Fréttablaðið - 04.07.2008, Qupperneq 12
12 4. júlí 2008 FÖSTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Áhyggjuefni
vegna vændis
„Þetta er sögð vera auðveld starf semi
sem skilar fólki miklum peningum en
tengist greinilega mannréttindabrot-
um,“ segir Steinunn Gyðu- og Guð-
jónsdóttir, framkvæmdastýra Unifem,
um nýtt hættumat Ríkislögreglustjóra
þar sem fram kemur meðal annars
að skipulögð glæpagengi, bæði
innlend og erlend, séu að ná styrkri
fótfestu hér.
„Mér finnst þetta sýna nokkuð
afdráttarlaust að það er mansal á
Íslandi og ég held að það þrífist í
tengslum við nektardansstaði,“ segir
Steinunn. „Við sjáum líka tengslin
milli mansals og vændis vel, þar sem
vændi þrífst er mansal.“
„Þetta er áhyggjuefni fyrir Íslend-
inga eins og aðrar þjóðir þannig að
best væri að taka á þessu sem fyrst,“
segir Steinunn.
SJÓNARHÓLL
HÆTTUMAT LÖGREGLU
STEINUNN GYÐU- OG GUÐJÓNSDÓTTIR
Framkvæmdastýra Unifem
■ Grípa má til ýmissa ráða til
þess að draga úr eldsneytis-
kostnaði. Fyrst má nefna að
minnka þyngd ökutækisins
með því að taka allan óþarfa
sem ekið er með um bæinn úr
skottinu.
✭iklir fjármunir geta sparast
með því að aka um á góðum
dekkjum. Það er gott ráð að
nýta ferðina þannig að fleiri deili
bílnum.
✡lmenningssamgöngur eru ódýr
valkostur og svo getur líka verið
mjög góð hugmynd að vinna
bara minna og halda sig frekar
ELDSNEYTI:
LÉTTARI BIFREIÐ BETRI
„Höfundur Njálu var ekki hestamaður.“ Þetta er ein
af kenningum Bjarna Eiríks Sigurðssonar sem flyt-
ur erindi um hestamennsku í Njálu í Sögusetrinu
Hvolsvelli klukkan sex í kvöld. Rjúkandi kjötsúpa
verður í boði fyrir gesti en atburðurinn er haldinn í
tilefni af Landsmóti hestamanna.
„Hestar voru auðvitað einu farartækin á landi á
þessum tíma og hestamennskan stór hluti af lífi
fólks en engu að síður tel ég höfund Njálu ekki hafa
verið hestamann. Þetta segi ég af því að enginn
hestur er nefndur á nafn í allri bókinni og aðeins
fimm hestar nefndir eftir lit.“
Því næst varpar Bjarni fram spurningunni: „Er
ekki hægt að rekja brautir eftir 200 hesta?“ Þessari
spurningu virðist auðsvarað en þó hafa ýmsir hald-
ið að ekki hafi verið hægt að rekja slóð Flosa Þórðar-
sonar eftir Njálsbrennu. „Ég mun reyna að svara
þessari spurningu eða öllu heldur hvort þeir hafi
viljað elta hann yfir höfuð.
Ég spyr líka hvað orðið vonfoli þýðir í Njálu sem
er mun táknrænna og djúpstæðara en í daglegu
máli.
Svo mun ég fjalla um hestaat Gunnars og
Starkaðar, bleikálóttu klárana hans Otkels og fleira
í þeim dúr,“ segir Bjarni, sem er landsþekktur
hestamaður og almennt talinn einn af tíu bestu
Njálumönnum landsins. - ges
„Höfundur Njálu var ekki hestamaður,“ segir Bjarni Eiríkur Sigurðsson:
Kjötsúpa og Njála í Sögusetri
BJARNI EIRÍKUR SIGURÐSSON Njálu- og lífsspekúlant fjallar
um hestamennsku í bókinni. MYND/HINRIK ÓLAFS
Benedikt Hjartarson ætl-
ar að synda yfir Ermar-
sundið. Hann verður
10-16 tíma á leiðinni.
Benedikt fær næringu
með veiðistöng og inn-
byrðir um sautján þús-
und kaloríur á leiðinni.
Daginn eftir mun lands-
liðið í sjósundi synda
boðsund yfir.
Benedikt á sundrétt dagana 10. til
18. júlí og syndir þá einn yfir en
verður með aðstoðarmenn um borð
í fylgdarbáti. Skipstjórinn ræður
hvenær lagt verður í hann og fer
það eftir ölduhæð og vindi.
„Við ráðum engu. Ef kallið
kemur þá verðum við að fara út og
höfum ekki tækifæri til annars. Ef
þeir segja að það verði ekki farið
þá höfum við heldur ekkert með
það að gera,“ segir Benedikt. „Ef
ég er rosalega heppinn gæti ég
klárað þetta á 10-11 tímum en ef ég
er mjög óheppinn gæti þetta farið
í 16 tíma,“ segir hann.
Benedikt verður með aðstoðar-
menn um borð í fylgdarbátnum.
Aðstoðarmennirnir gefa honum að
drekka og borða og gera það með
veiðistöng. „Tæknin við það vakti
heilmikla athygli í fyrra og mikið
var fjallað um það þegar fyrstu
matargjafirnar fóru fram því þær
þóttu svo vel heppnaðar. Ingþór
Bjarnason pólfari hannaði kerfið.
Hann bjó til sérstakan sokk sem
maturinn var settur í. Svo miðaðist
kerfið við það að ég gripi í sokkinn
og þeir strengdu um leið á veiði-
stönginni þannig að um leið og ég
hafði hellt þessu í mig skaust sokk-
urinn í burtu. Ég renni mér þá yfir
á bakið og upp að bátnum, gríp
þetta og halla höfðinu vel aftur og
helli ofan í mig fullri flösku af
vökva á tíu sekúndum. Þetta þarf
að taka svona skamman tíma því
að ef það tekur langan tíma þá ber
mann svo af leið og það tefur svo
mikið.“
Á leiðinni fær Benedikt sér-
blandaða orkudrykki sem hann
hefur blandað sjálfur. Hann drekk-
ur á 40 mínútna fresti. Á einni sjó-
sundferð sem stendur í tólf tíma
innbyrðir hann 15 þúsund kaloríur
með bara annarri tegundinni sem
hann drekkur á leiðinni. Til viðbót-
ar drekkur hann aðra orkudrykki.
Hann telur sig innbyrða um 17
þúsund kaloríur í allt. „Duglegur
íþróttamaður innbyrðir í mesta
lagi 3.000 kaloríur á sólarhring,“
segir hann.
Daginn eftir að Benedikt syndir
yfir munu átta sundmenn í lands-
liðinu í sjósundi synda boðsund
yfir. Hver sundmaður syndir þá
klukkutíma í senn þar til komið er
yfir og til baka aftur í bátinn. Sund-
mennirnir leggja í hann frá Shake-
speare-höfða á Englandi og setja
stefnuna á Calais í Frakklandi.
Loftlínan þar yfir er rúmir þrjátíu
kílómetrar. Miðað er við að sund-
mennirnir komist yfir, labbi á
þurrt og syndi svo til baka út í bát-
inn. ghs@frettabladid.is
Fær næringuna úr sokki
hangandi neðan í veiðistöng
„Ég var að gefa út nýja bók sem fjallar um
sautján ára töffara sem heitir Hemmi og
veit ekki alveg hvað hann á að gera við líf
sitt,“ segir Bergvin Oddson athafnamaður,
sem hefur nú fetað sín fyrstu spor á rit-
höfundarferlinum. „Þetta er svona klassísk
unglingaskáldsaga sem tekur á klassískum
unglingavandamálum eins og ást, hatri,
vináttu og öllum pakkanum. Vinur
aðalpersónunnar á við smá vandamál
að stríða sem þeir þurfa að taka á í
sameiningu. Hann heitir Tommi og er
sem sagt hommi. Svo er fjallað um
samskipti Hemma við hitt kynið og
ástina hans, Krissu, en tilhugalíf
þeirra fer algjörlega úrskeiðis.
Svo er ég að reka blinda
kaffihúsið í húsi Blindrafélagsins
í Hamrahlíðinni ásamt félögum
mínum hjá Ungblind. Þessi hugmynd
okkar hefur vakið mikla lukku en það
er algjört myrkur inni á kaffihúsinu
eins og nafnið gefur til kynna.
Svo fer ég til Vestmannaeyja á
Goslokahátíð um helgina þar sem ég
verð með uppistand.“ Bergvin er mikill
sprelligosi og vann meðal annars
keppnina Fyndnasti maður MH
árið 2004. „Ég byrjaði í uppi-
standinu 2003 og hef nokk-
urn veginn keyrt á sama
prógramminu síðan þá. En
ég ætla að semja nýtt pró-
gramm í ágúst. Það á að
heita „Ég elska konur“ þar
sem samskipti kynjanna
og spaugilegt eðli kvenna
verða í brennidepli.“
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA BERGVIN ODDSON RITHÖFUNDUR OG SPAUGARI
Unglingavandamál og spaugilegt
Á Adamsklæðunum
„Fólk fækkar jafnvel fötum
við þessa iðju sína.“
SÉRA KRISTJÁN VALUR INGÓLFSSON
UM ÓPRÚTTIÐ FÓLK SEM TEKUR
SPAUGMYNDIR AF SÉR Í KIRKJUM.
Morgunblaðið, 3. júlí.
Enginn kvóti
„Það er ekkert leyndarmál
að ég hef farið til veiða án
kvóta og ég ætla að halda því
áfram.“
ÁSMUNDUR JÓHANNSSON, SJÓ-
MAÐUR Í SANDGERÐI, SEM VEITT
HEFUR HÁLFT ANNAÐ TONN UTAN
KVÓTA.
Fréttablaðið, 3. júlí.
RV
U
n
iq
u
e
0
6
0
8
0
1
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665
sala@rv.is • www.rv.is
Servíettur NexxStyle 39x39cm 80stk, ýmsir litir
Satiné Clean, gólfsápa
Brial Clean, alhliða hreinsiefni
Kristalin Clean, baðherbergishreinsir
Into WC Clean
Lotus eldhúsrúllur Lotus WC pappír
Lotus Maraþon Plus Lotus WC Júmbó
Lotur T-Þurrkur
Lotus V-Þurrkur
Nánar
i upplý
singar
veita s
ölume
nn og
ráðgja
far RV
Umhverfisvottaðar vörur
- fyrir sumarbústaðinn, veiðihúsið og ...
GÆTI KLÁRAÐ Á 10 TÍMUM „Ef ég er rosalega heppinn gæti ég klárað þetta á 10-11
tímum,“ segir Benedikt Hjartarson, sem ætlar að synda yfir Ermarsund.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR