Fréttablaðið - 07.07.2008, Page 18

Fréttablaðið - 07.07.2008, Page 18
[ ]Náttborð ættu að vera í öllum svefnherbergjum til að leggja frá sér bækur og blöð sem lesin eru uppi í rúmi. Einnig til að geyma myndir og vekjaraklukkuna. Fjörleg motta HAGNÝTT GÓLFSKRAUT Silmu mottan er úr 100 pró- sent flókaull og er einstaklega skemmtileg á að líta. Hún er í raun eins og stór glasamotta þar sem kantar hennar eru skreyttir með egglaga formum. Yfirborðið er mjúkt og þægilegt og hentar mottan vel til að skreyta heim- ilið eða inn á skrifstofu. Mott- urnar eru meðhöndlaðar á um- hverfisvænan hátt þannig að þær hrinda frá sér óhreinind- um og trosna síður. Annars er mikilvægt að viðra allar mottur reglulega og ryksuga. Hönnuður mottunnar er Tuttu Sillanpää en framleiðandi er Verso design og má meðal annars nálgast mott- una á www.finnishdesignshop. com. - hs Þvottahús – Hreinlætisvörur Sjampó og sápur Sjampó og sápur geta innihaldið bæði tilbúin og náttúruleg efni. Stundumeru náttúrulegu efnin beint úr jurtum en oft er búið að einangra þau til að fá nákvæm- lega þá virkni sem óskað er eftir í vörunni. Skoðaðu innihalds efnin sérstaklega ef þú ert með ofnæmi. Góð regla er að nota eins lítið af sápu og hægt er enda getur ofnotkun aðeins leitt til þess að húðin þornar um of. Sum sjampó innihalda efni eins og vax sem erfitt er að ná úr hársverðin- um. Ódýr sjampó eru oft alls ekki góð vara auk þess sem þau eru ódrjúg. Sjampó í háum gæða- flokki er mun virkara og verðið segir því ekki alla söguna. Dömubindi: Forðist að kaupa dömubindi þar sem hverju einstöku bindi er pakkað inn í plast. Hreinlætinu ætti að vera fullnægt með ytri umbúðum. Umhverfisvænna er að velja dömubindi og tíðatappa sem eru ekki með plasti og eru unnin úr lífrænni bómull, hafa ekki verið bleikt og/eða eru laus við ilmefni. Hægt er að komast alveg hjá því að nota bindi eða tappa með því að nota margnota gúmmíbikar (Álfabikarinn) úr 100% náttúrulegu gúmmíi. Sjá meira um allt í baðherberginu á: http://www.natturan.is/husid/1269/ GÓÐ RÁÐ fyrir þig og umhverfið Náttúran.is - vefur með umhverfisvitund            ú ts a la vera Laugavegi 49 ÷40% vera ÷50% Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.