Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 61
38 11. júlí 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. íþrótt, 6. úr hófi, 8. efni, 9. farvegur, 11. kringum, 12. laust bit, 14. framvegis, 16. tveir eins, 17. iðka, 18. for, 20. pfn., 21. könnun. LÓÐRÉTT 1. harmur, 3. pot, 4. reiðu- fé, 5. óðagot, 7. þögull, 10. grasteg- und, 13. frjó, 15. kviður, 16. missir, 19. kyrrð. LAUSN LÁRÉTT: 2. golf, 6. of, 8. tau, 9. rás, 11. um, 12. glefs, 14. áfram, 16. tt, 17. æfa, 18. aur, 20. ég, 21. próf. LÓÐRÉTT: 1. sorg, 3. ot, 4. lausafé, 5. fum, 7. fálátur, 10. sef, 13. fræ, 15. magi, 16. tap, 19. ró. „Ég er svolítill rokkari í mér og hlusta oft á Led Zeppelin og Metallica. Annars er ég nokkurn veginn alæta á tónlist og hef gaman af þessum gömlu góðu slögurum og mönnum eins og Johnny Cash.“ Katrín Ósk Guðlaugsdóttir, hárgreiðslu- kona á Toni & Guy VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Fagra Ísland. 2 Stuðmannabörnin Ólafur Egill Egilsson og Bryndís Jakobsdóttir. 3 Hjúkrunarfræðingar. Auglýsingasími – Mest lesið Það eru ekki bara olíufurstar og konungsfjölskyldur barnaævintýra sem búa í gullhúsum, ef svo má að orði komast. Á heimasíðu fasteigna- sölunnar Remax er að finna einbýl- ishús í Garðabæ á söluskrá. Það væri ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að blöndun- artækin á baðherbergjum hússins eru úr 24 karata gulli. Það mun vera afar sjaldgæft hér á landi. Hús þetta er 461 fermetri og er á tveimur hæðum. Á neðri hæð húss- ins er tæplega 100 fermetra sund- laug og innitjörn með marmara. Þá eru átta herbergi í húsinu. Brunabótamat hússins er um 61 milljón og því líklegt að húsið kosti vel yfir hundrað milljónir. -shs Gullhús í Garðabæ SUNDLAUG Um hundrað fermetra sundlaug er í húsinu. MYND/REMAX.IS GULLIN BLÖNDUNARTÆKI Blöndunar- tækin á baðherbergjum hússins eru úr 24 karata gulli. MYND/REMAX.IS „Það er hægt að túlka þetta sem pólitískt lag,“ segir Haffi Haff sem er að senda frá sér lagið Bin Laden. Danslag af dýrari gerðinni með snert af ádeilu. „Það er verið að benda á ákveðna hluti sem eru að gerast í heiminum,“ segir Haffi en lagið er eftir Steina nokkurn og textinn líka. „Hann er snillingur. Hann valdi akkúrat réttu orðin í textann.“ Haffa skaut upp á stjörnuhimininn hérlendis með laginu Wiggle wiggle song eftir Svölu Björgvinsdóttur. Lagið sat í nokkrar vikur á toppi íslenska listans á FM957 og var geysivinsælt. „Það er ekki hægt að gera það og ekkert meira,“ segir Haffi sem vinnur nú að sinni fyrstu plötu. Haffi er alinn upp í Bandaríkjunum en er alkominn til Íslands. „Auðvitað, ég er alveg fluttur hingað heim. Búinn að kaupa mér íbúð og er í fjórum vinnum hérna,“ segir Haffi. Hann segist vera rétt að byrja í tónlistinni en toppurinn sé ekki markmiðið. „Ég vil bara vinna við tónlist sama hvert það svo leiðir mig. Ég elska að vinna að tónlist og sef ekki mikið,“ segir hinn ofurhressi Haffi Haff sem mun frumflytja Bin Laden í Sjallanum á Akureyri í kvöld þar sem Merzedes Club spilar einnig. Haffi stígur á svið með Merzedes Club enda samdi hann eitt lag á plötu sveitarinnar. - shs Haffi Haff syngur um Bin Laden HAFFI HAFF Sendir frá sér lagið Bin Laden. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Auglýsingasími – Mest lesið „Þetta eru verk eftir mig og litla bróður minn,“ segir hinn ungi sölufulltrúi fasteigna, Högni Kjartan Þorkelsson. Í gærkvöldi opnaði hann sína fyrstu listaverka- sýningu í versluninni Mohawks á Laugavegi 44. Högni vakti athygli fyrr í sumar þegar hann keypti baksíðuna á símaskránni undir auglýsingu þar sem hann minnti fasteignaseljendur og kaupendur á sjálfan sig. Högni er umsvifa- mikill fasteignasali þrátt fyrir að vera fæddur árið 1987. Nú er það hin hlið sölufulltrúans sem vekur athygli, myndlistarhæfileikarnir. „Ég byrjaði árið 1998 að spreyja. Síðan hef ég verið að færa mig meira yfir í strigann undanfarin ár,“ segir Högni en hann tekur einnig að sér að mála á veggi í heimahúsum og fyrirtækjum. Högna hefur áður verið boðið að halda sýningar á verkum sínum en ekki viljað það fyrr en nú. Á sýn- ingunni verða tæplega tuttugu verk eftir Högna, og fjórtán eftir Daníel Stefán, yngri bróður hans. Högni er mikill sölumaður, fæddur slíkur. Því hefur hann ekki áhyggjur af því að enginn kaupi verk hans. „Það verður ekki mikið mál að selja þau,“ segir hann og hlær. „Eftir að ég gaf það út í Inn- lit/Útlit að ég ætlaði að fara að selja verkin mín hef ég fengið margar fyrirspurnir.“ Hann segir það þó hæpið að hann muni hverfa úr sölu fasteigna yfir í myndlist- ina. „Nei, nei, blessaður vertu, maður verður að hafa sín hobbý og myndlistin er mitt hobbý. En ég borga ekki reikningana með henni,“ segir Högni og treystir þar á fasteignamarkaðinn, þó hart sé í ári. Eða hvað? „Það gengur mjög vel hjá mér að selja fasteign- ir þessa stundina. Ég er með sjö bókaða kaupsamninga í mánuðin- um og ef þeir ganga allir eftir þá gæti þetta orðið söluhæsti mánuð- urinn minn frá upphafi,“ segir Högni, sem hefur náð að sameina listina og fasteignasöluna einu sinni í orðsins fyllstu merkingu. „Já, ég hef selt íbúð sem var með verk eftir mig á einum vegg,“ segir hinn magnaði Högni sölu- fulltrúi og listamaður. soli@frettabladid.is HÖGNI KJARTAN: LÆTUR KREPPUTAL EKKI STÖÐVA SIG Yngsti fasteignasali lands- ins opnar listasýningu FJÖLHÆFUR PILTUR Högna Kjartani er margt til lista lagt en hann er bæði listamaður og fantagóður sölumaður. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA AUGLÝSINGIN Högni vakti athygli lands- manna þegar hann keypti baksíðuna á símaskránni. Leitin að stjórnanda Gettu betur stendur enn yfir en eins og fram hefur komið ætlar Sig- mar Guðmundsson að láta af störfum eftir góða frammi- stöðu við að spyrja menntskælinga út úr. Þórhallur Gunnarsson mun ekki síður horfa til kvenna en karla og ættu femínistar að gleðjast. Þannig hafa nöfn kvenna á borð við Þórurnar Tómasdóttur og Arnórsdóttur verið nefnd sem og Evu Maríu Jónsdóttur en Stef- án Pálsson spurningaljón með meiru er ákafur stuðningsmaður hennar í hlutverkið. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla (sem gefur út Fréttablaðið), er 44 ára í dag. Hann hefur þó ekki haft mikinn tíma til að undirbúa afmælisveislu því Ari stendur í stríði við RÚV sem hefur síðasta mánuð viljað birta auglýsingar með rangri framsetn- ingu tölfræðilegra gagna sem gefa til kynna meiri hlustun á útvarpsstöðvar þeirra en raun ber vitni. Ari keypti sér þó nýverið herra- búgarð við ströndina á Stokkseyri og verður væntanlega þar í slökun á afmælisdaginn og reynir að hugsa um eitthvað annað en Þorstein Þorsteinsson, auglýs- ingastjóra RÚV. Birgir Örn Steinarsson, inn- blaðsstjóri 24 stunda, gerði sér mat úr því í blaði sínu að Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem þekktust er fyrir frábæra frammistöðu sína í gervi Silvíu Nætur, hafi verið áberandi á Paul Simon tónleikunum og hróp- að til Simons í anda Silvíu. En virtist ekki vilja botna söguna því ekki var það þó þetta sem tíðinda- maður Fréttablaðsins tók helst eftir í tengslum við leikkonuna góðu heldur það að ástin virðist blómstra í barmi hennar og í líki einskis annars en saxófónleikarans Óskars Guðjónssonar. -jbg FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.