Fréttablaðið - 04.07.2008, Síða 48
24 4. júlí 2008 FÖSTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Þegar ég bjó erlendis
þurfti ég að venjast
þeirri tilhugsun að
þótt sól skini í heiði,
þá mætti ég vera
inni. Enginn æpti á
mig og krafðist þess
að ég færi út að gera
eitthvað í góða veðr-
inu.
Mér finnst sólin reyndar ágæt
og þykir sérstaklega gott að njóta
hennar í sundi. Ég hef hins vegar
komist að því að ég kann ekki að
fara í sólbað.
Fyrst fer ég með handklæði eða
eitthvað þvíumlíkt út á svalir og
byrja að sóla mig. Þá fer mér að
leiðast. Ég næ í bók, kveiki á
útvarpinu, tala í símann en ekkert
virkar. Gallinn er nefnilega eftir-
farandi: mér finnst ekki nógu
skynsamlegt að fara í sólbað. Fyrir
utan að vera tímasóun þá er það
krabbameinsvaldandi iðja sem
getur látið mann líta út eins og
gamalt veski. Og ég vil ekki líta út
eins og veski.
Út af þessu, og frekar ljósum
hörundslit, er ég oftast frekar
hvít. Þetta virðist hafa áhrif á
samskiptahæfni fólks. „Nei, vá
hvað þú ert hvít!“ er æpt á mig
reglulega. Sumir heimta að fá að
bera sig saman við handlegginn á
mér í þeim tilgangi að gleðjast
yfir eigin brúnku. Fólk hefur bent
mér á, með mjúkum og traustvekj-
andi málrómi, að mér væri líklega
hollast að kíkja í einn og einn ljósa-
tíma. Bekkjarkennarinn minn í
gaggó var sannfærður um að ég
væri með einhvern sjúkdóm og
ótrúlegasta fólk hefur fundið sig
knúið til að gefa mér sólarpúður.
Af því að ég er svo hvít.
Fyrst að það er leyfilegt að segja
mér hve hvít ég er, má ég þá segja
fólki að það sé með of margar
hrukkur? Ég gæti borið mig saman
við broshrukkur vina og kunn-
ingja og galað: „Nei, vá ég er miklu
unglegri en þú!“ Eins gæti ég bent
fólki á sniðuga lýtalækna sem
gæti losað þá við línurnar í kring-
um augun. Svo myndi benda þeim
á að kaupa retinol-krem í apótek-
inu eða telja mér trú um að þau
séu með gulu. Af því að þau eru
svo agalega brún.
STUÐ MILLI STRÍÐA Sólardýrkun
HELGA ÞÓREY JÓNSDÓTTIR VILL EKKI LÍTA ÚT EINS OG VESKI
Þú ert
frábær,
Harald-
ur!
Hihi.
Hvað get
ég sagt?
Ættum við
ekki að
passa upp
á hann
þarna?
Hann er nógu
gamall til að
vita hvar mörkin
liggja. Smá
skemmtun drep-
ur hann ekki!
Allt í góðu!
Hann andar!
Þungur!
Palli, þetta er
frú Vigdís. Þau eiga miða í
leikhúsið en
barnapían er
veik.
Getur þú
passað?
Tvíbur-
ana
hennar
í kvöld?
Ha?
Segðu henni að
orðið „nei“ undir-
striki ekki nógu
vel svar mitt.
Hann er
upptekinn.
Lalli! Mjási! Þið þekk-
ið ekki plágu hinna
lifandi dauðu!
Hann hefði átt að
finna andardráttinn
þinn!
Hversu
þung eru
börn?
Það er misjafnt.
Lóa er um fimm
kíló.
Hversu
þungur
er ég?
Um fimm-
tán kíló.
Já, fimmtán er meira en
fimm.
Ég er viss um að það kemur
engum neitt sérstaklega á óvart
þegar ég segi að þetta er besta ár
okkar til þessa!
Bera fataframleiðslan
49,72%
36,30%
69,94%
Við stöndum
upp úr í nýjustu
könnun Capacent
Fréttablaðið er með 41% meiri lestur en
24 stundir og 93% meiri lestur en
Morgunblaðið
Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins
samkvæmt nýjustu könnun Capacent Gallup.
Fréttablaðið hefur mikið forskot á samkeppnisaðila
sína miðað við meðallestur á tölublað hjá
aldurshópnum 18–49 á höfuðborgarsvæðinu.
Við erum bæði þakklát og stolt og bendum
auglýsendum á að notfæra sér þessa vitneskju þegar
þeir ákveða hvar auglýsingu þeirra er best borgið.
Allt sem þú þarft... ...alla daga
Fí
to
n/
SÍ
A
Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgina, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar–apríl 2008.