Fréttablaðið - 07.07.2008, Qupperneq 46
30 7. júlí 2008 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. mælieining, 6. í röð, 8. fley, 9.
munda, 11. ekki heldur, 12. skattur,
14. mont, 16. átt, 17. þrí, 18. stjórnar-
umdæmi, 20. stefna, 21. streita.
LÓÐRÉTT
1. krass, 3. úr hófi, 4. jarðbrú, 5. viður,
7. skór, 10. eyrir, 13. nytsemi, 15.
naga, 16. rá, 19. átt.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. volt, 6. rs, 8. far, 9. ota, 11.
né, 12. tíund, 14. grobb, 16. sv, 17. trí,
18. lén, 20. út, 21. álag.
LÓÐRÉTT: 1. krot, 3. of, 4. landbrú, 5.
tré, 7. stígvél, 10. aur, 13. not, 15. bíta,
16. slá, 19. na.
„Ég er búin að vera að þjálfa í mörg ár en er
búin að vera með aðstöðu í einu af Meridian-
hótelunum í Dubai undanfarna níu mánuði,
en hér eru flestar líkamsræktartöðvar inni á
hótelum þar sem fólk hefur aðgang að
tækjum, heilsulind, sundlaug og tennis-
velli,“ segir Guðfinna Sigurðardóttir,
einkaþjálfari og líkamsræktarkennari, sem
hefur búið í Dubai undanfarin sex ár ásamt
eiginmanni sínum, Michael Hansen, og
tveimur sonum þeirra, Ísaki fjögurra ára og
Davíð sex ára.
„Ég er ekki hrifin af megrunarkúrum svo
ég legg frekari áherslu á lífsstílsbreytingu.
Ég nota prógramm sem heitir „8 weeks to a
new you“ og hitti þá viðskiptavinina þrisvar
eða fjórum sinnum í viku í átta vikur,“
útskýrir Guðfinna og segist finna mikinn
mun á lífinu í Dubai og Íslandi. „Við
fluttumst hingað eftir að maðurinn minn
fékk flugmannsstarf hjá Emirates-flugfé-
laginu og það tók mig allavega tvö ár að
venjast þessum breytta lífsstíl. Hér eru allir
með þernur á heimilinu, það eru engar gang-
stéttir til að fara í göngutúra og maður fer
allra sinna ferða á bíl, sem er mjög tíma-
frekt því það er allt fullt af bílum,“ segir
Guðfinna.
Aðspurð hvort verðlagið sé ekki hátt segir
hún það mjög svipað og hérlendis. „Fyrir
tveimur árum hefði ég sagt að verðlagið
væri lægra á Íslandi, en nú hefur allt
hækkað svo mikið að það er svipað í dag,“
segir Guðfinna sem vill þó ekki meina að
fjölskyldan verði í Dubai til frambúðar.
„Dubai er rosalega langt komið í ýmsu,
svo sem skólamálum, en annað er mjög
langt eftir á. Það getur til dæmis tekið heila
eilífð að láta gera við bilaðan bíl eða ganga
frá pappírsvinnu. Uppbyggingin í landinu er
gífurlega hröð og það er hálfóhugnanlegt
hvað það er mikið af peningum hérna, en
maður er mest hræddur um að þetta sé
blaðra sem springi einn daginn. Flugfélagið
sér okkur fyrir mjög fínu húsi og greiðir
hita, rafmagn og lækniskostnað, en þetta er
ekki það raunverulega líf sem ég vil að
synir mínir kynnist svo ég vil gjarnan flytja
til Svíþjóðar eða Íslands þegar eldri sonur
minn fer í gagnfræðaskóla,“ segir Guðfinna
að lokum, en þeim sem hafa áhuga á að
kynna sér þjálfunaraðferðir Guðfinnu betur
er bent á að kíkja á 8weeks.net.
alma@frettabladid.is
GUÐFINNA SIGURÐARDÓTTIR: KEMUR ÍBÚUM DUBAI Í FORM
Óhugnanlegt hvað það er
mikið af peningum hérna
ÁNÆGÐ Í DUBAI Guðfinna hefur nóg að gera sem líkamsræktarkennari og
einkaþjálfari í Dubai, en vill þó ekki búa þar til frambúðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
„Það er FM957 og Voice hérna
á Akureyri. Uppáhaldslagið mitt
þessa stundina er I Kissed a Girl
með Katy Perry en ég hlusta
bara á það sem er heitast. Ef ég
næ svo hvorki Voice né FM957
þá er það Rás 2.“
Vilborg Daníelsdóttir, vörubílstjóri á
Akureyri.
„Við erum að koma heim um miðjan júlí,“ segir
Þórarinn Leifsson rithöfundur sem
hyggst búa á Ísafirði fram að áramót-
um ásamt konu sinni, Auði Jónsdóttur.
Þau eru búsett í Barcelona. „Það verð-
ur of heitt hérna í júlí. Heilinn hættir
bara að virka í þessum hita,“ segir
Þórarinn. Auður er að leggja loka-
hönd á bókina Vetrarsól sem
kemur út í haust og ætlar að
klára að skrifa hana fyrir
vestan. Þórarinn ætlar að
klára handrit sem hann
ætlar að selja í forlag í
haust.
„Við vinnum þannig vinnu að við getum búið
hvar sem er,“ segir Þórarinn en þau hafa reynt
að haga málum þannig að þau búi hálft ár á
Íslandi og hálft ár erlendis. „Ég var ekkert
spenntur fyrir því að fara heim í sumar
því ég vildi ekki vera í Reykjavík.
Þegar Auja stakk upp á að fara á Ísa-
fjörð leist mér strax betur á þetta.
Ég er nefnilega með alls konar
rómantískar hugmyndir
um sveitina,“ segir hann.
Auður ætlar að halda
námskeið í ritlist á Ísa-
firði í september og
jafnvel fara með nám-
skeiðið til Reykja-
víkur. Þau stefna
að því að fara
aftur til Spánar
kringum 20.
desember með viðkomu í Danmörku og Þýska-
landi. Þórarinn segir að það sé ofan á þá nátt-
úrufegurð sem þau fá ókeypis á Vestfjörðum,
þá sé einnig mun ódýrara að lifa þar.
„Meðan evran er að láta svona þá er
réttast að við búum í tjaldi þangað til
krónan styrkist. Verðum í útilegu
þangað til,“ segir Þórarinn sem
ætlar að njóta lífsins fyrir vest-
an. „Ég ætla að fara í göngur og
veiða fisk í soðið. Auður
ætlar að baka pönnukökur.“
- shs
Frá Barcelona til Ísafjarðar
AUÐUR JÓNSDÓTTIR
Mun klára bókina
Vetrarsól meðan
hún dvelst á
Ísafirði.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÞÓRARINN LEIFSSON Flytur
með frúnni á Ísafjörð.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Jú, ég hitti George og tók í spað-
ann á honum. Hann var fremur
þurr á manninn, enda frægur fyrir
það,“ segir Ólafur Jóhannesson De
Fleur sem á dögunum heimsótti
Skywalker-búgarð George Lucas
ásamt fleiri aðilum úr kvikmynda-
heiminum. „Það eru þarna fjögur
eða fimm risastór hús sem hann á.
Þar með talið risahljóðstúdíó þar
sem vinna um 130 manns,“ segir
Ólafur en stúdíó George Lucas sér
meðal annars um að hljóðsetja allar
myndir Stevens Spielberg og allar
myndir frá Pixar, sem eitt sinn var
hluti af Lucasfilm.
Ólafur notaði tækifærið og bað
hinn virta leikstjóra um leyfi til
þess að nota skot af Yoda úr Star
Wars í mynd sinni Queen Raquela.
„Já, ég talaði við drenginn um það.
Hann vísaði mér þurrlega – samt
var eitthvað blítt við það – á
aðstoðar mann sem gekk frá smáat-
riðum svo ég fengi leyfið. Það hefði
verið stórmál að fá þetta í gegnum
lögfræðinga þannig að það var fínt
að nota tækifærið,“ segir Ólafur.
Af Ólafi er annars það að frétta
að mynd hans Queen Raquela fór í
sýningu í kvikmyndahúsum Los
Angeles í síðustu viku og fer vel af
stað að sögn Ólafs. „Viðbrögð áhorf-
enda hafa verið frábær. Nokkrir
stelpustrákar hafa haft samband
og nokkrar stúlkur sem eru þekkt-
ar úr klámheiminum hérna hafa
fylgst með myndinni og ætla að
mæta og sýna sinn stuðning. Það
verður fróðlegt að sjá,“ segir Ólaf-
ur sem lauk á dögunum við þrjá
þætti sem kallast Hringfarar. Í
sumar ætlar hann að slaka á og
„leyfa heilanum að anda aðeins“.
- shs
Heimsótti George Lucas
ÓLAFUR DE FLEUR Heimsótti Skywal-
ker-búgarð George Lucas og gekk frá
samningum í leiðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR EINKASAFNI
Tískutröllin Arnar Gauti
Sverrisson og Gunnar
Hilmarsson, oftast
kenndur við GK,
virðast hafa ákveðið
að taka golfíþrótt-
ina með trompi
í sumar. Þeir
vöktu athygli á
Hvaleyrarvellinum
á föstudag þar sem
þeir voru mættir ásamt tveimur
félögum sínum. Báðir voru þeir
Arnar Gauti og Gunni uppstrílaðir, í
bleikum peysum og með trefla og
klúta samkvæmt nýjustu tísku. Ekki
fer sögum af árangri þeirra á golf-
vellinum en þeir voru í hið minnsta
við öllu búnir, með góðar græjur og
á golfbíl. Höfðu viðstaddir á orði að
það væri nú nógu sjaldgæft að sjá
alvöru golfbíla á íslenskum golfvöll-
um, en þennan daginn sáu menn í
fyrsta skipti golfbíl ferja menn hvert
fótmál á æfingavellinum.
Á Austur-Indía fje-
laginu var sam-
ankomið sann-
kallað draumalið
Valsmanna í
handknattleik
síðastliðið laug-
ardagskvöld. Fór
þar fremstur í flokki
landsliðshetjan Snorri
Steinn Guðjónsson.
Með honum voru menn á borð
við Markús Mána Mikaelsson,
fyrrum leikmann Vals og íslenska
landsliðsins, og Ólaf Gíslason,
markmann Valsmanna. Einnig
gat þar að líta Bjarka nokkurn
Sigurðsson sem varð frá að hverfa
úr handboltanum vegna meiðsla á
besta aldri. Drengirnir höguðu sér
prúðmannlega áður en þeir héldu
út í sumarnóttina.
Trommuleikarinn Hanni Bach-
mann og kona hans Íris
Aðalsteinsdóttir eignuðust
á dögunum heilbrigt stúlku-
barn. Rokkarinn geðþekki
lýsti því á Vísi.is
hvernig hann hágrét
þegar prinsessan
fæddist, og skyldi
engan undra sem
þekkir tilfinning-
una. Stúlkan hefur
verið nefnd Evíta
Rán. -hdm/shs
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á blaðsíðu 8
1 Árni Ísaksson
2 Framleiðslufyrirtækið
WhiteRiver Productions
3 Friðrik Weisshappel
Auglýsingasími
– Mest lesið