Fréttablaðið - 04.07.2008, Blaðsíða 62
38 4. júlí 2008 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2. snap, 6. kringum, 8. hversu, 9.
varkárni, 11. klaki, 12. gljái, 14. málm-
húðun, 16. ætíð, 17. þrí, 18. hrópa,
20. bardagi, 21. svall.
LÓÐRÉTT
1. veltingur, 3. skammstöfun, 4.
sundra, 5. lærir, 7. talsmaður, 10. mál,
13. veiðarfæri, 15. títla, 16. haf, 19.
skammstöfun.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. betl, 6. um, 8. hve, 9. gát,
11. ís, 12. glans, 14. plett, 16. sí, 17. trí,
18. æpa, 20. at, 21. rall.
LÓÐRÉTT: 1. rugg, 3. eh, 4. tvístra, 5.
les, 7. málpípa, 10. tal, 13. net, 15.
títa, 16. sær, 19. al.
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Mér finnst gott að taka með
mat af veitingastaðnum Ban
Thai, enda er hann bara á
næsta horni við heimili mitt. Svo
finnst mér Eldsmiðju pitsurnar
alltaf æðislegar.“
Katrín Á. Johnson dansari
„Þetta er með skemmtilegri fund-
um. Þegar Gnarrinn kynnir hug-
myndirnar. Auðvitað eru ákveðn-
ar hugmyndir sem ekki fara í gegn
og okkur hefur tekist að veðja á
þær réttu,“ segir Petrea Guð-
mundsdóttir, framkvæmdastjóri
markaðssviðs Símans.
Mikil ánægja er ríkjandi innan
Símans með viðbrögð við auglýs-
ingum sem EnnEmm-auglýsinga-
stofan hefur gert fyrir fyrirtækið,
bæði „Júdasar-auglýsinguna“ og
„Galíleó-auglýsinguna“ en maður-
inn á bak við þær er Jón Gnarr. Í
nýrri könnun sem gerð var á
vegum Capacent, þar sem virkni
auglýsinga er mæld, fá þessar
auglýsingar frábæra einkunn.
„Við erum mjög ánægð með við-
brögðin sem fóru langt fram úr
markmiðum okkar hvað varðar
sölu og markaðsleg viðmið. „Gali-
leó“ fær 7,0 í einkunn sem er
hæsta einkunn sem fyrirtækja-
auglýsing hefur fengið á þessu ári
og 3. hæsta einkunn sem auglýs-
ing hefur fengið frá því mælingar
hófust árið 2002. Þar er verið að
auglýsa 0 krónur á netið á kvöldin
og salan á netlyklum var 300%
umfram áætlanir,“ segir Petrea og
þakkar það auglýsingunni. Hún
bendir á að aðspurðir voru ekki
aðeins ánægðir með auglýsinguna
heldur var vitund um hvað var
verið að auglýsa há; 92 prósent
þeirra sem voru spurðir, á aldrin-
um 16-75 ára, vissu hvað var verið
að auglýsa. Sem hlýtur, jú, að
skipta máli.
Nokkurt hugrekki þarf til að
stökkva á auglýsingahugmyndir
sem eru nýstárlegar í hinu svo-
kallaða fyrirtækjaumhverfi. Og
Petrea er sú sem veltir því fyrir
sér hvaða hugmyndir Jóns fara
alla leið. Hún er ánægð með sam-
starfið og Jón einnig. Hann
reyndar segist vita hvað klukkan
slær í þeim efnum núorðið og
bjóði Petreu ekki upp á neina vitl-
eysu.
„Ég er orðinn nokkuð næmur á
þetta í dag. Öfugt við þegar við
Sigurjón Kjartansson fórum fyrir
um 18 árum og töluðum við Sigurð
G. Tómasson hjá Rás 2 og vildum
gera útvarpsþátt. Hann spurði
hvaða nafn við hefðum hugsað
okkur á þáttinn og ég sagði blað-
skellandi: „Uppi í rassgatinu á
þér – alla sunnudaga“. Síðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar,“
segir Jón sem var viss um að
„Galíleó-auglýsingin“ myndi
heppnast. En að hún yrði svona
vel heppnuð er ánægjuleg upp-
götvun. Og auglýsingin sé augna-
yndi af hálfu Saga film. Miklu
skipti að fá umfjöllun meðal
almennings og í fjölmiðlum. Og
þá sé ekkert endilega málið að
hneyksla heldur frekar vekja fólk
til umhugsunar. „En maður reyn-
ir að fara á brúnina, jújú, það er
áhugaverðara að horfa á mann
sem gengur á línu yfir Niagara-
fossa en mann sem gengur á
götu,“ segir Jón Gnarr sem nú
hefur verið hjá EnnEmm í um ár.
Og lætur vel af. „Það er nota-
legra í auglýsingaheimum en
grínheimum.“ jakob@frettabladid.is
PETREA GUÐMUNDSDÓTTIR: GALÍLEÓ-AUGLÝSINGIN FÆR HÆSTU EINKUNN
Konan sem temur Gnarrinn
JÓN KYNNIR PETREU HUGMYNDIR SÍNAR Hún er konan sem annaðhvort samþykkir nýstárlegar hugmyndir Jóns eða ekki og fer
með þær lengra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Já, það er frábært að fá þetta tækifæri.
Grímur Atlason … hann er mikill listamaður
og mikill heiður að fá að vera með á svona
hátíð,“ segir Geir Ólafsson sem verður ein
helsta skrautfjöður Innipúkans – innihátíðar
sem haldin verður á Nasa um næstu verslun-
armannahelgi.
Dagskráin liggur í meginatriðum fyrir.
Þetta er sjötti Innipúkinn og til hans var
stofnað upphaflega til að vera eins konar
mótvægi við gleðipopp og útihátíðir. Þeir
listamenn sem fram koma bera dám af því:
Hjálmar, Megas, Dr. Spock, Hjaltalín, Benni
Hemm Hemm, Dísa, Múgsefjun og svo
Grjóthrun í Hólshreppi sem kemst á dagskrá
í gegnum bullandi klíku. En þar er bassaleik-
arinn téður Grímur bæjarstjóri sem er
jafnframt framkvæmdastjóri Innipúkans.
Þegar önnur atriði eru skoðuð skýtur Geir
Ólafs með sína ágætu big-band tónlist.
Grímur segir hins vegar frábært að fá Geir í
hópinn, hann verði einn af hápunktum
hátíðarinnar og Geir segir þetta misskiling
að hann sé eitthvað illa í sveit settur þarna.
„Við eigum það sameiginlegt að vera öll
tónlistarfólk. Og eigum það sameiginlegt að
vera ólík innbyrðis. Það er mikill heiður
fyrir mig að koma fram með þessu frábæra
listafólki. Tækifæri sem ég get ekki látið
fram hjá mér fara,“ segir Geir sem mun
flytja eldra efni sem og kynna nýtt sem
verður að finna á næstu plötu hans sem
heitir Meira. Undirleikur verður af segul-
bandi en á útgáfutónleikum 12. september
verður öllu til tjaldað með big-bandi og
gestum. - jbg
Geir Ólafs helsta stjarna Innipúkans
GEIR ÓLAFS Mikill heiður að koma fram með þessu
frábæra listafólki.
Allar íslenskar kvikmyndir verða
gefnar út á DVD-diskum á næstu
árum, að sögn Friðriks Þórs Frið-
rikssonar kvikmyndagerðarmanns.
„Það er stefnan. Það tekur kannski
tvö, þrjú ár,“ segir hann. Friðrik
segir að verið sé að ganga frá mál-
inu með Kvikmyndamiðstöð
Íslands, enda sé mikilvægt að varð-
veita myndir og koma þeim á tölvu-
tækt form.
Sjö kvikmyndir Friðriks Þórs
koma einmitt út á DVD-diskum um
þessar mundir. Þrjár þeirra, Englar
alheimsins, Djöflaeyjan og Börn
náttúrunnar, hafa verið gefnar út
áður en hinar fjórar eru að koma út
í fyrsta skipti. Þær eru Á köldum
klaka, Skytturnar, Bíódagar og
Rokk í Reykjavík.
„Það eru alltaf túristar hringj-
andi heim til mín út af þessum
myndum,“ segir Friðrik. Hann
segir ýmiss konar fólk hafa hringt
eða bankað upp á hjá honum. „Það
eru svo margir búnir að sjá þetta
og svo hefur þetta ekkert verið til
úti heldur, nema á VHS-spólum. Nú
er það að breytast og það er mjög
ánægjulegt.“
Friðrik þykir vænst um að Bíó-
dagar komi nú út á DVD, „því hún
byggir á ævi minni. En annars er
þetta bara eins og börnin manns,
maður gerir ekki upp á milli. Mér
þykir líka vænt um myndir þar
sem fólk er farið frá manni, eins og
margir af þessum gömlu leikurum,
Gísli Halldórs, Sigríður Hagalín,
Rúrik Haraldsson og Baldvin Hall-
dórsson. Myndirnar verða svona
minnisvarðar um fólk, ég tek það
allavega þannig. Mér þykir vænt
um myndirnar út af því, og fólkið
lifir í þessum myndum.“ - þeb
Allar íslenskar myndir á DVD
FRIÐRIK ÞÓR Segir stefnu setta á að
koma öllum íslenskum bíómyndum á
DVD. Fjórar myndir Friðriks koma út á
DVD í fyrsta sinn um þessar mundir.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Nýjasta nýtt frá heilsudrottningunni
Jónínu Benediktsdóttur er pólskt
kollagen sem framleitt er úr sérstakri
tegund af fiski sem veiðist í volgu
vatni í Póllandi. Um er að ræða
kraftaverkatöflur og gel sem yngir,
gefur heilbrigt útlit og dregur úr lið-
verkjum – eykur heilbrigði hárs og
nagla. Sjálf hefur Jónína
notað þessa ótrúlegu
vöru og segir í bréfi til
skjólstæðinga sína, en
þeim fjölgar stöðugt,
að þrátt fyrir að vera oft
spurð að því hafi hún
ekki farið í andlits-
lyftingu og þakkar
það heilsuvörum
sínum.
Úrval erlendra poppara hefur miðast
við eldri kantinn á Íslandi í sumar og
þeir sem vilja sjá eitthvað yngra og
ferskara verða að bregða
sér út fyrir landsteinana.
Þetta gera margir, til
dæmis Friðrik Ómar
sem ætlar að skella sér
á tónleika með sjálfum
George Michael í Tor-
onto um miðjan júlí.
Friðrik hefur lengi
verið aðdáandi
George Michael en
aldrei séð hann á
tónleikum fyrr.
Einar Ágúst er í góðu stuði þessa
dagana og hamingjusamlega laus
við ruglið sem hann var í um árið.
Hann kemur oft og iðulega fram
með Vigni í Írafári en hafnaði boði
um að slást í hóp gömlu félaga
sinna í Skítamóral sem hafa verið að
skjóta saman nefjum að undan-
förnu. Einar Ágúst ætlar að gera nýja
sólóplötu sem kemur út á næsta
ári. Sú fyrri kom út fyrir síðustu jól
og hét því útúrsnúningavæna nafni,
Það er ekkert víst að það klikki.
Gaman verður að sjá hvaða titil
Einar býður upp á næst. Vonandi
ekki Einar
Ágúst 2!
- jbg/glh
FRÉTTIR AF FÓLKI
Auglýsingasími
– Mest lesið
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1. 20 stöðugildi.
2. 130.000 tonn.
3 Ungfónía.