Fréttablaðið - 04.07.2008, Qupperneq 32
Það er ekkert
leyndarmál …
…að Leyndarmálið er ein vinsælasta bók í heimi.
Hvers vegna?
Vegna þess að Leyndarmálið er bók um raunveruleg viðfangs-
efni sem býður upp á raunverulegar lausnir!
Leyndarmálið er bók fyrir þá sem vilja fá meira út úr lífinu.
Notaðu sumarið og tileinkaðu þér Leyndarmálið
M
agnús Scheving fór af
stað með Latabæ árið
1995 í þeim tilgangi að
hvetja börn og fjölskyld-
ur þeirra til að lifa heilbrigðu líf-
erni á skemmtilegan hátt. Eftir
áralangan samfleytan árangur
á Íslandi jókst sala á ávöxtum
og grænmeti meðal annars um
22 prósent í kjölfar Latabæjar-
orkuátaksins. Fyrir um fjórum
árum hófst hin eiginlega útrás
Lata bæjar og nú er hann heims-
þekkt vörumerki sem er óðum
að styrkjast í sessi sem eina al-
þjóðlega vörumerkið sem er til-
einkað heilbrigði barna og fjöl-
skyldna. Til marks um þetta
má nefna könnun sem gerð var
meðal áhorfenda á Latabæjar-
leiksýningu í Bretlandi í apríl á
þessu ári. Meðal svarenda voru
43 prósent sem staðhæfðu að
börn þeirra hefðu meiri áhuga á
og neyttu meira af hollum mat
en áður og um 36 prósent sögðu
börnin sín hreyfa sig meira eftir
viðkynningu við Latabæ. Magnús
leggur mikið upp úr því að grunn-
hugmyndin haldi sér og að Lati-
bær hreyfi við fólki.
„Heilbrigði er frekar erfitt
viðfangsefni því það getur verið
flókið að skilgreina fyrir börn-
um hvað heilsa er. Það sem er
heilsusamlegt fyrir fjögurra ára
stúlku er allt annað en það sem
er heilsusamlegt fyrir fertugan
mann, svo ég kýs að segja að heil-
brigði snúist um jafnvægi og að
börn fái svigrúm til að taka eigin
ákvarðanir þegar kemur að lífs-
stíl. Það er til allskyns skemmti-
legt barnaefni en ofbeldi kemur
oft við sögu og það er lítið um
raunverulegar fyrirmyndir. Það
er í raun ekkert annað barnaefni
á markaðnum sem er svona heils-
umiðað eins og Latibær og mér
fannst mikil áskorun að koma
réttu skilaboðunum áleiðis til
barna í sjónvarpsþætti á áhuga-
verðan hátt, án þess að vera að
predika,“ útskýrir Magnús. „Stað-
reyndin er sú að barnaefni hefur
bara vissan stimpil og börn eru
yfirleitt sett í annað sæti þegar
kemur að gæðum. Barnaefni er
því alltaf að verða ódýrara og lé-
legra, en við ákváðum í upphafi
að leggja mikið upp úr gæðunum
þó svo að það yrði dýrara,“ bætir
hann við.
Heimsyfirráð
Það getur verið erfitt að gera sér
í grein fyrir þeim árangri sem
Latibær hefur náð á heimsvísu.
Nú hafa 53 sjónvarpsþættir verið
sýndir úti um allan heim, á ótal
tungumálum. Nýverið gerði Lati-
bær samning við BBC í Bretlandi
um samframleiðslu á 26 nýjum
þáttum sem nefnast „LazyTown
Extra“. Í fyrstu atrennu verða 26
þættir framleiddir að hluta til í
upptökuveri Latabæjar í Garða-
bæ, en hinn hlutinn verður tekinn
upp af BBC. Um þessar mundir
eru viðræður á lokastigi við aðrar
sjónvarpsstöðvar um sams konar
samstarf. Í hinum nýju þáttum
mun Siggi sæti fara og hitta börn
í hverju landi fyrir sig.
Á aðeins örfáum mánuðum
hefur um ein milljón manns séð
Latabæjar leiksýningu í Bretlandi
og sjö löndum Suður-Ameríku. Á
næsta ári er áætlað að opna sýn-
ingar í að minnsta kosti fimm
löndum til viðbótar í Suður- og
Mið-Ameríku auk fimm Evrópu-
landa. Latibær nýtur svo mik-
illa vinsælda í Suður-Ameríku að
þegar Magnúsi var boðið að fara
þangað og hitta heilbrigðisráð-
herra Chile gat hann ekki gengið
í gegnum tollinn á flugvellinum
án þess að skrifa eiginhandarár-
itanir fyrir tollverðina og krakk-
ar höfðu hópast fyrir framan
flugstöðina til að sjá Íþróttaálf-
inn koma klukkan átta að kvöldi
til.
„Konan sem þreif hótel-
herbergið hjá mér bankaði einn
daginn og spurði kurteisislega
hvort hún mætti koma með barnið
sitt sem var á nærliggjandi leik-
skóla og hitta mig. Ég sagði að
það væri sjálfsagt og þegar ég
kom niður í anddyrið stuttu síðar
voru um áttatíu börn á aldrinum
þriggja til sex ára sem vildu sýna
mér leikrit um hreyfingu. Fólk-
ið á hótelinu skildi ekki hvað var
eiginlega um að vera, en ég sett-
ist niður í góðar fjörutíu mínút-
ur á meðan börnin sýndu mér
allskyns hreyfingar, armbeygj-
ur og hopp sem þau höfðu æft.
Að vera Íslendingur og koma til
Chile og sjá að maður hefur haft
áhrif er alveg magnað,“ segir
Magnús, sem hefur ekki einungis
haft áhrif á börn og fjölskyld-
ur þeirra heldur hafa stjórnvöld
ráðfært sig við hann um vax-
andi offituvandamál, heilbrigð-
isráðherrar víðs vegar um heim-
inn sóst eftir að hitta hann og nú
síðast var Magnús heiðurs gestur
á ráðstefnu með leiðtogum
stærstu matvælafyrirtækja
heims og helstu áhrifa aðila innan
heilbrigðis geirans, þar sem hann
talaði sem leiðandi sérfræðingur
í málefnum heilbrigðis barna.
Magnús hefur einnig þegið boð
The Sun, sem er víðlesnasta dag-
blað Bretlands, um að skrifa dálk-
aröð í blaðið.
„Ég mun skrifa í blaðið sem
Íþróttaálfurinn og byrja á því í
júlí. Vegna anna á ég erfitt með
skrifa dálka reglulega í blaðið svo
þetta verður gert með því móti
að á þriggja vikna fresti verð ég
sérfræðingur þeirra í einhverju
tilteknu máli sem tengist heilsu
og er í umræðunni í Bretlandi
hverju sinni,“ útskýrir Magn-
ús sem vinnur einnig að því að
skrifa bók um þessar mundir.
„Ég er að skrifa bók með Mir-
iam Stoppard um barnauppeldi,
en Miriam skrifaði til dæmis
Kvennafræðarann og bækur fyrir
foreldra sem hafa selst í milljón-
um eintaka. Við erum núna að
skrifa saman bók sem ber vinnu-
heitið How to Raise Healthy Kids
og er gríðarlega spennandi verk-
efni. Við munum líklega ljúka
við skrifin á þessu ári svo bókin
ætti að vera tilbúin til útgáfu á al-
þjóðlegum markaði á næsta ári,“
segir Magnús.
Reglulega berast bréf til Lata-
bæjar frá börnum og fullorðn-
um hvaðanæva úr heiminum sem
þakka fyrir þau jákvæðu áhrif
sem þættirnir eða leiksýningin
hefur haft á þau, en það berast
líka bréf frá foreldrum sem biðja
um hjálp og góð ráð til að ástunda
heilbrigðara líferni. Í kjölfarið
var tekin sú ákvörðun að gera
Latabæjar klúbb til að styðja við
bakið á börnum og foreldrum
þeirra.
„Fyrir verð einnar pitsu á
mánuði verður hægt að gerast
meðlimur í klúbbnum í tvö ár með
barnið sitt. Þau fá þá reglulega
sendan pakka heim til sín með
ýmsum varningi, svo sem tón-
list, plakötum, bókum, límmiðum
og DVD-disk þar sem Íþróttaálf-
urinn talar til krakkanna. Þessu
mun fylgja dagskrá frá a til ö
og krakkarnir fá verðlaun eftir
hvert ár sem þau ljúka. Eftir
tvö ár í klúbbnum fá þau send-
an galla og svokallað „ofurhetju-
æfingaprógramm“, þar sem þau
þurfa að þjálfa foreldra sína,
ömmur eða afa í einn mánuð áður
en þau útskrifast og fá bikar,“
útskýrir Magnús og áætlar að
stórt hlutfall harðra Latabæjar-
aðdáenda, sem nú skipta mörg-
um milljónum á heimsvísu, muni
ganga í klúbbinn.
Það er vart að finna íslenskt barn sem ekki þekkir Íþróttaálfinn. Mikið vatn
hefur runnið til sjávar frá því leikritið Áfram Latibær var sýnt árið 1996
og nú er Latibær á góðri leið með að ná heimsyfirráðum með sjónvarps-
þátt í 118 löndum og leiksýningu úti um allan heim. Alma Guðmundsdóttir
hitti Magnús Scheving á „bæjarstjóraskrifstofu“ Latabæjar og fékk að
skyggnast inn í heim Íþróttaálfsins og mannsins á bak við fyrirtækið.
Latibær hreyfir
við heiminum
Besti tími dagsins: Æfingatíminn.
Bíllinn minn er … Jógadýnan mín, ég slappa af við akstur.
Diskurinn í spilaranum: Sigur Rós.
Mesti lúxusinn: Að keyra heim úr vinnunni á nóttunni – þá er engin umferð.
Uppáhaldsmaturinn: Grilluð stórlúða.
Uppáhaldsárstíðin: Þegar sumarið lendir á helgi.
Besta fríið: Frí hvað? Skil ekki spurninguna.
Uppáhaldsdrykkurinn: Vatn.
Mesta klisjan: Þú getur allt sem þú ætlar þér nema þegar þú hættir við á
miðri leið.
Mér líður best þegar: Þegar ég sé að Latibær getur haft jákvæð áhrif á
börn.
Uppáhaldshúsgagnið: Bekkpressan.
8 • FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008