Fréttablaðið - 30.06.2008, Page 64

Fréttablaðið - 30.06.2008, Page 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þráins Bertelssonar Um daginn hitti ég stjórnmála-mann. Við fórum að tala um bankana. „Það er ekki von að þú skiljir þetta,“ sagði stjórnmála- maðurinn. „Bankarnir borga svo rosalegar fjárhæðir í skatta svo að við verðum einfaldlega að bjarga þeim eða missa þá úr landi.“ Ég sagði: „Úr því að við þurfum að hafa bankana í gjörgæslu til að þeir drepist ekki koma þessir skattpeningar að litlum notum.“ Spurningarmerki komu í augu stjórnmálamannsins. ÞJÓÐINA munar lítið um þá skatt- peninga sem bankarnir borga,“ sagði ég. „Þetta eru peningar sem bankarnir hafa sogið úr þjóðinni og þeir renna ekki til neins sem skipt- ir almenning í landinu máli.“ Í hvað renna þá þessir einskis nýtu peningar?“ spurði stjórnmálamað- urinn. Því var fljótsvarað: „Í bruðl og mont og gæluverkefni. Í að skaffa utanríkisráðuneytinu millj- arð á mánuði, ekki á ári heldur mánuði, til að hafa óstarfhæfa einkavini á launum, halda úti sendi- ráðum í Asíu og Afríku, hafa fjölda manns á ferðalögum til að ræða við Bashar al-Assad, einræðisherra og harðstjórason í Sýrlandi, og aðra af sömu sort. Og umræðuefnið: Hvernig Ísland geti komið að því að leysa deiluna um framtíðarskip- an mála í Miðausturlöndum!!! Er kerlingin komin með algert stór- mennskubrjálæði? Kannski friðar- verðlaun Nóbels? Heima hjá henni er kreppa og hún er formaður krataflokks og hún situr skælbros- andi við fótskör þriðja klassa ein- ræðisherra í Sýrlandi.“ ÞÚ segir nokkuð,“ sagði stjórn- málamaðurinn og leit á klukkuna. En ég var ekki búinn: „Í svona rugl er peningum mokað. Forsetaemb- ættið hefur hlaupið í spik. Það getur vel verið að forsetinn sé mun skynsamari en utanríkisráðuneyt- ið, en af hverju þarf tvær utanrík- isstefnur? Hver hefur beðið forset- ann að reyna að spinna sér alþjóðlega værðarvoð með viðtöl- um á CNN um að hann hafi fundið upp hitaveituna og langi til að velgja öllu mannkyni undir uggum á vistvænan hátt? Kjarni málsins er þessi. Við getum skorið niður ríkisútgjöld án þess að skerða nokkra nauðsynlega þjónustu – ef við fáum að vera í friði fyrir hálaunaðri einkavina- og sjálf töku- mannayfirstétt sem spreðar pen- ingum á báða bóga á kostnað okkar hinna – sem erum LÍKA með bank- ana á okkar framfæri!“ Sagði ég. STUNDUM verða jafnvel skatt- greiðendur að fá útrás. Útrás skatt- greiðenda 3.05 13.31 23.57 1.56 13.16 0.33 Í dag er mánudagurinn 30. júní, 183. dagur ársins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.