Fréttablaðið - 07.07.2008, Qupperneq 10
10 7. júlí 2008 MÁNUDAGUR
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
4
23
61
0
5/
08
• Austurbæjarskólinn var fyrsta húsið með hitaveitu í Reykjavík. www.or.is
Sögur og
sagnir
í Elliðaárdal
Gengið ofan Árbæjarstíflu. Þriðjudags-
kvöldið 8. júlí verður farin göngu- og
fræðsluferð í Elliðaárdal undir leiðsögn
Stefáns Pálssonar
sagnfræðings. Dalurinn
á sér merka sögu allt
frá komu Ketilbjarnar
gamla, landnámsmanns, þangað. Gengið verður um og sagðar
sögur. Gangan hefst kl. 19.30 við Minjasafnið í Elliðaárdal.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
Hressing
í bolla frá
Knorr
Vinstrisinnuðu uppreisn-
arsamtökin FARC hafa
í meira en fjóra áratugi
háð vopnaða baráttu við
kólumbísk stjórnvöld sem
kostað hefur tugi þúsunda
mannslífa. Þau standa nú
veik að vígi eftir árásir
kólumbíska hersins og liðs-
mönnum fækkar.
Síðasta alvarlega áfallið fyrir sam-
tökin reið yfir 2. júlí þegar kól-
umbískir hermenn frelsuðu
fransk-kólumbíska stjórnmála-
manninn Ingrid Betancourt ásamt
fjórtán öðrum, þar á meðal þrem-
ur bandarískum hernaðarverktök-
um, úr klóm samtakanna.
„Hollywood“-björgun
Björgunin líktist atriði úr Holly-
wood-kvikmynd. Skæruliðarnir
sem héldu gíslunum voru plataðir
til að koma með þá að þyrlu hers-
ins. Þar biðu hermenn í gervi með-
lima hjálparstofnunar, frétta-
manna og skæruliða. Þeir höfðu
sannfært skæruliðana um að þeir
væru á vegum FARC og flytja ætti
gíslana annað. Þegar af stað var
flogið voru skæruliðarnir yfirbug-
aðir og gíslunum tilkynnt að þeir
væru frjálsir.
Sálræn áhrif björgunarinnar eru
líklega enn meiri en þegar þrír
leiðtogar FARC dóu í mars. Her-
foringinn Raúl Reyes var drepinn í
árás kólumbíska hersins á bæki-
stöð skæruliða í Ekvador. Annar
herforingi var drepinn af eigin líf-
verði. Stofnandi og æðsti leiðtogi
samtakanna, Manuel Marulanda,
dó að líkindum úr hjartaáfalli.
Hnignandi samtök
FARC voru stofnuð árið 1964 sem
hernaðararmur Kommúnista-
flokks Kólumbíu. Samtökin skild-
ust frá Kommúnistaflokknum á
níunda áratugnum þegar áhersla
þeirra tók að færast frá pólitíkinni
yfir á glæpastarfsemi, einkum
fíkniefnasölu og mannrán. Mörg
ríki, þar á meðal Kólumbía, Banda-
ríkin og ríki Evrópusambandsins,
skilgreina FARC sem hryðjuverka-
samtök.
Vinstrisinnaðir þjóðarleiðtogar í
Suður-Ameríku, einkum Hugo
Chavez frá Venesúela, hafa reynt
að miðla málum milli FARC og kól-
umbískra stjórnvalda. En stjórn
Alvaro Uribe Kólumbíuforseta
hefur rekið harða stefnu gegn
FARC.
Stefnan virðist bera árangur.
Frá árinu 2002 hefur liðsmönnum
samtakanna fækkað úr sextán þús-
und í níu þúsund og fækkar enn.
Yfir sex hundruð uppreisnarmenn
hafa verið drepnir á þessu ári.
Stjórnvöld bjóða liðsmönnum fúlg-
ur fjár fyrir að ganga til liðs við
sig og talið er að þau eigi marga
uppljóstrara í röðum samtakanna.
Stuðningur Bandaríkjanna
Bandaríkin hafa stutt dyggilega
við kólumbíska herinn. „Kólumb-
íu-áætluninni“ var hrundið af stað
árið 1999 til að stöðva streymi
kókaíns frá Kólumbíu til Banda-
ríkjanna. Bandaríkin hafa eytt
milljörðum dala í áætlunina sem
hefur lítil áhrif haft á kókaín-
streymið, en hefur á hinn bóginn
styrkt mjög kólumbíska herinn.
Hundruð enn í haldi
FARC eru enn með hundruð gísla í
haldi, en Betancourt var sá verð-
mætasti. Henni var rænt meðan
hún atti kappi við Uribe í kólumb-
ísku forsetakosningunum árið
2002.
Líklegt er að veiking FARC muni
neyða þau í viðræður við kólumb-
ísk stjórnvöld. Hugsanlega gæti
lausn á átökunum, sem hafa rekið
þrjár milljónir manna frá heimil-
um sínum, loks verið í sjónmáli.
Björgunin minnti á
atriði í hasarmynd
INGRID BETANCOURT Fagnar frelsinu ásamt börnum sínum eftir björgunina.
FRÉTTASKÝRING: Vopnuð barátta FARC-uppreisnarsamtakanna
FRÉTTSKÝRING
GUNNLAUGUR HELGASON
gunnlaugurh@frettabladid.is
HEILBRIGÐISMÁL Sjúklingar bíða nú
skemur eftir aðgerðum á sjúkra-
húsum en þeir gerðu fyrir ári. Bið
eftir hjartaþræðingu hefur styst
hvað mest en bið eftir gerviliða-
aðgerðum í hnjám er eini biðlistinn
sem lengist svo nokkru nemur.
Þetta kemur fram í tölum sem
landlæknisembættið hefur tekið
saman og miðast við 1. júní. Sam-
anburður er gerður á biðtíma í
febrúar á þessu ári og 1. júní í
fyrra.
Þegar tölur um bið eftir hjarta-
þræðingu eru skoðaðar kemur í
ljós að nú bíða 184 einstaklingar en
á sama tíma í fyrra biðu 235 ein-
staklingar. Þeim sem hafa beðið
lengur en í þrjá mánuði hefur
fækkað úr 119 í 61 einstakling. Í
bráðatilvikum er engin bið.
Aðrir biðlistar sem halda áfram
að styttast eru biðlistinn á háls-,
nef- og eyrnadeild og listi lýtalækn-
ingadeildar vegna brjóstaminnkun-
ar aðgerða. Þar er ekki um lýtaað-
gerðir að ræða heldur aðgerðir
vegna álagseinkenna sem konur
hafa af mjög stórum brjóstum.
Allstór hópur fólks bíður eftir
aðgerð vegna skýs á auga en búast
má við að sá biðlisti fari að styttast
þar sem nýverið hefur verið samið
við augnlæknastofur.
Gerviliðaaðgerðum fjölgar jafnt
og þétt, annars vegar vegna þess
að þjóðin þyngist og aðgerðirnar
verða sífellt öruggari. Biðlistinn
eftir þessum aðgerðum er eini bið-
listinn sem lengist, að sögn heil-
brigðisráðuneytisins. - ghs
Í AÐGERÐ Gerviliðaaðgerðum fjölgar
jafnt og þétt. Biðlistinn eftir slíkum
aðgerðum er eini biðlistinn sem lengist.
Biðlistar vegna hjartaþræðinga hefur styst til muna á einu ári:
Sjúklingar bíða skemur en áður
Nýjar stúdentaíbúðir rísa
Félagsstofnun stúdenta verður úthlut-
að byggingarrétti fyrir námsmanna-
íbúðir við Skógarveg. Borgarráð
samþykkti tillögu þessa efnis á fundi
sínum í fyrradag.
HÚSNÆÐISMÁL
Strandlengjan lítið menguð
Lítil mengun er við fjörur Reykjavíkur
og þær því öruggar til útivistar. Öll
sýni sem tekin voru við strandlengju
borgarinnar voru innan viðmiðunar-
marka fyrir skólpmengun.
ÚTIVIST
NOREGUR, AP Efnahagsbrotadeild
norsku lögreglunnar hefur lokið
rannsókn á meintri spillingu við
gerð varnarmálasamninga í
Noregi. Ákveðið var að sekta þýska
fyrirtækið Siemens um jafnvirði
rúmlega þrjátíu milljóna króna.
Lögreglan sakar Siemens um að
hafa haft „óviðeigandi áhrif“ með
því að hafa að miklu leyti greitt
fyrir golfferð þriggja norskra
hershöfðingja til Spánar árið 2004.
Hershöfðingjarnir voru í aðstöðu
til að hafa áhrif á gerð hergagna-
samninga.
Lögmaður Siemens segir að
ákvörðuninni verði að líkindum
áfrýjað til dómstóla. - gh
Lögreglurannsókn í Noregi:
Siemens sektað
fyrir spillingu
Fjöldaslagsmál í Öskjuhlíð
Fjöldaslagsmál brutust út fyrir utan
Keiluhöllina í Öskjuhlíð í fyrrinótt.
Átta Litháar slógust með þeim afleið-
ingum að einn var fluttur á slysadeild
með höfuðáverka og brotnar tennur.
Hinir sjö voru handteknir og færðir í
fangageymslur.
Gúmmíbátur brenndur
Leifar gúmmíbáts sem brann til kaldra
kola í fyrrinótt fundust við Ræktunar-
stöðina við Nýbýlaveg í gærmorgun.
Grunur leikur á að um íkveikju hafi
verið að ræða.
Stöðvaður á hlaupum
Ökumaður ók gegn rauðu ljósi í Hafn-
arfirði í fyrrinótt í tilraun til að sleppa
frá lögreglu. Eftir að lögreglu tókst að
stöðva hann við Víðiberg reyndi hann
að komast undan á hlaupum en var
stöðvaður og fluttur á lögreglustöð.
Hann var sviptur ökuréttindum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÞÁTTTAKANDI Í GAY PRIDE-GÖNGU Í
KÖLN STILLIR SÉR UPP FYRIR MYNDA-
TÖKU Þúsundir samkynhneigðra
einstaklinga gengu um götur Kölnar í
gær til að mótmæla mismunun.
NORDICPHOTOS/AFP
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P