Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 21
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA HELGIN ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Hildigunnur Magnúsdóttir er mikill meistari í eldhúsinu og reynir oft eitthvað nýtt við miklar vinsældir fólksins á heimilinu. Hildigunnur er í barneignarfríi og fer á haustmánuð- um í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Hennar uppá- haldsréttur er mexíkósk quesadilla sem systir henn- ar kynnti fyrir henni og eftir þau kynni hefur rétturinn slegið í gegn þegar hún eldar hann. „Systir mín lærði að búa þetta til þegar hún var au pair í Bandaríkjunum og rétturinn hefur vakið mikla lukku í fjölskyldunni og borða allir yfir sig og liggja nánast afvelta eftir að hafa borðað hann,“ útskýrir Hildigunnur. Það sem þarf í réttinn eru fjórar kjúklingabringur, ein paprika, rauð eða græn, einn rauðlaukur og mikið af rifnum osti. Síðan þarf olíu til að steikja kjúkling- inn og sex fajitas-bökur og það stórar og loks bréf af kryddblöndu. Meðlætið með þessu er salsasósa og sýrður rjómi, salat, maísbaunir og nacho-flögur. „Aðferðin er fljótleg og einföld, byrjað er að skera niður grænmetið og það steikt á pönnu. Kjúklingur skorinn í bita og steiktur á pönnu með Fajita eða Taco-mixi. Því næst er fajita-baka sett á pönnu, osti stráð yfir, svo kjúklingi og þar á eftir grænmetið, aftur ostur og svo önnur baka ofan á. Bökunni er svo snúið við þegar osturinn er bráðnaður og rétturinn er tilbúinn þegar osturinn er bráðinn á báðum hliðum. Einnig er hægt að elda réttinn í ofni eða á mínútug- rilli. Bakan er svo skorin í sneiðar og er þá tilbúin til snæðings,“ útskýrir Hildigunnur. Rétturinn er bor- inn fram sem aðalréttur með hinu ýmsu meðlæti. mikael@frettabladid.is Allir borða yfir sig Hildigunnur hefur verið dugleg að búa til quesadilla eftir að systir hennar kenndi henni það. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Starfsdagur verður í gamla bænum Laufási við Eyjafjörð á íslenska safnadaginn á sunnu- dag frá klukkan 13.30 til 16.00. Hægt verður að fylgj- ast með fólki við ýmsa iðju sem tíðkaðist í gamla daga. Kynt verður undir hlóðum og steiktar gómsætar lummur sem gestum og gangandi verður boðið að smakka. Kjúklingur er ekki aðeins góður matur heldur einnig mjög hollur. Á sumrin þegar veðrið er gott er tilvalið að hafa eitthvað létt í matinn eins og kjúkling. Hægt er að gera ferskt og gott kjúkl- ingasalat sem fer vel í maga og er gott fyrir línurnar. Hnötturinn er fyrirbæri sem margir krakkar velta fyrir sér. Um þessar mundir stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýning undir yfirskriftinni Hvar er ég? Þetta er sýning þar sem börn og fullorðnir geta meðal annars velt fyrir sér hnettinum, landinu og kennileitum í umhverfinu. Tilvalið fyrir fjölskylduna að fara á sýning- una saman um helgina. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t 6.490 kr. 4ra rétta tilboð og nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Kókos- og engifersúpa með grilluðum tígrisrækjum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · · Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. Côte Rôtie „La Mouline“ 2003 | Rhône, Frakkland Opus One 1995 | Napa Valley, Bandaríkin NÝTT!Glas af eðalvíni Nú hefur veitingahúsið Perlan bætt við möguleikanum að velja sér glas af 19 eðalvínum með mat. Verð frá 890-8.900 kr. Sjá nánar á perlan.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.