Fréttablaðið - 04.07.2008, Side 58
34 4. júlí 2008 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Valskonur spila sinn riðil
í Evrópukeppni kvenna í
Slóvakíu. Dregið var í gær en auk
heimaliðsins Slovan Duslo Sala
mætir Valur Cardiff City frá
Wales og Maccabi Holon frá
Ísrael. Riðillinn verður leikinn 4.
til 9. september.
Tvö lið komast áfram. Verði
Valur annað þeirra mætir það
Evrópumeistaraliði Umeå frá
Svíþjóð, Ítalíumeisturum
Bardelino og einu öðru félagi sem
vinnur sinn riðil í undankeppn-
inni. Er þá leikið í öðrum riðli en
upp úr honum komast tvö félög í
átta liða úrslit. - hþh
Valskonur í Evrópukeppninni:
Langt ferðalag
fram undan
FÓTBOLTI Íslandsmeistarar Vals
keyptu í gær Danann Henrik
Eggerts frá Fram. Hann kom til
Fram í fyrra og spilaði þá sjö
leiki en hann hefur aðeins spilað í
36 mínútur á mótinu í ár vegna
meiðsla. „Hann er heill þessa
stundina en læknar okkar eiga
eftir að skoða hann,“ sagði
Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals.
„Þetta er öflugur leikmaður, af
því sem ég hef séð til hans. Hann
er teknískur og skapandi,“ sagði
þjálfarinn, sem fékk Eggerts
nánast beint upp í hendurnar.
„Ég fékk símtal frá formannin-
um mínum, sem spurði hvort ég
hefði áhuga á að fá hann til okkar.
Ég kvað svo vera,“ sagði Willum en
Framarar þurftu að skera niður í
sínum rekstri.
Lúðvík Þorgeirsson, formaður
meistaraflokksráðs Fram, sagði við
Fréttablaðið að ákvörðunin hefði
verið afar erfið, en nauðsynleg.
„Við erum í bullandi aðhaldi í
rekstrinum og þurfum að halda
okkur réttum megin við núllið.
Óneitanlega réðumst við því á
dýrasta leikmanninn,“ sagði
Lúðvík. Hann sagði jafnframt að
með sölunni ætti Fram að geta bætt
við sig leikmanni í staðinn fyrir
hinn 32 ára gamla Eggerts. - hþh
Valur kaupir Dana frá Fram:
Fram hafði ekki
efni á Eggerts
HANDBOLTI Einar Hólmgeirsson
hefur tilkynnt Guðmundi
Guðmundssyni landsliðsþjálfara
að hann gefi ekki kost á sér í liðið
á Ólympíuleikana í sumar. Einar
ætlar að setja fjölskylduna í
fyrsta sæti en hann á von á barni
með konu sinni í byrjun ágúst.
Einar segist einnig vera ósáttur
við hversu fá tækifæri hann fékk
með landsliðinu í undankeppni ÓL
og HM.
„Ég var bara ósáttur við hvað
ég fékk fá tækifæri þennan
síðasta mánuð og ég vil miklu
frekar vera heima hjá nýfæddu
barni en að vera túristi þarna í
Peking,“ sagði Einar meðal
annars við Vísi í gærkvöld. Hann
sagðist þó virða ákvörðun
þjálfarans.
„Það er greinilega eitthvað sem
þeir fíla ekki við mig, en það
verður bara að hafa það. Það
getur alveg eins einhver annar
setið þarna á bekknum eins og ég,
þó að ég telji mig nú geta hjálpað
liðinu meira en ég hef fengið
tækifæri til að sýna,“ sagði Einar.
Guðmundur Guðmundsson
landsliðsþjálfari sagði við
Fréttablaðið í gær að hann hefði
viljað hafa Einar í hópnum sem
færi á ÓL. - hþh
Einar Hólmgeirsson:
Gefur ekki kost
á sér til Peking
ÓSÁTTUR Einar er ósáttur með hversu fá
tækifæri hann fékk í undankeppni EM
og ÓL. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
> Þriðja tapið hjá stelpunum
Íslenska U-16 ára landsliðið tapaði 2-0
gegn sterku liði Þjóðverja í lokaleik riðla-
keppni opna Norðurlandamótsins sem fer
fram hér á landi. „Við vissum að þetta yrði
erfitt en ég er ánægð með stelpurnar.
Þær sýndu að við getum alveg vel staðið
í þeim,“ sagði þjálfarinn Kristrún Lilja
Daðadóttir. „Við erum að nálgast þessar
þjóðir, það er alveg ljóst,“ segir Kristrún
en Ísland spilar um sjöunda sætið
gegn Svíum á morgun klukkan 11
á ÍR-velli. Ísland lenti í neðsta sæti
síns riðils eftir þrjú töp, gegn Dönum
og Norðmönnum og Þjóðverjum, sem
unnu riðilinn örugglega.
„Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu marki og það var tilvalið
að fá það á þessari stundu,” sagði hinn sautján ára Jóhann Berg Guð-
mundsson, leikmaður Breiðabliks. Jóhann skaut Blikum í átta liða
úrslit VISA-bikarsins með því að skora eina markið í 1-0 sigri á Val.
„Við gjörsamlega yfirspiluðum þá, mættum strax og ákváðum að
taka bara á þessu,” sagði Jóhann, sem skoraði beint úr aukaspyrnu
í seinni hálfleik, kom boltanum laglega undir varnarvegg Vals og
framhjá Kjartani Sturlusyni í markinu. Þetta var hans fyrsta mark fyrir
meistaraflokk Breiðabliks.
Blikar voru talsvert sterkari í leiknum og héldu boltanum vel. Liðið
fékk nokkrar ansi álitlegar sóknir en það virðist vera þannig að Kópa-
vogsliðið þurfi fleiri færi en önnur lið til að ná að setja mark. „Við
erum búnir að vera ansi lélegir að klára sóknirnar okkar í sumar en
þetta hefur verið tekið fyrir á æfingasvæðinu og mun vonandi lagast.
1-0 er alveg nóg,” sagði Jóhann.
Valsmenn virkuðu mjög hugmyndasnauðir í sínum aðgerðum og
sköpuðu sér fá færi. „Við vissum það að þeir hafa ekki verið að spila
vel í sumar og ákváðum því að mæta þeim af krafti. Það tókst.”
Þarna voru tveir Akureyrarbanar að eigast við en Blikar unnu KA í
32 liða úrslitum meðan Valsmenn unnu
Þór. Bæði lið hafa ollið vonbrigðum í
Landsbankadeildinni og fyrir leikinn var
bikarinn eini möguleiki þeirra á titli í
sumar. Það sást hins vegar ekki á leik
Valsliðsins í gær.
Sjálfstraust Marels Baldvinssonar virð-
ist vera undir frostmarki en þegar hann
kemst í færi þessa dagana rennur allt út
í sandinn. Hann fékk nokkur dauðafæri
í leiknum en vandræðlegt var að sjá
hvernig hann fór með þau. Sem betur
fer fyrir hann náði þó Jóhann að setja
boltann í markið og Marel hefur því
getað sofið vært í nótt.
- egm
JÓHANN BERG GUÐMUNDSSON: SKAUT BREIÐABLIKI Í ÁTTA LIÐA ÚRSLIT VISA-BIKARSINS
„Gjörsamlega yfirspiluðum þá“
FÓTBOLTI Sigurganga KR-inga hélt áfram á KR-
vellinum í gær þegar þeir slógu nágranna sína í
Fram út úr 16 liða úrslitum VISA-bikars karla
með 2-0 sigri. Þetta var fimmti sigurleikur KR-
liðsins í röð og einnig sá fimmti í röð sem liðið
nær að halda marki sínu hreinu.
Framarar byrjuðu leikinn mun betur og áttu
fínar sóknir í upphafi. En alveg eins og í
deildarleiknum á dögunum tókst þeim ekki að
nýta ágæt tækifæri í byrjun leiksins og þeir
gáfu síðan eftir þegar leið á hálfleikinn.
KR-ingurinn Björgólfur Takefusa skoraði í
sjöunda leiknum í röð þegar hann kom KR í 1-0
á 31. mínútu. Björgólfur var þá aleinn á
markteignum eftir hornspyrnu. „Fyrsta markið
var skelfilega klaufalegt því Björgólfur stendur
bara aleinn og potar honum inn,“ sagði Reynir
Leóssson, fyrirliði Fram, eftir leikinn. Björgólf-
ur sjálfur skildi heldur ekkert í varnartilþrifum
Framara. „Það var enginn á mér í hornunum í
fyrri hálfleik, ekki nema markvörðurinn, og ég
hafði því frekar mikinn tíma. Það var kominn
maður á mig í seinni,“ sagði Björgólfur.
Sjö mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir
að Viktor Bjarki Arnarsson opnaði markareikn-
ing sinn fyrir félagið.
Seinni hálfleikurinn var síðan eign KR-
liðsins að mestu og Framarar voru aldrei
líklegir til þess að koma aftur inn í leikinn.
„Það fjaraði undan þessu þegar þeir skoruðu
og þeir skoruðu aftur eftir horn á okkur. Eins og
síðast vorum við með leikinn í höndunum fyrsta
hálftímann. Þegar þeir komast á bragðið þá eru
þeir sterkir og við þurftum að fara út úr
skipulaginu okkar. Það er síðan mjög erfitt að
koma til baka á þessum velli,“ sagði Reynir
Leósson, fyrirliði Fram.
„Ég get ekki hætt að skora meðan liðið er að
spila svona vel,“ sagði Björgólfur, sem er að
sjálfsögðu ánægður með gengi liðsins. „Það er
frábært að ná að halda búrinu hreinu, það hefur
verið stígandi í spilamennskunni en núna verður
alltaf erfiðara og erfiðara að halda þessu
gangandi. Ég vona að liðið haldi áfram að spila
svona vel og vonandi verð ég líka sá leikmaður
sem nær að setja boltann í markið,“ segir
Björgólfur, sem spilar frammi með Guðjóni
Baldvinssyni sem átti enn á ný flottan leik þótt
hann hafi ekki náð að skora. „Guðjón hefur átt
skilið að skora í öllum leikjunum sem hann er
búinn að spila í sumar. Hann náði að skora tvö á
móti HK og ég er pottþéttur á því að hann á
eftir að skora miklu fleiri mörk í sumar. Það er
frábært að spila með svona manni sem hleypur
allar níutíu mínúturnar og er líka ógnandi allan
tímann,” sagði Björgólfur um Guðjón. - óój
Björgólfur Takefusa skoraði í sjöunda leiknum í röð og KR sló Fram út úr bikarnum:
Gleymdu heitasta manninum í markteignum
TAKTAR Ívar Björnsson
tekur bakfallsspyrnu
í leiknum í gær,
umkringdur mönnum.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/D
A
N
ÍEL
FÓTBOLTI Keflavík vann FH, 3-1, í
16 liða úrslitum VISA-bikars karla
í gærkvöld. Leikur bikarmeistara
tveggja síðustu ára var opinn og
skemmtilegur strax frá fyrstu
mínutu en gestirnir í FH gerðu sig
líklegri til þess að taka forystu
framan af leik.
Það voru hins vegar heimamenn
sem skoruðu fyrsta markið þegar
fyrirliðinn Guðmundur Steinars-
son fékk sendingu inn fyrir vörn
FH-inga frá Símuni Samuelsen,
lék laglega á Daða Lárusson í
markinu og afgreiddi boltann
snyrtilega í netið.
Keflvíkingar efldust til muna
við markið á meðan FH-ingar virk-
uðu slegnir út af laginu. Símun átti
síðan misheppnað skot að marki
en boltinn rataði aftur á móti beint
í hlaupalínu Guðjóns Árna Antoní-
ussonar sem komst einn á móti
Daða og skoraði af öryggi.
FH-ingar reyndu hvað þeir gátu
að minnka muninn en þá skorti
áræðni og hungur til að klára
dæmið og staðan var 2-0 í hálfleik.
Sama var uppi á teningnum í upp-
hafi síðari hálfleiks; FH-ingar
voru meira með boltann en Kefl-
víkingar fengu mun betri mark-
tækifæri.
FH-ingar færðu sig eðlilega
framar á völlinn eftir því sem líða
tók á seinni hálfleik í örvæntingar-
fullri leit að marki til að opna leik-
inn aftur. Keflvíkingar voru hins
vegar sem fyrr þéttir varnarlega
og gáfu fá færi á sér en voru svo
stórhættulegir þegar þeir sóttu
hratt upp völlinn.
Það dró hins vegar til tíðinda á
88. mínútu þegar FH-ingar áttu
þunga sókn að marki Keflavíkur
og varamaðurinn Matthías Vil-
hjálmsson skoraði af stuttu færi.
Það voru hins vegar Keflvíking-
ar sem áttu síðasta orðið þegar
Redo komst einn inn fyrir vörn
FH-inga mínútu síðar og skoraði.
Lokatölur urðu því 3-1 og bikar-
meistarar FH eru úr leik.
„Þegar við spilum eins og við
spiluðum í þessum leik, þegar allir
eru að leggja sitt af mörkum og
berjast, þá náum við góðum úrslit-
um, svo einfalt er það. Við verðum
bara að gera meira af því,“ sagði
Guðmundur Steinarsson kátur í
leikslok.
Atli Viðar Björnsson, framherji
FH, var vitanlega ekki sáttur í
leikslok. „Það er náttúrlega fúlt að
við séum dottnir út úr bikarnum.
Þetta var ekkert frábær leikur hjá
okkur en heldur ekkert alslæmur,“
sagði Atli, sem kvað FH-ingana
ætla að koma tilbúna á sunnudag-
inn þegar liðin mætast að nýju á
Sparisjóðsvellinum, þá í deildinni.
„Við ætlum að borga fyrir okkur á
sunnudaginn, það kemur ekkert
annað til greina,“ sagði Atli.
omar@frettabladid.is
Bikarmeistararnir úr leik
Keflvíkingar gerðu sér lítið fyrir og slógu ríkjandi bikarmeistara í FH úr VISA-
bikarnum í gær. Leikurinn var opinn og skemmtilegur en lokatölur voru 3-1.
ÖRUGGUR Patrik Redo innsiglar hér 3-1 sigur
Keflvíkinga með marki á lokamínútunni.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/ÞO
R
G
ILS
VALUR Fer til Slóveníu í Evrópukeppn-
inni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI