöllum. Verkin á sýningunni eru sam- vinnuverkefni Sambands sunnlenskra kvenna og Margrét- ar Einarsdóttur Long myndlistar- manns. Sýningin er haldin af því tilefni að í ár fagnar Samband sunnlenskra kvenna 80 ára afmæli sínu. Á sýningunni má því sjá rúmlega 80 útsaumsmyndir sem kvenfélagskonur hafa unnið í vetur á svonefndum baðstofu- kvöldum. Á þeim hafa konurnar hist og saumað út eftir teikning- um Margrétar, en hún sá svo um sýningarstjórn og uppsetningu verkanna. Myndirnar á sýning- unni eru til sölu og mun ágóðinn renna til nýrrar kapellu Sjúkra- hússins á Selfossi. - vþ Kvennalist til góðgerða Hákon Leifsson var nýlega ráðinn til að gegna starfi organista og tónlistarstjóra Grafarvogskirkju frá og með 1. ágúst 2008. Hákon lauk doktorsprófi í kórstjórn frá University of Washington í Seattle í Bandaríkjunum árið 2004. Hann hefur starfað sem hljómsveitarstjóri með hljóm- sveitum á borð við Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, Caput-hópnum, Jón Leifs Camerata og Íslensku hljómsveitinni. Hann stjórnaði Háskólakórnum í rúman áratug og stofnaði upp úr honum kammerkórinn Vox academica. Hann hefur starfað sem organisti í Hafnarkirkju í Hornafirði, Þorlákskirkju, Seltjarnarnes- kirkju og Keflavíkurkirkju. - vþ Nýr organisti í Grafarvogi HÁKON LEIFSSON Nýráðinn organisti Grafarvogskirkju. Myndlistarkonan Sara Riel dvaldi í vetur í fjóra mánuði í kínversku borginni Xiamen. Ferðin út var á vegum samtakanna Chinese Eur- opean Art Center, CEAC, sem voru stofnuð árið 1999 af myndlistar- konunni Ineke Guðmundsson í samstarfi við listaháskóla þar í borg. Á meðan á dvölinni stóð vann Sara að myndlist og hélt meðal annars eina sýningu í borginni. Sara segist hafa farið út með opnum huga. „Í nýju landi finnst mér byrjunarstigið ávallt vera það að staðsetja sig. Hvað innblástur varðar reyndi ég eftir fremsta megni að forðast þessi augljósu kínversku áhrif þó að ég hafi vissulega notast við margt sem kalla mætti klisjukennt. Ég vann til að mynda sýninguna mína út frá hugmyndafræðinni á bak við tai chi, en reyndi að leyfa spekinni að sökkva dýpra í skilninginn frekar en að endurspegla fyrstu áhrifin.“ Sara segist vera mikill aðdáandi asískrar myndlistar og teikni- mynda á borð við manga og sótti hún innblástur sinn gjarnan þang- að. Sara segir mörg mál enn vera mikil tilfinningamál hjá kínversku þjóðinni og því verði erlendir myndlistarmenn að fara varlega þegar þeir velja sér umfjöllunar- efni. „Menningarbyltingin situr enn mjög djúpt í þjóðarsálinni og Kínverjar eru enn að takast á við leifar maóismans. Það hefur gerst að heimamenn hafi brugðist illa við sýningum sem hér hafa verið settar upp,“ segir Sara. Á þeim tíma sem Sara dvaldi í Kína ferð- aðist hún mikið um landið og heim- sótti meðal annars Hong Kong. „Þetta er svo gríðarlega stórt land og það er varla hægt að tala um Suður-Kína og Norður-Kína í sömu andrá því þetta eru svo ólík land- svæði, í raun jafn ólík og Norður- löndin eru löndunum í Suður-Evr- ópu. Kína er í raun land andstæðnanna,“ segir Sara um landið. Það er annars nóg að gera hjá myndlistarkonunni þessa dag- ana og undirbýr hún nú sýningu sem verður opnuð eftir jól. „Ég er að bíða eftir staðfestingu á sýn- ingarrými. Sýningin mun inni- halda þau verk sem ég gerði í Kína ásamt nokkrum nýjum verkum,“ segir Sara að lokum. - sm Aðdáandi asískrar myndlistar SARA RIEL MUN SÝNA VERK SÍN EFTIR JÓL Verkin vann hún út frá asískri hug- myndafræði. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.