Fréttablaðið - 04.07.2008, Side 35
Írskir
dagar
á Akranesi
Taktu helgina frá og kíktu á Skagann!
Góða skemmtun á Írskum dögum!
Írskir dagar verða haldnir hátíðlegir á Akranesi dagana 4. - 6. júlí n.k.. Þessi magnaða hátíð er ein
stærsta fjölskylduhátíð sem haldin er á Íslandi og laðar til sín þúsundir gesta í heimsókn á
Skagann á hverju ári. Íbúar bæjarins leggja mikinn metnað í hátíðina og skreyta bæinn hátt og
lágt með fánum, blöðrum og veifum í írsku fánalitunum - að sjálfsögðu! Brottfluttir Skagamenn
flykkjast á fornar slóðir til að taka þátt í gleðinni - en auðvitað eru allir boðnir velkomnir á Írska
daga! Ekki missa af þessari frábæru helgi á Akranesi! Verið velkomin á Írska daga 2008!
www.irskirdagar.is
4.-6. júlí 2008
Tjaldsvæðið við Kalmansvík á Akranesi er opið á
Írskum dögum en aðgangur að svæðinu er takmark-
aður við einstaklinga 23 ára og eldri og fjölskyldufólk.
Þessum reglum og almennum reglum um umgengni á
tjaldsvæðum verður fylgt fast eftir.
Fimmtudagur 3. júlí
Gamli vitinn á Breið - Ljósmyndasýning Friðþjófs Helgasonar
Á sýningunni, sem haldin er inni í gamla vitanum á Breiðinni eru myndir sem Friðþjófur
hefur tekið á Breiðinni á undanförnum árum.
15:00 - 17:00 Húsasmiðjan býður Skagamönnum í grill og gleði
Kíktu á svæðið og fáðu þér eina með öllu!
20:00 Írsk kráarstemning á Safnasvæðinu
Ekta írsk kráarstemning og írskir réttir á boðstólum. Sýndur verður ekta "Riverdance" en
annars verður míkrafónninn opinn hverjum þeim sem vill stíga á svið og láta ljós sitt skína.
21:00 Írskir tónleikar í Skrúðgarðinum!
Blues- og rocktónlist eftir írska og írskættaða tónlistarmenn og hljómsveitir.
Föstudagur 4. júlí
Bylgjan í beinni allan daginn frá Skrúðgarðinum!
Jet Ski leiga á Langasandi alla helgina
Hefurðu prófað þotuskíði? Ef ekki - er þá ekki kominn tími til?
Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Skrúðgarðinum - Ljósmyndasýning Ljósmyndasafns
Akraness. Á sýningunni eru ljósmyndir frá Írskum dögum 2007.
Írsk stemning á Safnasvæðinu
Fjölbreytt dagskrá í Safnaskálanum frá kl. 14:00.
10:00 Opnunarhátíð Írskra daga á Akratorgi
Tæplega 350 börn frá öllum leikskólum bæjarins koma saman á Akratorgi, syngja saman og
skemmta sér til að skapa réttu stemninguna.
14:00-18:00 Tívolí á Jaðarsbökkum
Frábært tívolí fyrir börn á öllum aldri! 20 metra fallturn, hringekjur klessubilar og hopp-
kastalar.
14:00-18:00 Írskir dagar í miðbænum!
Fjölbreytt dagskrá, dans og tónlist.
14:00-18:00 Markaðsstemning í Íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum
Götugrillin vinsælu um allan bæ um kvöldið
20:30 "Ceilidh" ball í Þorpinu við Þjóðbraut (gamla tónlistarskólanum).
Hljómsveitin "The Reel Thing" heldur uppi ekta írsku stuði. Dagskráin er opin öllum og
aðgangur er ókeypis.
22:00 - 24:00 Kvöldvaka á Kirkjubraut í boði Norðuráls! - Hljómsveitirnar Í svörtum fötum
og Ný dönsk. Ballstemning í miðbænum fram eftir kvöldi! Norðurál býður Skagamönnum,
gestum og gangandi til kvöldvökunnar og óskar öllum góðrar skemmtunar á Írskum
dögum!
Tískusýning frá Ozone um kl. 23:00
Laugardagur 5. júlí
Írsk stemning á Safnasvæðinu
Fjölbreytt dagskrá í Safnaskálanum frá kl. 14:00.
08:00 - 16:00 Opna Guinnes golfmótið á Garðavelli
Ræst verður út frá kl. 08:00 - 16:00. Glæsilegir vinningar í boði.
Akraneshlaupið
Ræst verður frá Akratorgi. Kl. 10:30 - 21 km hlaup, kl. 11:00 - 10 km hjólreiðar og kl. 11:30
- 10 hlaup, 3.5 km skemmtiskokk, 2 og 3.5 km ganga. Skráning á Jaðarsbökkum og á
Akratorgi áður en hlaup hefjast.
10:00-12:00 Sandkastalakeppni á Langasandi
Glæsilegir vinningar í boði - láttu sköpunarþörfina fá útrás! Taktu fram skóflu og fötu og
mættu á Langasand!
11:00-13:00 Dorgveiðikeppni á "Stóru bryggjunni" (Aðalhafnargarði) í boði verslunar-
innar Módel á Akranesi. Glæsilegir vinningar í boði!
11:00-18:00 Tívolístemning á Jaðarsbökkum allan daginn
Frábært tívolí fyrir börn á öllum aldri! 20 metra fallturn, hringekjur klessubilar og hopp-
kastalar.
10:00 -18:00 Markaðsstemning í Íþróttahúsinu að Jaðarsbökkum
12:00 "Bylgjan í beinni" frá Jaðarsbökkum
Hemmi Gunn og Svansí í hörkustuði ásamt fjölda góðra gesta.
13:00 Bikarmót í bekkpressu í Akraneshöllinni
13:00 - 16:00 Mótorcross á Langasandi
Glæsileg sýning, spól og læti frá félögum í Vélhjólaíþróttafélagi Akraness.
14:00-16:00 "Hittnasta amman" í körfu á Jaðarsbakkasvæðinu!
Áfram amma! Skráning á staðnum. Glæsilegir vinningar! Í fyrra mættu um 60 ömmur á
vítapunktinn - hvaða amma rústar þessu í ár?
14:00-17:00 Amerískir eðalkaggar á Akranesi!
Glæsilegir amerískir eðalkaggar frá bílaklúbbnum Krúser heimsækja Skagann og verða til
sýnis við Akraneshöll.
15:00 Rauðhærðasti Íslendingurinn á Jaðarsbökkum!
Hin árvissa keppni um Rauðhærðasta Íslendinginn fer fram á Jaðarsbökkum - hver verður
rauðhærðastur í ár! Glæsilegur ferðavinningur í boði
15:00-17:00 Íþróttahúsið að Jaðarsbökkum
Danssýning - "Riverdance" - 4 stúlkur frá Skotlandi sýna þennan magnaða dans.
Dansflokkurinn "Le Rose" sýnir Tribal magadans. Sönghópurinn "Oran Mór" syngur írsk
þjóðlög. Þjóðlagasveitin BiBeó, sem kemur frá Hebredeseyjum við Skotland, flytur nokkur
lög, sem öll eru sungin á keltnesku. Hljómsveitin kemur til Íslands eingöngu til að taka þátt
í Írskum dögum. Minnum á tónleika með sveitinni í Skrúðgarðinum um kvöldið.
Götuleikhúsið setur skemmtilegan svip á bæjarlífið á meðan á hátíðinni stendur.
20:00 - 23:00 Unglingaball í "Þorpinu"
Ballið er fyrir 13 - 16 ára (unglingar fæddir ´92 - ´94). DJ Þórður Daníel frá FM 95.7.
20:30-23:30 Café Mörk - Oran Mór
Keltnesk söngveisla þar sem sönghópurinn Oran Mór flytur írskættaðar söngperlur.
21:00 Tónleikar í Skrúðgarðinum.
Þjóðlagasveitin BiBeó, sem kemur frá Hebredeseyjum við Skotland. Ekki missa af þessu!
Ekta þjóðlagatónlist í anda Írskra daga.
Lopapeysan 2008
Stærsta og magnaðasta ball ársins á Íslandi! Raggi Bjarna, Jet Black Joe og Sálin hans Jóns
míns. Miðaverð í forsölu í verslun Eymundsson kr. 3000 en kr. 4000 á staðnum um kvöldið.
Sunnudagur 7. júlí
14:00 - 17:00 Fjölskyldudagur í Skógræktinni - Lokahátíð Írskra daga 2008!
Skemmtilegur dagur fyrir alla fjölskylduna. Grill og Svali fyrir alla! Hoppkastalar og önnur
frábær leiktæki. Danssýning - Danshópur frá FIMA - Fimleikafélagi Akraness.
15:00 Barnaskemmtun Söngvaborgar! Söngavkeppni Akraness - Allir krakkar á aldrinum 7
- 14 ára geta tekið þátt í þessari fráb æru keppni.
16:00 Skemmtidagskrá Söngvaborgar. Frábær dagskrá með leiknum atriðum og söng af
Söngvaborgunum. Fram koma Sigga Beinteins, María Björk, Lóa Ókurteisa, Masi og Subbi
sjóræningi.
Aðgangur að dagskrá Írskra daga er ókeypis nema annað sé tekið fram!
b r o t ú r d a g s k r á b r o t ú r d a g s k r á b r o t ú r d a g s k r á b r o t ú r d a g s k r á b r o t ú r d a g s k r á b r o t ú r d a g s k r á b r o t ú