Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 16
16 11. júlí 2008 FÖSTUDAGUR F erillinn frá hugmynd að raforkuframleiðslu er langur og flókinn. Afla þarf ýmiskonar leyfa og fá umsagnir fjölda stofnana og hafa samráð við fjölda einstaklinga á ýmsum stigum. Landsvirkjun áformar að byggja þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórs- ár; Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Að auki er stefnt á að reisa Búðarhálsvirkjun í Tungnaá, ofar á Suðurlandi. Allar virkjanirnar hafa þegar farið í gegnum umhverfismat. Búðarhálsvirkjun er raunar komin svo langt að Landsvirkjun gæti hafið framkvæmdir á morgun. Fjögur sveitarfélög liggja að Þjórsá á virkjanasvæðinu í neðri hluta árinnar. Virkjanir eru komn- ar inn á aðalskipulag Rangárþings ytra og Ásahrepps. Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur auglýst breytt aðalskipulag sem gerir ráð fyrir virkjununum. Flóahreppur hefur auglýst til- lögu að breyttu aðalskipulagi, sem gerir ráð fyrir Urriðafossvirkjun. Frestur til að skila inn athuga- semdum rennur út 1. ágúst. Þar sem Flóahreppur kemur ekki að efri virkjununum tveimur, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, eru þær í raun afgreiddar. Gríðarlega miklu skiptir að virkjanirnar verði allar reistar, segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. Þess vegna vilji Landsvirkjun ekki fara af stað af fullum krafti í samninga fyrr en virkjanirnar eru komnar á aðal- skipulag allra sveitarfélaganna. Sveitarfélögin eiga eftir að breyta deiliskipulagi, sem verður ekki gert fyrr en hönnun virkjan- anna er lokið, enda breytingin undirbúin af Landsvirkjun. Að auki þurfa þau að lokum að gefa út framkvæmdaleyfi. Segja borið fé á sveitarstjórnir Sveitarstjórnir allra fjögurra sveitarfélaganna eru fylgjandi virkjununum. Þrátt fyrir það eru skiptar skoðanir um virkj anirnar meðal íbúa. Landsvirkjun hefur samið við bæði Flóahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp um ýmiskonar uppbyggingu, og jafn- vel beinar fégreiðslur, komist virkjanirnar á aðalskipulag. Sumir íbúa þessara sveitar fé- laga gera athugasemdir við samn- ingana, og segja jaðra við að verið sé að bera fé á sveitarfélögin. Því hafna bæði sveitarstjórnarmenn og forsvarsmenn Landsvirkjunar. Bent er á að öll mannvirki vegna virkjananna verði á austurbakka árinnar, og því fái þau sveitar- félög, sem liggja vestan árinnar, engar tekjur í sinn hlut vegna virkjananna. Fasteignagjöldin endi öll austan árinnar hjá Rang- árþingi ytra og Ásahreppi. Þannig mun Landsvirkjun standa fyrir vegabótum í sveitarfélögunum, brúa Þjórsá og greiða fyrir vatns- veitu í Flóanum. Ekki verður sótt um virkjana- leyfi alveg á næstunni. Ástæðan er sú að virkjanaleyfi fellur úr gildi 90 dögum eftir að það er gefið út hafi samningar ekki náðst við alla landeigendur um bætur vegna vatnsréttinda og lands. Gætu verið búnir að semja Landsvirkjun þarf að semja við um 50 landeigendur um einhvers konar bætur eða úrbætur á landi vegna virkjunarinnar, segir Helgi Bjarnason, verkfræðingur hjá Landsvirkjun Power. Búið er að semja við innan við tíu, og vonast er til þess að samningar náist við fjóra til fimm á næstunni. Helgi segir að áhersla hafi verið lögð á að ná samningum vegna efstu virkjunarinnar, Hvamms- virkjunar, og vonandi verði þeir komnir svo langt í haust að hægt verði að sækja um virkjanaleyfi. Helgi segir einnig stefnt að því að ljúka samningum við landeig- endur um Holtavirkjun á árinu. Þar sem Urriðafossvirkjun verði síðust í röðinni fái samningar vegna hennar að bíða lengur. Daníel Magnússon, bóndi í Akbraut, sakar Landsvirkjun um að draga lappirnar í samningum. Stöðvarhús Hólsvirkjunar verður þar sem bær Daníels stendur í dag, auk þess sem talsvert rask verður á landinu. „Ef þeir ætluðu sér að semja væru þeir löngu búnir að því,“ segir Daníel. Hann segist tilbúinn til samninga, en hafi lítið heyrt í Landsvirkjun undanfarið. Ekki eru allir sem semja þarf við jafn viljugir að ljúka samning- um, og erfitt gæti reynst fyrir Landsvirkjun að semja við alla landeigendur. Það á einkum við í nágrenni Urriðafoss. Þannig birtu landeigendur á austurbakka Þjórsá yfirlýsingu fyrir nokkru þar sem fram kom að níu af tíu landeigendum á austur- bakka Þjórsár ætli sér ekki að semja við Landsvirkjun. Landsvirkjun þarf einnig að semja við eigendur vatnsréttinda í Þjórsá um bætur. Ríkið á nú þegar um 93 prósent vatnsréttinda í ánni, eftir að keyptir voru upp samningar Titan-félagsins um miðja síðustu öld. Þau vatnsréttindi sem eru í eigu einkaaðila fylgja færri en tíu jörð- um, aðallega í nágrenni við áform- að virkjunarstæði Urriðafoss- virkjunar. Landsvirkjun hefur boðið eigendum vatnsréttindanna að greiða þeim bætur reiknaðar með sömu aðferð og vegna Kára- hnjúkavirkjunar, segir Helgi. Niðurstaðan um greiðslur fyrir vatnsréttindi vegna Kárahnjúka- virkjunar er raunar ekki orðin ljós. Matsnefnd sem landeigendur og Landsvirkjun komust að sam- komulagi um að skipa komust að niðurstöðu, en hluti landeigenda ákvað að vísa málinu til dómstóla. Dóms er vart að vænta fyrr en snemma á næsta ári. Niðurstaðan fer væntanlega fyrir Hæstarétt. Kárahnjúkavirkjun fordæmið Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, segir að dómur í Kára- hnjúkamálinu muni að líkindum hafa fordæmisgildi varðandi verð- mæti vatnsréttinda. Landeigendur sem eiga vatns- réttindi munu horfa til niðurstöðu dómsmálsins, og segja erfitt að semja meðan það mál er óleyst. Einnig þarf að semja við ríkið um yfirtöku eða leigu Landsvirkj- unar á vatnsréttindum í eigu ríkis- ins. Friðrik bendir á að ríkið geti gengið til samninga um afhend- ingu réttindanna, þó að samið verði um endurgreiðslur síðar. Gróft áætlað má búast við því að Landsvirkjun greiði 600 til 700 milljónir vegna vatnsréttinda, og svipaða upphæð í bætur og úrbæt- ur vegna lands sem spillist eða fer undir mannvirki, segir Helgi. Sam- tals gerir það 1,2 til 1,4 milljarða. Alltaf er reiknað með slíkum kostnaði við virkjanaframkvæmd- ir, segir Helgi. Kostnaðurinn er þó mismikill eftir virkjunum. Fréttaskýring: Þjórsárvirkjanir 2. hluti ÖNNUR GREIN AF FJÓRUM Á morgun: Andstæð sjónarmið um virkjanir FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is FERILL VATNSAFLSVIRKJANA FRÁ HUGMYND AÐ FRAMLEIÐSLU Ferill Hverjir koma að málinu A - Urriðafossvirkjun B - Hvammsvirkjun C - Holtavirkjun D - Búðarhálsvirkjun Sýnir hvar fyrirhugaðar virkjanir eru staddar í ferlinu Orkufyrirtæki sýnir áhuga á því að virkja. Oftast sjálfstæðir rannsak- endur á vegum orkufyrir- tækisins. Iðnaðarráðherra veitir leyfið. Skipulagsstofnun tekur ákvörðun. Skipulagsstofnun tekur ákvörðun. Orkufyrirtækið fær tilboð í hönnun virkjunar. Sveitarfélagið tekur ákvörðun. Orkufyrirtækið semur við þá sem eiga land og vatnsréttindi. Iðnaðarráðherra veitir leyfið að fenginni umsögn Orkustofnunar. Orkufyrirtækið fær tilboð í framkvæmdir og vélbúnað. Viðkomandi sveitarstjórnir staðfesta. Viðkomandi sveitarstjórnir veita leyfið. Verktakar sem sömdu við orkufyrirtækið. Verktakar sem sömdu við orkufyrirtækið. Orkufyrirtækið. Hugmynd að nýtingu Forathugun Rannsóknarleyfi Könnun á matsskyldu Mat á umhverfisáhrifum Endanleg hönnun boðin út Möguleg breyting á aðalskipu- lagi sveitarfélaga Samið við landeigendur Virkjanaleyfi Framkvæmdir við virkjanir boðnar út Breyting á deiliskipu- lagi sveitarfélaga Framkvæmdaleyfi Framkvæmdir hefjast Framkvæmdum lýkur Orkuframleiðsla hefst A B D C Nei Já Almennt er ferill virkjana á þá leið sem hér er lýst, þó að röðin riðlist í sumum tilvikum. Gætu þurft að greiða 1,2 til 1,4 milljarða fyrir landið og vatnið Sveitarfélög við Þjórsá hafa ýmist samþykkt aðalskipulag, sem gerir ráð fyrir virkjunum, eða auglýst breytingu á skipulaginu. Landsvirkjun hefur þegar samið við nokkra landeigendur en fjöldi samninga bíður. Deilur um verðmæti vatnsréttinda við Kára- hnjúkavirkjun geta sett strik í reikninginn þar sem landeigendur sem eiga vatnsréttindi vilja gjarnan bíða niðurstöðu dómstóla. URRIÐAFOSS Samningar við landeigendur við Urriðafoss eru skemmst á veg komnir. Urriðafossvirkjun verður líklega síðasta virkjunin sem rís á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Náist ekki samningar við land- eigendur er ekki þar með sagt að ekki verði af viðkomandi virkjun eða virkjunum. Landsvirkjun hefur heimild til þess að óska eftir því að land verði tekið eignarnámi vegna virkjana. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra þyrfti að úrskurða hvort fara ætti í eignarnám, bærist krafa um slíkt. Hann hefur hingað til ekki gefið beint upp afstöðu til eignar- náms vegna virkjana í Þjórsá, þar sem slíkt myndi gera hann vanhæf- an til að úrskurða. Hann hefur þó ítrekað opinberað þá skoðun sína að „ríkir almanna- hagsmunir“ þurfi að koma til svo eignarnám verði íhugað. Tveir ráðherrar Samfylkingarinnar; Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra og Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra, hafa lýst þeirri skoðun sinni að ekki komi til greina að fara í eignarnám vegna virkjan- anna. EIGNARNÁM Í HÖNDUM ÖSSURAR Fossafélagið Titan var stofnað árið 1914, með það að markmiði að virkja fossa Þjórsár. Hugmyndir voru uppi um að gera fimm virkjanir í ánni, og í þeim tilgangi keypti Titan vatnsréttindi af landeigendum. Virkjanirnar komust aldrei af hugmyndastiginu sökum fjárskorts, og ríkið keypti vatnsréttindin af Titan um miðja síðustu öld. Þremur dögum fyrir þingkosningar í maí 2007 undir rit- uðu fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra og landbúnaðar- ráðherra samkomulag við Landsvirkjun um að vatnsrétt- indin rynnu til Landsvirkjunar, eða yrðu leigð fyrirtækinu. Almenningur var ekki upplýstur um samninginn eftir að hann var undirritaður, og Ríkisendurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að samningurinn væri ekki bindandi þar sem hann hafði ekki verið borinn undir Alþingi. Enn hefur Landsvirkjun ekki samið við ríkið um vatnsréttindin, en hefur haldið áfram samningum við landeigendur á grundvelli Titan-samninganna. Eigandi jarðarinnar Skálmholtshrauns í Flóahreppi hefur stefnt ríkinu og Landsvirkjun, og krafist þess að Titan-samningarnir verði ógiltir. Í stefnunni kemur fram að áform Landsvirkjunar nú séu allt önnur en þau sem Fossafélagið Titan hafði á prjónunum þegar landeigendur þess tíma seldu réttindin. Málið hefur verið þingfest í héraðsdómi, þar sem það hefur fengið flýtimeðferð. Búist er við aðalmeðferð í málinu í september, komi ekki fram frávísunarkröfur. ÁFORM LANDSVIRKJUNAR ÖNNUR EN FOSSAFÉLAGSINS TITAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.