Fréttablaðið - 04.07.2008, Page 23

Fréttablaðið - 04.07.2008, Page 23
[ ] KMK-félagið stendur fyrir útilegu við Hítarvatn um helgina þar sem meðal annars verður boðið upp á kennslu í fluguveiði. KMK stendur fyrir konur með konum, en það er öflugt félag sam- og tvíkynhneigðra kvenna. Á föstudaginn verður lagt af stað í veglega útilegu félagsins við Hítarvatn skammt frá Borgarnesi, þar sem margt er í boði. Samkvæmt Vallý Helgadóttur, formanni félagsins, verður boðið upp á kennslu í fluguveiði og hægt verður að kaupa sér veiðikort fyrir þær sem vilja veiða. „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduhátíð því margar konur ætla að taka börnin sín með. Við fáum einnig leiðsögn og fræðslu um svæðið sjálft,“ útskýrir Vallý. KMK hefur lengi farið í útilegur saman fyrstu helgina í júlí. „Í gegnum árin höfum við einfaldlega elt sólina en í ár varð Hítarvatn fyrir valinu,“ segir Vallý. Gist verður bæði í skála og í tjöldum. „Við höfum allan skálann út af fyrir okkur föstudagsnótt- ina og svo hálfan skálann laugardagsnóttina.“ KMK stendur fyrir alls kyns uppákomum allt árið. „Við viljum hafa dagskrána sem fjölbreyttasta því við vitum að hópurinn okkar er jafn fjölbreyttur og hann er stór,“ segir Vallý KMK er ekki með formlega félagsskrá, né þarf að skrá sig til að vera meðlimur. Að sögn Vallýjar nægir að mæta á þær uppá- komur sem félagið býður upp á. „Við erum þó með póst- lista sem konur geta skráð sig á ef þær vilja fá upp- lýsingar um hvað er á döf- inni hverju sinni.“ Þær konur sem hafa áhuga á Hítarvatnsferð- inni geta skráð sig á kmk@kmk.is strax í dag eða kíkt á www.kmk.is og kynnt sér starfsemi félagsins betur. klara@frettabladid.is Útilega og flugukennsla Vallý Helgadóttir formaður KMK segir stemning- una fyrir útilegu helgarinnar mjög góða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Bátsferð er tilvalin helgarskemmtun fyrir fjölskylduna. Hví ekki að skella sér um helgina í bátsferð til Viðeyjar og ganga aðeins um eyjuna? WWW.GAP.IS 4 FJALLAHJÓLA DAGAR Komdu í GÁP laugardaginn 5. júní og keyptu Mongoose fjallahjól. Í kaupbæti færðu ársskírteini Íslenska Fjallahjólaklúbbsins auk 15% afsláttar af Mongoose fjallahjóli sem skírteinið veitir þér. Aðilar frá Íslenska Fjallahjólaklúbbnum verða á staðnum og veita upplýsingar. Íslenski Fjallahjólaklúbburinn Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.