Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 48
24 11. júlí 2008 FÖSTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Elskan,
mamma þín
gaf mér allt
gamla barna-
dótið þitt. Viltu
fá hárlokkinn
þinn aftur?
Nei, er þetta ekki litli
guttinn! Mikið hefurðu
stækkað síðan síðast! Já,
tíminn líður.
Eigum við ekki að sjá hvort
frænka á brjóstsykur í vesk-
inu sínu? Hvað ertu orðinn
gamall, elskan?
Þrjátíu og fimm og
hálfs!
Þú ert nú hálf-
væskilslegur.
Færðu nóg að
borða?
Hann
bjargar
sér!
Það er gat á
veggnum á
baðherginu
þínu Palli!
Ha? Já, það.
Ég ætlaði
einmitt að
nefna þetta.
Hvernig gerðist
þetta?
Gatið!
Hvað?
Þetta
gat?
Já,
þetta
gat!
Af hverju er
risastórt gat á
veggnum á bað-
herberginu þínu?
Þú ert að tala við
mig, ekki satt?
(Púff)
Suður á
bóginn.
Suður á
bóginn. Suður á
bóginn.
Suður á
bóginn.
Suður á
bóginn.
Það er ekki
frumlega hugs-
un að finna hjá
neinum þeirra!
Vá!
365 – Skaftahlíð 24 – 105 Reykjavík – Sími 512 5000 – www.365.is
Vegna fyrirhugaðrar afskráningar 365 hf. af skipu-
legum verðbréfamarkaði hefur stjórn félagsins
ákveðið, með samþykki hluthafafundar þann
1. júlí 2008, að kaupa hluti þeirra hluthafa sem
þess óska.
Hluthöfum 365 hf. er gert tilboð um að selja
hlutabréf sín í félaginu á gengi 1,20 kr. fyrir hvern
hlut í 365 hf. Tilboðið gildir til kl. 16.00 þann 11. júlí
2008. Tilboðið er gert þeim hluthöfum sem skráðir
voru í hluthafaskrá félagsins kl. 11.00 þann
1. júlí 2008.
Hluthöfum gefst þó kostur á að vera áfram hlut-
hafar í óskráðu félagi 365. Kauptilboðið er sett fram
í því skyni að koma til móts við hluthafa félagsins
og er það hverjum og einum hluthafa í sjálfsvald
sett hvort hann samþykkir kauptilboðið. Ef hluthafi
hefur ekki hug á að taka þátt í kauptilboðinu, þarf
viðkomandi hluthafi ekki að aðhafast neitt, þar
sem allir þeir sem taka ekki þátt í tilboðinu halda
ósjálfrátt áfram sem hluthafar í óskráðu félagi 365.
Tilboðið er lagt fram á grundvelli nánari skilmála
sem koma fram í bréfi sem sent hefur verið til allra
hluthafa á skráð lögheimili þeirra. Í bréfinu eru
einnig leiðbeiningar um tilboðið ásamt notandanafni
og lykilorði, sem hluthafi verður að nota til að taka
þátt í tilboðinu. Hluthafar sem hyggjast taka þátt í
tilboðinu skulu lesa bréf sitt vandlega og fylgja þeim
leiðbeiningum sem þar eru gefnar. Ef bréfið hefur
ekki borist hluthafa þann 7. júlí 2008 skal hann
hafa samband við 365 í síma 512 5000, þar sem
einnig eru veittar allar aðrar upplýsingar
um tilboðið.
Stjórn 365 hf.
Síðan ég hóf skipu-
lagt eftirlit með
fjárútlátum mínum
hef ég gert mér
grein fyrir því að
hér á landi fljóta á
milli neytenda og
fyrirtækja milljón-
ir króna í skatt-
frjálsu fé. Í næstum
því hvert einasta skipti sem ég fer
út í búð rekst ég á vörur með rangri
verðmerkingu.
Fyrsta stríðið hófst í Nóatúni
fyrir tveimur árum síðan. Þar voru
tveggja lítra kókflöskur verð-
merktar á 225 krónur en þegar á
kassann kom var verðið 239 krón-
ur. Í nafni aura minna sýni ég mikla
biðlund svo að í hvert sinn sem ég
keypti kók bað ég vinsamlegast um
að fá krónurnar mínar fjórtán til-
baka. Alveg sama hve margir biðu
í röð á eftir mér. Því næst talaði ég
við verslunarstjórann, eða hæst-
ráðandi starfsmann á vakt, og lét
vita af þessum hræðilega misskiln-
ingi.
Mér þótti ég hafa unnið mikinn
sigur þegar Nóatún lét verða af því
að breyta verðmerkingunni tveim-
ur mánuðum seinna. Mér fannst ég
dugleg. En stríðinu lauk ekki þar,
þvert á móti. Eftir að augu mín
opnuðust fyrir röngum verðmerk-
ingum fór ég að sjá þær alls staðar.
Í Hagkaup fékk ég ekki fimmtíu
prósenta afslátt á grillkjötinu mínu
og þegar ég bað um leiðréttingu
þurfti að sækja yfirmann til þess
að snúa lykli. Í 10-11 keypti ég
chilli-hrískökur sem voru merktar
á 159 krónur fyrir hver hundrað
grömm. Á kassanum kostuðu þær
hins vegar rúmlega þrjúhundruð
kall. Mig langar til að vita hvað
verður um þessa peninga. Hve
mikið af kóki seldi Nóatún haustið
2006? Ég verð að hugsa um það.
Um daginn þegar ég bað Hag-
kaup vinsamlegast um að skila mér
tuttugu og tveimur krónum fyrir
ranga verðmerkingu á barnaolíu
varð konan sem hafði verið á undan
mér svo upprifin af framtakssemi
minni að hún rauk inn í verslunina
með pokana sína, vopnuð kassa-
kvittun. Það var þá sem ég upp-
götvaði að einhver sigur hefði unn-
ist.
STUÐ MILLI STRÍÐA Svartir peningar
HELGA ÞÓREY JÓNSDÓTTIR VELTIR VÖNGUM YFIR ÓUPPGEFNUM TEKJUM MATVÖRUVERSLANA