Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 6
6 11. júlí 2008 FÖSTUDAGUR Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid.is Nú berast greiðsluseðlar fyrir bifreiðagjöld inn um lúgur landsmanna. Fríða Björk Pálsdóttir skrifar: Dóttir mín á bíl og fékk reikning: bifreiðagjöld 7.502 kr og úrvinnnslugjald 350, eða samtals 7.852. Ég er öryrki og fékk annan reikning fyrir minn bíl. Hann hljóðar svona: ekkert bifreiðagjald (enda gerðir samningar um það fyrir einhverjum árum að öryrkjar greiði ekki bifreiðagjöld), en 700 krónur í úrvinnslugjald. Þannig að spurningin er: Af hverju á ég ekki að greiða 350 króna úrvinnslugjald heldur 700 krónur, bara af því ég er öryrki? Jóhannes Jónsson hjá Ríkisskattsstjóra svarar: „Úrvinnslugjald er lagt á öll ökutæki sem gjaldskyld eru samkvæmt lögum um bifreiðagjald. Gjaldið er lagt á tvisvar sinnum á ári (1. janúar vegna tímabilsins janúar - júní og 1. júlí vegna tímabilsins júlí - desember) að fjárhæð kr. 350 í hvort skipti. Þeir bótaþegar sem rétt eiga á niðurfell- ingu bifreiðagjalds eru ekki undanþegnir álagningu úrvinnslu- gjalds vegna þeirra bifreiða. Í stað þess að senda bótaþegum tvo greiðsluseðla á ári að fjárhæð kr. 350.- í hvort skipti, fá þeir sendan einn greiðsluseðil (1. júlí) að fjárhæð kr. 700. Það er því ekki þannig að bótaþegar/öryrkjar greiði hærra úrvinnslugjald.“ Bifreiðagjald er lagt á öll ökutæki. Ekki skiptir máli hvort um bensín-, dísil- eða rafmagnsknúin tæki er að ræða. Gjaldið er reiknað út frá þyngd ökutækisins og má finna reiknivél á vef skattsins. Úrvinnslugjaldi er bætt við aukalega og er ætlað að standa straum af skilagjald- inu sem fæst endurgreitt þegar ökutækið er afhent til förgunar. Skilagjaldið er fimmtán þúsund krónur. Bifreiðagjöldin rukkuð: Öryrkjar greiða úrvinnslugjald PALLBÍLLINN KOSTAR SITT Svona bíll er um 6 tonn og eigandinn þarf því að borga um 65 þúsund á ári í bifreiða- og úrvinnslugjöld. ORKUVEITAN „Ég var í góðri trú um að við værum búnir að finna á þessu lausn og svo kom þetta bréf. Þá hringdi ég í Hjörleif [Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar] og hélt að við værum búnir að finna á þessu aðra lausn,“ segir Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar. „Mér finnst leiðinlegt að ekki sé hægt að ræða málin og komast að samkomulagi án þess að þurfa að vera með einhverjar hótanir og fara með þetta í fjölmiðla.“ Guðmundur fékk bréf afhent í fyrradag þar sem Orkuveitan krafðist þess að afhent yrðu fundargögn sem hann á að hafa tekið í heimildarleysi eftir að samið hafði verið um starfslok hans í lok maí. Í yfirlýsingu frá Guðmundi í gær segir hann að þau gögn sem hann á að hafa tekið hafi verið afrit af frumgögnum sem hann átti rétt á vegna setu á stjórnarfundum. Í bréfinu frá lögfræðingunum var þess einnig krafist að Guðmundur afhenti ýmis fríðindi sem hann fékk meðan hann var forstjóri Orkuveitunnar, eins og jeppabifreið og farsíma. Í yfirlýsingunni frá Guðmundi kemur fram að sá skilningur hafi verið lagður í ráðningarsamninginn „að þau afnot séu hluti af starfskjörum“ hans. Guðmundur segir að bréfi lögmannsins hafi ekki fylgt neinn rökstuðningur fyrir því að fríðindi eins og jeppi og farsími ættu ekki að fylgja honum eftir starfslok. „Mér skildist á lögfræðingi Orkuveitunnar að þetta sé hefðin. Það verður líklega að fá dómstóla til að skera úr um túlkun fyrst við getum ekki komist að samkomu- lagi og þá þarf ég að fara að koma mér upp lögfræðing- um,“ segir Guðmundur. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Hjörleifur Kvaran hefði ekki átt frumkvæði að því að leita til lögfræðinga. Guðmundur telur líklegt að þetta sé komið frá Kjartani Magnússyni, stjórnarformanni Orkuveitunnar. „Ég tel að þetta bréf hefði þurft að vera að frumkvæði forstjórans,“ segir Guðmundur. Hjörleifur Kvaran segist harma að málið sé komið í þennan opinbera farveg og segir þetta allt geta verið byggt á misskilningi. „Ég trúi ekki öðru en að Guð- mundur skili skjölunum eftir helgi,“ segir Hjörleifur, en Guðmundur hefur verið í laxveiði undanfarið. Ekki náðist í Kjartan Magnússon vegna málsins þar sem hann er erlendis. vidirp@frettabladid.is Telur Kjartan standa að baki kröfubréfinu Guðmundur Þóroddsson sendi út yfirlýsingu í gær vegna bréfs Orkuveitunnar þar sem krafist er að Guðmundur afhendi gögn sem hann á að hafa tekið í heimildarleysi. Forstjóri Orkuveitunnar telur þetta geta verið byggt á misskiln- „Gögn þau sem farið er fram á að skilað sé eru gögn sem geymd hafa verið í skrifstofu undirritaðs frá upphafi, eru afrit af frumgögnum og innihalda eintök undirritaðs af fundargögnum stjórnarfunda OR frá 1999 þar til hann fór í leyfi til að gegna starfi forstjóra REI sl. sumar.“ „Gögn stjórnarfunda eru send stjórnarmönnum og forstjóra OR fyrir hvern stjórnarfund eða dreift á fundinum.“ „Hvað varðar kröfu um skil á bifreið þeirri, sem var hluti af starfskjörum mínum hjá Orkuveitunni, hefur sá skilningur verið uppi að þau afnot séu hluti af starfskjör- um.“ „Undirritaður lýsir […] furðu á einhliða fréttaflutningi Ríkissjónvarpsins af þessu máli.“ ÚR YFIRLÝSINGU GUÐMUNDAR ORKUVEITAN Menn eru ósammála um starfslok Guðmund- ar og fríðindin sem fylgdu starfi hans. Málið fer líklega fyrir dómstóla. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON KJARTAN MAGNÚSSON Bænahvelfing í Landakoti Kaþólska kirkjan á Íslandi hefur óskað eftir að fá að byggja bænahvelfingu við Landakotskirkju. Skipulagsstjóri Reykjavíkur gerir ekki athugasemdir við það en vill að kaþólskir láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Landakots og að sú tillaga verði síðan auglýst til kynningar. REYKJAVÍK LÖGREGLUFRÉTTIR Grunaður um ölvunarakstur Ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum var stöðvaður á Akranesi um níuleytið í fyrrakvöld. Honum var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Íbúar ráði raflínum Fulltrúar minnihluta H-listans í bæj- arstjórn Voga vilja að farið verði að vilja íbúafundar frá í fyrrasumar um að allar nýjar raflínur í sveitarfélaginu verði lagðar í jörð. VOGAR Ætlar þú að mæta á mótmæli fyrir utan dómsmálaráðu- neytið vegna Pauls Ramses? Já 10,7% Nei 89,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur Samfylkingin staðið við loforð sín í umhverfismálum? Segðu skoðun þína á visir.is. KJÖRKASSINN MENNING „Útsýnið er stórkostlegt og fólk getur fylgst með húsinu rísa,“ segir María Björk Óskars- dóttir, framkvæmdastjóri Gesta- stofu við Lækjartorg. Tíu metra langur útsýnisgluggi var afhjúpaður í Gestastofu í gær en hann snýr að austurhöfninni þar sem tónlistar- og ráðstefnu- hús verður reist. Björgólfur Guðmundsson afhjúpaði gluggann en hann er stjórnarformaður Portus sem heldur utan um uppbyggingu austurhafnarinnar. Björgólfur gerði efnahags- ástandið að umtalsefni í ávarpi sínu. „Vonandi harðnar ekki svo á dalnum að við þurfum að breyta áformum okkar hér,“ sagði hann. Í Gestastofu verður sýning um hönnun og byggingu tónlistar- hússins auk þess sem haldnir verða fyrirlestrar og aðrir við- burðir sem tengjast byggingu hússins. Gestastofa verður opin öllum frá og með næsta laugardegi. - ht Tíu metra útsýnisgluggi sem snýr út að byggingaframkvæmdum við austurhöfnina afhjúpaður í Gestastofu: Hægt að fylgjast með tónlistarhúsi rísa BJÖRGÓLFUR Í GESTASTOFU Afhjúpaði tíu metra útsýnisglugga sem snýr að byggingarsvæði tónlistar- og ráðstefnu- húss við Reykjavíkurhöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁSTRALÍA Lagið My Way með hjartaknúsaranum Frank Sinatra er það lag sem flestir kjósa að láta spila við jarðarförina sína, samkvæmt lista sem kirkjugarð- urinn Centennial Park í Suður- Ástralíu hefur sent frá sér. Óvenjulegasta jarðarfararlagið er sagt vera hinn ódauðlegi smellur Queen, The Show Must Go On. Ekki kemur á óvart að Louis Armstrong prýði annað sæti listans yfir vinsælustu lögin með hið angurværa Wonderful World. Athygli vekur hins vegar að einhver skuli hafa valið tóna breska tríósins Right Said Fred sem undirleik fyrir kveðjustund- ina, en I‘m Too Sexy er í níunda sæti á listanum yfir lög sem þykja óvenjuleg. - kg Sinatra vinsæll í jarðarförum: My Way trónir á toppnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.