Fréttablaðið - 04.07.2008, Side 6
6 4. júlí 2008 FÖSTUDAGUR
ÚTIVIST „Við leyfum ekki öllum að tjalda hér. Ungt
fólk fær ekki að vera ef það er ekki með börn eða
tjaldvagn og annað,“ segir Snæbjörn Magnússon,
umsjónarmaður tjaldsvæðisins í Laugarási í
Biskupstungum.
Kristínu Laufeyju Steinadóttur lyfjafræðingi var
um síðustu helgi vísað frá tjaldstæðinu en hún var
þar á ferðalagi ásamt tveimur vinkonum. Tvö pör
sem einnig eru vinafólk höfðu slegist í hópinn.
Kristín Laufey er 28 ára gömul og hitt fólkið á
svipuðum aldri. Þau ætluðu að eiga góða stund í
íslensku sumri, grilla og fara í gönguferðir.
„Við vorum ekki með börn í aftursætinu og þess
vegna ekki boðin velkomin,“ segir Kristín Laufey.
„Okkur var sagt að ef við værum með börn mættum
við koma en ef við ætluðum að búa til börn þyrftum
við að fara annað.“
Kristínu Laufeyju fannst hún mæta fordómum.
„Ég hef aldrei gerst sek um að vera með læti eða
eyðileggja neitt. Þess vegna finnst mér undarlegt að
mæta svona viðhorfi að nálgast þrítugt.“
„Við rekum hér fjölskyldutjaldstæði og ungt fólk
á ekki samleið með því,“ segir Snæbjörn. „Ungt fólk
er fjörugra og skemmtir sér lengur, en hér á
tjaldstæðinu á að vera ró frá miðnætti.“
Snæbjörn ætlar þó að bregða út af vananum eina
helgi síðsumars og leyfa bara ungu fólki að tjalda í
Laugarási.
„Þá má unga fólkið hafa hátt, vera til og skemmta
sér,“ segir Snæbjörn. „Þá helgi verður fjölskyldu-
fólkinu bannað að koma til að trufla ekki krakkana.“
helgat@frettabladid.is
Stefán Jónsson skrifar: Ég var að
skoða linsur fyrir Canon SLR
myndavélar og komst að því að
Canon EF 50mm f/1,8 II linsa er
dýrari í Elko í Fríhöfninni (11.999)
en í hinum Elko búðunum (11.495).
Hvert fer 24,5% virðisauka-
skatturinn?
Ólafur Ingi Ólafsson, rekstrar-
stjóri ELKO flughafnarverslunar,
svarar: „Veltuhraðinn hjá okkur
er meiri en í búðunum í bænum,
sem þýðir að bak við verðið hjá
okkur liggur alltaf nýjasta kostn-
aðarverðið. Í þessu dæmi er varan
líklega ekki til í raun þótt lægra
verð sjáist á netsíðunni, eða er þá
hluti af eldri pöntun. Gegnum-
sneitt er reglan sú að verðin hjá
okkur eru tuttugu prósentum
lægri en í öðrum Elko-verslunum
og við reynum okkar besta til að
geta staðið við hana.“
Rúnar Guðlaugsson, innkaupa-
stjóri Fríhafnarinnar, segir
almennt um verðlagið: „Við
leggjum mikinn metnað í að verð
sé í lagi og miðað við margar
erlendar flughafnir komum við
vel út. Flugstöðin er fríhafnar-
svæði og allir söluaðilar eru undan-
þegnir virðisaukaskatti. Það er
mismunandi hversu hár skattur-
inn er eftir vöruflokkum. Á sæl-
gæti er hann ekki nema sjö pró-
sent, en við reynum samt að hafa
sælgæti fimmtán prósentum ódýr-
ara svo fólk finni mun. Tóbak er
50-60 prósentum ódýrara og sterkt
áfengi allt að sjötíu prósentum
ódýrara. Það er minni munur í
léttara áfengi. Léttvín eru um
þrjátíu prósentum ódýrari og bjór
55 prósentum ódýrari. Snyrtivörur
eru svo að jafnaði um tuttugu pró-
sentum ódýrari í Fríhöfninni en
annars staðar á landinu.“
Og enn um neytendamál í Flug-
höfninni, Sigþór Bragason skrifar:
Keypti evrur í Glitni kl. 15, þá kost-
aði evran 118 kr. Morguninn eftir
keypti sonur minn evrur í Lands-
bankanum í Leifsstöð og kostaði
þá hver evra 123 kr, eða fimm krón-
um meira. Passið ykkur, látið ekki
ræna ykkur nývöknuð og glöð á
leið í fríið!
Landsbankinn í Leifsstöð selur
gjaldeyri einu prósenti dýrara en
önnur útibú, að sögn vegna þess að
opnunartíminn er lengri (opið er í
brottfararsal frá kl. 5 til 18 alla
daga). Það er álitamál hvort eitt
prósent teljist „rán“. Fimm krónu
muninn í dæmi Sigþórs má því
frekar skrifa á gengisflökt, sem er
algengt um þessar mundir.
Gerir maður kostakaup í Fríhöfninni?
Mikill verðmunur á flestu
FRÁ FLUGHÖFNINNI Í flestum tilfellum
hægt að spara, en betra að hafa vaðið
fyrir neðan sig.
DR. GUNNI Umboðsmaður neytenda
Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is
Opnunartími:
mán - fim 10:30 - 18:00
fös 10:30 - 19:30
laugardaga 10:30 - 18:00
Laugavegi 7 101 Reykjavík
Sími 561 6262 www.kisan.is
Heimsþekkt vörumerki
eins og Sonia Rykiel,
Bonpoint, Jamin Puech,
Orla Kiely og fleiri ...
Útsalan er hafin
Næstum þrítug en
fékk ekki að tjalda
28 ára lyfjafræðingi var um síðastliðna helgi vísað frá tjaldstæðinu í Laugarási
í Biskupstungum. Hefðu mátt koma ef börn og tjaldvagn hefðu verið með í för.
„Ungt fólk á ekki samleið með fjölskyldufólki,“ segir umsjónarmaður svæðisins.
ÚTILEGA Fjölskyldufólk er ekki talið eiga samleið með ungu
fólki á tjaldstæðinu í Laugarási. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Okkur var sagt að ef við
værum með börn mættum
við koma en ef við ætluðum að
búa til börn þyrftum við að fara
annað.
KRISTÍN LAUFEY STEINADÓTTIR
LYFJAFRÆÐINGUR
ÞÝSKALAND, AP Þýskur bóndi lærði
af sárri raun um hættur reykinga.
Meðan hann stóð í verslun að
kaupa sér sígarettur rann
dráttar vél sem hann hafði lagt
utan við verslunina af stað niður
brekku með 25 tonn af kartöflum
í eftirdragi. Traktorinn lenti á
kyrrstæðum bíl og kramdi hann
upp að vegg. Bíllinn er ónýtur en
ekki sést á traktornum að sögn
lögreglu. - gh
Dráttarvélarslys í Þýskalandi:
Dýrkeypt tóbak
Allt sorp flokkað í Flóa
Íbúar Flóahrepps munu flokka allan
úrgang sem kemur frá heimilum
þeirra, samkvæmt samningi sem
hreppurinn gerði við Íslenska gáma-
félagið. Gert er ráð fyrir að urðað sorp
minnki um allt að áttatíu prósent á
næstu árum með þessum aðgerðum.
FLÓAHREPPUR
Telur þú að að skipulögð og
harðsvíruð glæpagengi séu að
ná styrkri fótfestu hér á landi?
Já 85,8%
Nei 14,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Vilt þú að íslensk lögregla fái
heimild til forvirkra rannsóknar-
aðgerða?
Segðu skoðun þína á vísir.is
MANNRÉTTINDI „Ég hef ekki verið
boðaður í viðtal þó að ég hafi ára-
tuga reynslu af mannréttinda-
málum,“ segir Arnþór Helgason
blaðamaður.
Umsóknarfrestur um stöðu
mannréttindastjóra Reykjavíkur
rann út 26. maí síðastliðinn. Enn
er ekki búið að ráða í stöðuna. Í
auglýsingunni stóð að ráða ætti í
stöðuna sem fyrst.
Arnþór Helgason var formaður
Öryrkjabandalagsins frá 1986-
1993 og framkvæmdastjóri þess
frá 2000-2005 og hefur verið ötull
innan félagsmálaráðs Seltjarnar-
nes. „Ég sótti um af því ég taldi að
ég ætti talsvert erindi í þetta.“
Marta Guðjónsdóttir, formaður
Mannréttindaráðs, segir að verið
sé að ganga frá málinu. „Þeir sem
uppfylltu skilyrði auglýsingar
voru boðaðir í viðtal,“ segir Marta
en samkvæmt Mörtu þurfti
umsækjandi að hafa þekkingu á
mannréttindamálum og reynslu
af opinberri stjórnsýslu.
Einn umsækjanda um starfið
sem er með meistarapróf á sviði
mannréttinda og hefur reynslu af
hjálparstarfi var heldur ekki boð-
aður í viðtal.
„Ég ætla að fara fram á rök-
stuðning fyrir því af hverju þetta
er svona. Embættiskerfið í
Reykjavíkurborg er augljóslega
mjög þunglamalegt og þessi
vinnubrögð eru forkastanleg og
ófagleg.“ - vsp
Enn hefur ekki verið ráðið í stöðu mannréttindastjóra Reykjavíkur:
Reyndir ekki boðaðir í viðtal
ARNÞÓR HELGASON Segist hafa áratuga
reynslu af mannréttindamálum en var
ekki boðið í viðtal. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
NOREGUR, AP Norska utanríkis-
ráðuneytið upplýsti í gær að
kólumbíska uppreisnarhreyfing-
in FARC hefði látið Norðmann-
inn Alf Onshuus Nino lausan úr
gíslingu í gærmorgun. Ættingi
sagði lausnarfé hafa verið greitt.
Tæpt hálft ár er síðan Nino og
fimm Kólumbíumönnum, þar á
meðal kærustu hans, var rænt.
Talsmaður ráðuneytisins í Ósló
lagði áherslu á að frelsun Nino
tengdist ekkert frelsun Ingrid
Betancourt og fjórtán annarra
gísla úr haldi FARC í fyrradag.
Frændi Ninos, Björn Omdal
Onshuus, sagði í útvarpsviðtali að
lengra væri síðan kærastan, Ana
Aldana Serrano, hefði verið látin
laus til að hún gæti hjálpað til við
að útvega lausnarféð. - aa
Norskur gísl í Kólumbíu:
Keyptur laus úr
gíslingu FARC
TYRKLAND, AP Tyrkneska lögreglan
handtók í vikunni 24 menn, þar á
meðal tvo fyrrverandi hershöfð-
ingja, sem grunaðir eru um
samsæri um valdarán.
Handtökurnar eru hluti af deilu
hins íslamska stjórnarflokks og
veraldlegra þjóðernissinna í
stjórnarandstöðu sem óttast að
ríkisstjórnin vilji koma á
íslömskum lögum í Tyrklandi.
Yfirsaksóknari landsins hefur
höfðað mál fyrir stjórnlagadóm-
stóli ríkisins til að fá stjórnar-
flokkinn, Réttlætis- og þróunar-
flokkinn, leystan upp fyrir að
grafa undan veraldlegum gildum
stjórnarskrárinnar. - gh
Stjórnmálaátök á Tyrklandi:
Hershöfðingjar
handteknir
KJÖRKASSINN