Fréttablaðið - 07.07.2008, Side 33

Fréttablaðið - 07.07.2008, Side 33
MÁNUDAGUR 7. júlí 2008 17 „Ég heiti eftir föðurömmu minni sem hét Guðfríður Lilja og var kaupkona. Hún var skírð eftir tveimur móður- systrum sínum, önnur þeirra hét Guð- fríður og hin hét Lilja. Þær voru mjög elskaðar í sinni fjölskyldu en voru meðal þeirra sem fluttust til Ameríku á sínum tíma og til að minnast þeirra var amma skírð í höfuðið á þeim tveimur,“ útskýrir Guðfríður Lilja, vara- þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. „Amma mín var alltaf kölluð Lilja og var með litla búð á Bergstaðastrætinu sem hét Liljubúð en þessi amma mín kenndi mér að tefla,“ segir Guðfríður Lilja en eins og margir vita var hún forseti Skáksambands Íslands í fjögur ár og er fyrsta og eina konan sem hefur gegnt því embætti. „Amma var mér mikil fyrirmynd í lífinu, óskaplega sjálfstæð og flott kona,“ segir Guðfríð- ur Lilja einlæg og bætir við: „Mér þykir mjög vænt um þetta nafn og amma var mér mjög mikilvæg og er enn, þrátt fyrir að hún sé dáin.“ Þegar Guðfríður Lilja var lítil þótti henni nafnið dálítið skrítið og marg- ir héldu að hún héti í raun Guðríð- ur. Með árunum fór henni þó að þykja vænt um nafnið. „Það er hins vegar misjafnt hvort ég er kölluð báðum nöfnunum eða bara Lilja eins og amma, en mér þykir vænt um þegar þau eru bæði sögð.“ NAFNIÐ MITT: GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR Þykir vænt um nafnið GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR FORMAÐUR SKÁKSAMBANDS ÍSLANDS FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stafganga verður kennd í Viðey á morgun, þriðjudaginn 8. júlí. Um er að ræða þriðjudagsgöngu sem haldin er vikulega úti í eyjunni. Guðný Aradóttir stafgönguleið- beinandi mun leiða gönguna sem er ókeypis og opin öllum. Staf- ganga er að verða nokkuð vinsæl íþrótt meðal Íslendinga sem vilja ganga sér til heilsubótar. Í þriðju- dagsgöngunum lærir fólk að nota stafinn um leið og það hreyfir sig og nýtur fegurðarinnar í Viðey. Siglt er frá Skarfabakka klukk- an 19.45 og mun gangan taka um tvær klukkustundir. Ferjufarið kostar 800 krónur fyrir fullorðna og 400 krónur fyrir börn frá sex til átján ára. Stafganga í Viðey VIÐEY Guðný Aradóttir mun kenna stafgöngu í Viðey á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Rokkhátíðin Eistnaflug verð- ur haldin í fjórða sinn í Egilsbúð í Neskaupstað helgina 10. til 13. júlí. Yfir 20 hljómsveitir munu stíga á svið þetta árið og má þar nefna Mammút, Brain Police, sem er að spila í fyrsta sinn á Eistnaflugi, Ham, Ælu og þýsku þungarokks- hljómsveitina Contradiction. Á hátíðinni er séð fyrir öllu þannig að boðið verður upp á tvö tjald- svæði, annað fyrir fjölskyldufólk og hitt fyrir fólk sem ætlar sér að sletta úr klaufunum. Ókeypis er að tjalda á báðum stöð- um. Allar frekari upplýsingar um dag- skrá eða gistingu er hægt að nálg- ast á slóðinni www.eistnaflug.is. Rokk á Austurlandi TÓNLEIKAR Hljómsveitin Mammút spilar á rokkhátíðinni Eistnaflugi sem haldin er helgina 10. til 13. júlí. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR ATH. Erum með 30 potta í sýningarsal okkar. Tilboð Skeljar kr. 200.000,- Arctic Spas Kleppsvegur 152 Sími 554 7755 www.heitirpottar.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.