Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2008, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 30.06.2008, Qupperneq 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þráins Bertelssonar Um daginn hitti ég stjórnmála-mann. Við fórum að tala um bankana. „Það er ekki von að þú skiljir þetta,“ sagði stjórnmála- maðurinn. „Bankarnir borga svo rosalegar fjárhæðir í skatta svo að við verðum einfaldlega að bjarga þeim eða missa þá úr landi.“ Ég sagði: „Úr því að við þurfum að hafa bankana í gjörgæslu til að þeir drepist ekki koma þessir skattpeningar að litlum notum.“ Spurningarmerki komu í augu stjórnmálamannsins. ÞJÓÐINA munar lítið um þá skatt- peninga sem bankarnir borga,“ sagði ég. „Þetta eru peningar sem bankarnir hafa sogið úr þjóðinni og þeir renna ekki til neins sem skipt- ir almenning í landinu máli.“ Í hvað renna þá þessir einskis nýtu peningar?“ spurði stjórnmálamað- urinn. Því var fljótsvarað: „Í bruðl og mont og gæluverkefni. Í að skaffa utanríkisráðuneytinu millj- arð á mánuði, ekki á ári heldur mánuði, til að hafa óstarfhæfa einkavini á launum, halda úti sendi- ráðum í Asíu og Afríku, hafa fjölda manns á ferðalögum til að ræða við Bashar al-Assad, einræðisherra og harðstjórason í Sýrlandi, og aðra af sömu sort. Og umræðuefnið: Hvernig Ísland geti komið að því að leysa deiluna um framtíðarskip- an mála í Miðausturlöndum!!! Er kerlingin komin með algert stór- mennskubrjálæði? Kannski friðar- verðlaun Nóbels? Heima hjá henni er kreppa og hún er formaður krataflokks og hún situr skælbros- andi við fótskör þriðja klassa ein- ræðisherra í Sýrlandi.“ ÞÚ segir nokkuð,“ sagði stjórn- málamaðurinn og leit á klukkuna. En ég var ekki búinn: „Í svona rugl er peningum mokað. Forsetaemb- ættið hefur hlaupið í spik. Það getur vel verið að forsetinn sé mun skynsamari en utanríkisráðuneyt- ið, en af hverju þarf tvær utanrík- isstefnur? Hver hefur beðið forset- ann að reyna að spinna sér alþjóðlega værðarvoð með viðtöl- um á CNN um að hann hafi fundið upp hitaveituna og langi til að velgja öllu mannkyni undir uggum á vistvænan hátt? Kjarni málsins er þessi. Við getum skorið niður ríkisútgjöld án þess að skerða nokkra nauðsynlega þjónustu – ef við fáum að vera í friði fyrir hálaunaðri einkavina- og sjálf töku- mannayfirstétt sem spreðar pen- ingum á báða bóga á kostnað okkar hinna – sem erum LÍKA með bank- ana á okkar framfæri!“ Sagði ég. STUNDUM verða jafnvel skatt- greiðendur að fá útrás. Útrás skatt- greiðenda 3.05 13.31 23.57 1.56 13.16 0.33 Í dag er mánudagurinn 30. júní, 183. dagur ársins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.