Fréttablaðið - 30.06.2008, Síða 58
26 30. júní 2008 MÁNUDAGUR
Valbjarnarvöllur, áhorf.: 623
Þróttur Valur
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 21–17 (8–5)
Varin skot Bjarki 2 – Kjartan 8
Horn 6–6
Aukaspyrnur fengnar 25–22
Rangstöður 2–1
VALUR 4–4–2
Kjartan Sturluson 7
Birkir Már Sævarsson 5
Atli Sveinn Þórarinss. 7
Einar Marteinsson 6
Rene Carlsen 5
Rasmus Hansen 4
Pálmi Rafn Pálmason 5
(90. Baldur Þórólfss. -)
Bjarni Ólafur Eiríkss. 4
(79. Albert Ingason -)
Hafþór Ægir Vilhjálms. 3
*Guðmundur Ben. 7
(67. Sigurbjörn Hreið.6)
Helgi Sigurðsson 5
*Maður leiksins
ÞRÓTTUR 4–5–1
Bjarki Freyr Guðm. 6
Eysteinn Lárusson -
(19. Jón Ragnar Jóns. 6)
Þórður Hreiðarsson 5
Michael Jackson 6
Kristján Ómar Björns 4
Rafn Andri Haralds. 5
Dennis Danry 4
Jens Sævarsson 4
(70. Andrés Vilhjálmss. -)
Sigmundur Kristjáns. 7
Magnús Már Lúðvíks. 3
(61. Adolf Sveinsson 3)
Hjörtur Hjartarson 5
0-1 Helgi Sigurðsson (11.)
0-2 Pálmi Rafn Pálmason (19.)
0-3 Albert Brynjar Ingason (90.)
0-3
Eyjólfur M Kristinss.(5)
Kaplakrikavöllur, áhorf.: 1132
FH Fram
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 12–5 (7–3)
Varin skot Daði 2 – Hannes 4
Horn 3–3
Aukaspyrnur fengnar 9–15
Rangstöður 1–4
FRAM 4–5–1
Hannes Þór Halldórss. 6
Daði Guðmundsson 7
Auðun Helgason 8
Reynir Leósson 6
Samuel Lee Tillen 7
Paul McShane 6
Ingvar Þór Ólason 6
(90. Joseph Tillen -)
Heiðar Geir Júlíusson 5
(63. Henrik Eggerts 4)
Halldór Hermann Jóns. 5
Ívar Björnsson 5
(90. Guðm. Magn. -)
Hjálmar Þórarinsson 7
*Maður leiksins
FH 4–3–3
Daði Lárusson 6
Guðmundur Sævarss.5
*Tommy Nielsen 8
Freyr Bjarnason 6
Hjörtur Logi Valgarss. 6
Dennis Siim 5
Davíð Þór Viðarsson 7
Bjarki Gunnlaugsson 4
(46. Jónas Grani 5)
Matthías Guðmund. 3
(67. Atli Guðnason 6)
Atli Viðar Björnsson 6
Tryggvi Guðmunds. 4
(67. Arnar Gunnlaugs. 8)
1-0 Arnar Gunnlaugsson (70.)
1-1 Auðun Helgason (78.)
2-1 Atli Viðar Björnsson (85.)
2-1
Einar Örn Daníelss. (7)
Grindavíkurvöllur, áhorf.: 610
Grindavík HK
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 10–15 (6–7)
Varin skot Zankarlo 5 – Gunnleifur 4
Horn 5–8
Aukaspyrnur fengnar 11–7
Rangstöður 4–0
HK 4–5–1
Gunnleifur Gunnleifs. 6
Atli Valsson 5
Ásgrímur Albertsson 5
Finnbogi Llorens 6
Hörður Árnason 4
Finnur Ólafsson 5
Þorlákur Hilmarsson 5
(85. Almir Cosic -)
Mitja Brulc 6
Stefán Eggertsson 3
(63. Hörður Már 5)
Aaron Palomares 4
(72. Hermann Geir -)
Iddi Alkhag 5
*Maður leiksins
GRINDAV. 4–5–1
Zankarlo Simunic 6
Michael Jónsson 5
(46. Ray Anthony 5)
Marinko Skaricic 6
Zoran Stamenic 6
Jósef Jósefsson 7
Eysteinn Hauksson 5
Páll Guðmundsson 4
(84. Sveinn Þór Ste. -)
*Andri Steinn B. 7
Alexander Þórarinss. 3
Scott Ramsay 7
Orri Freyr Hjaltalín 4
1-0 Andri Steinn Birgisson (4.)
1-1 Mitja Brulc (11.)
2-1 Andri Steinn Birgisson (13.)
2-2 Þorlákur Helgi Hilmarsson (79.)
2-2
Jóhannes Valgeirss. (7)
FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Vals
unnu fyrsta útisigur sinn í Lands-
bankadeild karla þegar þeir sóttu
þrjú stig til Þróttara á Valbjarnar-
völl. Guðmundur Benediktsson
var kominn aftur inn í liðið og
sóknarleikur liðsins lifnaði við á
nýjan leik.
Leikurinn var kaflaskiptur, Vals-
menn höfðu algjöra yfirburði
fyrsta hálftímann og komust í 2-0
eftir 19 mínútur með mörkum
Helga Sigurðssonar og Pálma
Rafns Pálmasonar. Meistararnir
vörðust síðan vel á móti vindinum
í seinni hálfleik og Valsmenn eiga
því enn eftir að fá á sig mark í
sumar með hinn unga miðvörð
Einar Marteinsson í liðinu. Albert
Ingason innsiglaði síðan 3-0 sigur-
inn í lokin eftir hornspyrnu.
Guðmundur Benediktsson var í
fyrsta sinn í byrjunarliðinu síðan í
2. umferð og það var allt annað að
sjá sóknarleik Valsliðsins.
„Ég er sérstaklega ánægður
með fyrri hálfleikinn þar sem mér
fannst við vera að spila vel á köfl-
um. Það mátti búast við því að þeir
kæmu brjálaðir inn í seinni hálf-
leikinn með vindinn í bakið en þeir
fengu ekki mörg færi þótt að það
hafi legið mikið á okkur,”segir
Guðmundur sem fékk spark
skömmu áður en honum var skipt
útaf. „Þetta er ekkert alvarlegt,”
sagði Guðmundur sem var ánægð-
ur með að vera kominn aftur af
stað.
„Það er hundleiðinlegt að horfa
á fótbolta ef maður getur ekki
spilað sjálfur,” segir Guðmundur
og bætti við: „Nú þurfum við að
byggja ofan á þetta.” Sigmundur
Kristjánsson kom inn í byrjunar-
liðið hjá Þrótti og tók við fyrirliða-
bandinu. Hann átti fínan leik og
var sískapandi.
„Þetta skiptist eftir vindinum.
Við vorum ekki með í fyrri hálf-
leik þegar við vorum með vindinn
á móti okkur en við náðum ekki að
nýta það nægilega vel þegar við
vorum með vindinn í bakið í seinni
hálfleik. Við vorum aðeins skárri í
seinni hálfleik. Við gáfum Val bara
forskot í fyrri hálfleik og vorum
bara að gefa þeim of mikið, af því
að við vorum ekki á tánum,“ sagði
Sigmundur sem byrjaði inn á í
fyrsta sinn í sumar.
„Það er fínt að vera kominn af
stað en það er ekki gaman að byrja
á 3-0 tapleik. Það er bara að vona
að næsti leikur verði betri,” sagði
Sigmundur. - óój
Þróttarar töpuðu í 6. sinn í röð fyrir Valsmönnum á heimavelli og hafa skorað á Val í 484 mínútur í Dalnum:
Innkoma Gumma Ben kveikti í Valsliðinu
2-0 Pálmi Rafn Pálmason kemur Val í 2-0 í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
STAÐAN Í DEILDINNI
FH 9 7 1 1 21-9 22
Keflavík 8 6 0 2 20-13 18
Fram 9 5 0 4 10-7 15
Fjölnir 9 5 0 4 11-9 15
Valur 9 4 1 4 14-13 13
KR 8 4 0 4 15-11 12
Þróttur 9 3 3 3 13-17 12
Breiðablik 8 3 2 3 13-13 11
Grindavík 9 3 1 5 11-16 10
Fylkir 9 3 0 6 10-16 9
ÍA 8 1 4 3 7-11 7
HK 9 1 2 6 10-20 5
FÓTBOLTI Það var sannkallaður
botnslagur í Grindavík í gær
þegar heimamenn tóku á móti
botnliði HK. Aðstæður til knatt-
spyrnuiðkunar voru ekkert sér-
stakar, hávaðarok og nokkuð kalt.
Leikurinn var þrátt fyrir það
nokkuð fjörugur en endaði með
sanngjörnu jafntefli, 2-2. Grinda-
vík þarf því enn að bíða eftir
fyrsta heimasigrinum.
Byrjun leiksins var lyginni lík-
ust. Andri Steinn skoraði fyrsta
markið með þrumufleyg utan
teigs en það var jafnframt fyrsta
mark Grindavíkur á heimavelli í
sumar. Mitja Brulc jafnaði með
marki beint úr aukaspyrnu sjö
mínútum síðar.
Grindavík lét markið ekki slá
sig út af laginu og Andri Steinn
skoraði aftur tveim mínútum
síðar með skalla eftir hornspyrnu
Ramsay. Fjögur skot komin í
leiknum og þrjú þeirra í netinu.
Iddi Alkhag klúðraði eina skotinu
fyrir opnu marki. Hann fékk
annað dauðafæri eftir 20 mín-
útna leik en var aftur klaufi.
Síðari hálfleikur var kafla-
skiptur og liðin skiptust á að hafa
yfirhöndina. Það var svo nánast
allur vindur úr HK þegar Þorlák-
ur Helgi jafnaði ellefu mínútum
fyrir hlé með skalla af stuttu
færi. HK átti síðustu mínútur
leiksins en tókst ekki að skora.
Bæði lið sáu því á bak tveimur
stigum sem þau þurftu klárlega á
að halda.
„Maður er auðvitað hund -
svekktur enda hefðum við átt að
klára þennan leik en fáum á
okkur ódýrt mark. Það er ótrú-
lega dapurt hvað okkur gengur
illa hérna heima og ég veit ekk-
ert af hverju við erum svona
slakir heima. Þetta átti að vera
vopnið okkar en er ekki að virka,“
sagði markaskorarinn Andri
Steinn Birgisson hundfúll.
Gunnar Guðmundsson, þjálf-
ari HK, var heldur ekkert sér-
staklega sáttur.
„Ég verð að viðurkenna að við
komum hingað til þess að sækja
þrjú stig og vorum ansi nálægt
því. Ég get því ekki sagt að ég sé
fullkomlega sáttur en ég er samt
ánægður með strákana sem risu
svolítið upp í dag og sýndu fram-
för frá síðasta leik,“ sagði Gunn-
ar sem þurfti sárlega á öllum
stigunum að halda.
„Ég veit að við þurfum fleiri
stig en við verðum að vinna okkur
út úr okkar erfiðleikum og stig
hér í dag hjálpar.“ - hbg
Grindavík og HK skildu jöfn í rokleik suður með sjó og HK endaði ellefu leikja taphrinu á útivelli:
Bæði lið sáu á bak tveimur stigum í gær
TAPHRINAN Á ENDA Þorlákur Hilmarsson jafnar fyrir HK og HK fær langþráð stig
á útivelli eftir ellefu tapleiki í röð. VÍKURFRÉTTIR/ÞORGILS
FÓTBOLTI FH náði fjögurra stiga
forystu á Keflavík á toppi Lands-
bankadeildar karla í fótbolta
þegar liðið lagði Fram, 2-1, í bar-
áttuleik. Fram er sem fyrr í þriðja
sæti með 15 stig. Keflavík fær
síðan tækifæri til þess að minnka
forskotið aftur í eitt stig þegar
þeir sækja Blika heim í kvöld.
Fyrri hálfleikur var fremur tíð-
indalítill og fátt um opin mark-
tækifæri. Liðin áttu fína leikkafla
til skiptis en hvorugur markvörð-
urinn þurfti að taka á honum stóra
sínum. Tommy Nielsen átti besta
færi hálfleiksins á 41. mínútu
þegar hann skallaði í slána á marki
Fram.
Seinni hálfleikur var mun fjör-
ugri en sá fyrri en veislan byrjaði
ekki fyrr en Arnar Gunnlaugsson
kom inn á sem varamaður á 67.
mínútu. Arnar skoraði fyrsta mark
leiksins þrem mínútum síðar með
góðu skoti beint úr aukaspyrnu.
Framarar voru vel skipulagðir
en sóttu á fáum mönnum og fengu
fá marktækifæri í leiknum. Engu
að síður tókst þeim að jafna þegar
Auðun Helgason fyrrum leikmað-
ur FH skallaði fyrirgjöf Samuels
Tillen í netið, 1-1, „Við mætum
ekki hingað og sækjum eins og
brjálæðingar á útivelli,“ sagði
Auðun Helgason um sóknarleik
Fram.
„Þeir spiluðu mjög vel og við
spiluðum að sama skapi ekkert
sérstaklega vel á köflum. Þetta
var of hægt hjá okkur. Sérstaklega
til að byrja með en við lönduðum
þessu. Við leyfðum þeim að svæfa
okkur. Þeir vilja helst að spilaður
sé hægur bolti og það gerði það að
verkum að það var lítill hraði í
leiknum,“ sagði Davíð Þór Viðars-
son að leik loknum.
Atli Viðar Björnsson tryggði FH
sanngjarnan, 2-1, sigur á 85. mín-
útu en toppliðið þurfti virkilega að
hafa fyrir sigrinum. Það voru
skiptingar Heimis Guðjónssonar
sem gerðu gæfumuninn fyrir FH.
Tekur mark Fram alveg á sig
„Skiptingarnar hjálpuðu til, þeir
sem fóru út af eru klassaleikmenn
líka en það virkaði ágætlega að fá
hressaa fætur inn. Það kom meiri
hraði í leikinn,“ sagði Davíð Þór
sem tók mark Fram algjörlega á
sig.
„Þeir fengu eiginlega engin færi
og það getum við verið ánægðir
með. Þeir skoruðu samt mark sem
var mér að kenna þar sem ég átti
að dekka Auðun. Það er eins og
það er. Maður klikkar stundum.“
Auðun Helgason mætti fyrrum
félögum sínum í FH en hann sagði
það ekki hafa haft nein áhrif á sig
að mæta uppeldisfélagi sínu. „Það
er erfitt að spila á móti FH en ég
fer í alla leiki eins. Ég er mjög ein-
beittur hvort sem það er á móti
FH eða einhverjum öðrum. Það er
alltaf gaman að spila hérna en ég
er svekktur yfir að tapa. Ég hefði
viljað eitt stig. Eins og á móti Val
voru þeir ekki að spila neitt sér-
staklega en þetta fellur þeirra
megin,“ sagði Auðun Helgason
ósáttur við að yfirgefa Kaplakrika
stigalaus. -gmi
FH með fjögurra stiga forskot
Topplið FH marði baráttuglaða Framara í toppslagnum í Kaplakrika þar sem öll þrjú mörkin komu á síð-
ustu tuttugu mínútunum. Atli Viðar Björnsson tryggði FH-ingum sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok.
MARKASKORARAR FH Alti Viðar Björnsson og Arnar Gunnlaugsson fagna mörkum
sínum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SIGURMARKIÐ Atli Viðar Björnsson tryggir FH sigur á Fram í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON