Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 30
Marta Dröfn Björnsdóttir sminka fluttist nýverið til kóngsins Kaupmanna- hafnar en hún starfar þar hjá Mac Cosmetics. Marta lærði úti í Los Angeles en hefur verið búsett á Íslandi síðastliðin ár. Hún hefur unnið í bíómyndum og leikhúsum auk þess sem hún hefur sminkað fyrir helstu tímarit landsins. Hvernig myndir þú lýsa þínum eigin stíl? „Mér finnst erfitt að lýsa mínum eigin stíl, ætli það sé þó ekki hægt að segja að hann sé klassískur með töffaralegu ívafi. Ég elska aukahluti eins og hatta og fallegt hárskraut og blanda því með einföld- um fötum.“ Hvaðan sækir þú innblástur þegar kemur að fatastílnum? Áttu þér einhverja fyrirmynd? „Sarah Jessica Parker í Sex and the City. Mér finnst líka fimmti og sjötti áratugurinn og Viktoríutíminn mjög skemmtilegur og sæki oft innblástur í þessi tímabil.“ Hvar verslar þú helst? „Mér finnst mjög gaman að versla í erlendis og hér á Ís- landi fer ég reglulega í Hjálpræðisherinn og skoða þar. All Saints er í miklu uppáhaldi hjá mér sem og „vintage“-verslanir.“ Átt þú þér þinn uppáhaldshönnuð? „Alexander McQueen, Vivienne Westwood, Skaparinn og Steinunn. Uppáhaldsfatamerki: „All Saints.“ Bestu kaupin: „Kjóll sem ég keypi í Illum í Kaupmannhöfn frá merki sem heitir m by m.“ Verstu kaupin: „Öll óþægileg föt.“ Fyrir hverju ertu veikust? „Ég elska fallega skó og fæ aldrei nóg af þeim.“ Uppáhaldsbúðin: „All Saints, Kron, Kron Kron, Spútnik og Rokk og rósir.“ Nauðsynlegt í fataskápinn? „Núna finnst mér nauðsynlegt að eiga góða gollu sem gott er að grípa í ásamt pari af litríkum fallegum skóm og sætum síðkjól í hippastíl til að hressa upp á daginn.“ Hvað langar þig mest í fataskápinn þessa stundina? „Mig langar í fallegan sumarkjól og Malono Blaniks-skór væru draumurinn. Hvað finnst þér um íslensku tískuna? „Mér finnst íslenska tískan mjög flott og við virðumst vera langt á undan miðað við margar þjóðir. Við eigum fullt af flottum hönnuðum sem eru að gera spennandi hluti eins og Steinunn og Skaparinn.“ bergthora@frettabladid.is Elskar fallega skó, hatta og hárskraut fatastíllinn 1. „Bestu kaupin mín. Kjóll sem ég er í keypti hér í Kaupmannahöfn þegar ég var að vinna fyrir í Mac í Illum.“ 2. „Hringurinn Hrúturinn er frá versluninni Glamúr en ég keypti hann fyrir tveimur árum og hef notað hann mikið.“ 3. „Sundbolur frá La Sensa er nauðsynlegur í sumar.“ 4. „Ég elska fötin hennar Dúsu í Skaparanum en pilsið er þaðan.“ 5. „Bolurinn er sömuleiðis frá Dúsu í Skaparanum, mig langar eiginlega í allt þaðan.“ 6. „Þessi spöng er eftir Jódísi en ég var með hana í fyrstu vikunni í vinnunni um daginn og var mikið spurt út í hana.“ 7. „Kjólinn er frá All Saints og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég elska einföld föt með skemmtilegum smáatriðum eins og þennan kjól.“ 8. „Spöngin er frá Telmu en ég hef mikið dálæti á alls kyns hárskrauti.“Marta Dröfn Björnsdóttir sminka 7 5 3 2 1 8 4 6 6 • FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.