Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.07.2008, Blaðsíða 38
díana mist bland í gær og á morgun ... FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ Eftir maríneringu síðustu mánaða ákvað ég að taka því rólega um helg- ina. Ég var farin að sjá sjálfa mig fyrir mér með gúrkumaska í andlitinu með vel snyrtar tásur sem vísuðu beint upp í loft. Í hádeginu hringdi vinkona mín í mig, en umrædd vinkona lenti í því hræðilega atviki að halda óvart fram hjá með þeim afleiðingum að henni var hent að heiman. Með kökkinn í háls- inum grátbað hún mig um að koma með sér á Landsmótið á Hellu og lof- aði góðu stuði. Hún bar sig svo aum- lega að í einhverju bríaríi sagði ég já þótt ég fari helst ekki upp fyrir Ártúns- brekkuna. Það var þó með því skilyrði að hún myndi redda hjólhýsi því ég sef ekki í tjaldi. Með lánsbíl frá föður sínum og svart hjólhýsi í eftirdragi sótti hún mig í pallí- ettustrigaskóm með vel glossaðar varir. Þegar ég kom inn í bílinn glumdi Páll Óskar í græjunum og í aftursæt- inu var kista, full af klökum og ísköld- um bjór. Það var ekkert annað í stöð- unni en að búa til góða stemningu og ég vippaði mér inn í bílinn og náði mér í einn kaldan í aftursætið. Áður en ég vissi af vorum við vin- konurnar mættar á Hellu, búnar að finna stæði fyrir hjólhýsið og komn- ar í kokkteil hjá menntamálaráðherra og eiginmanni hennar, Kristjáni Ara- syni. Þar voru hjónin Baltasar Kormá- kur og Lilja Pálmadóttir, Karítas, systir Þorgerðar Katrínar, og Kjartan, eigin- maður hennar, Díana Bjarnadóttir og fleiri og fleiri. Eftir kokkteilinn vorum við komnar í þvílíkt stuð og lentum í fullt af partíum. Þegar ég var orðin þvoglumælt sá vin- kona mín ekki annað í stöðunni en að drösla mér í hjólhýsið. LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ Ekki hefði ég trúað því fyrir mán- uði að ég ætti eftir að vakna í hjól- hýsi tvær helgar í röð. Þessi morgunn var þó ögn skárri en síðasti laugardag- ur þar sem vinkona mín vakti mig með tveimur hráum eggjum sem hún lét mig skella í mig áður en ég fékk alvöru morgunkaffi. Hún sagði að þetta væri allra meina bót. Ég lofaði sjálfri mér að haga mér betur þetta kvöldið svo mér yrði ekki hent út hjá Vogi á heim- leiðinni. Áður en ég vissi af var ég þó komin í kokkteil hjá Steini Loga, for- stjóra Húsasmiðjunnar. Ég var vel búin, með Lúbarinn á bakinu en í honum var skriðdrekaolía og vodkapeli, og því var ekkert annað í stöðunni en að rölta um svæðið í leit að stuði. Á leiðinni rák- umst við á Unni Birnu Vilhjálmsdótt- ur sem var í svaka stuði. Þar voru líka Birna Rún Gísladóttir viðskiptafræð- ingur og kærasti hennar, Jakob Frí- mann Magnússon, ásamt Jarúnu dótt- ur sinni. Þar var líka Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, Kári Stefánsson, Guðni Ágústsson, Hinrik Ólafsson og Randver Þorláksson. Þegar líða tók á nóttina mætti ég Fjölni Þorgeirssyni með dökkhærða dömu upp á arminn, þar fór sá séns! SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ Það var ekkert sérstaklega gaman að pakka saman öllu dótinu en það var samt þess virði því ég skemmti mér ótrúlega vel þrátt fyrir að það hafi eng- inn lifandi karlmaður gefið mér auga hvað þá reynt eitthvað meira. Lífið snýst líka stundum um það að hafa gaman og vera ekki stöðugt með karla á heilanum, yfir og út! Djöfull er ég þroskuð … FÖSTUDAGUR: Farðu í bíó og sjáðu myndina Mamma Mia með Meryl Streep, Pierce Brosnan og Colin Firth í aðalhlutverkum. Unga kynslóðin getur drukkið í sig gömlu ABBA-slagar- ana og eldri kynslóðin getur farið aftur í tímann og reynt að muna stemninguna sem ríkti í Hollywood. Mamma Mia er sýnd í Sambíóunum. LAUGARDAGUR: Skelltu þér í sveitaballagallann og farðu á ball í Sjallanum. Þar munu Sprengjuhöll- in og XXX Rottweiler sameina krafta sína og ef þeir eru þekktir rétt þá verður dúnd- urstuð. H E L G IN Svala Ragnarsdóttir myndlistarkona Þegar ég er heima eyði ég nánast öllum mínum tíma í sóf- anum mínum - ég gæti barasta stjórnað heiminum sitjandi í honum. Ég fann hann í Góða hirðinum en hann er traust íslensk smíði úr tekki og klæddur fallegu Álafossáklæði. Mér finnst Royal skyndibúðingurinn sjálfur reyndar bragðvondur en umbúðirnar og litirnir eru svo æðislega fiftís að pakkarnir eru til sýnis í eldhúsinu. Ég gerði þetta verk - „Viti“ - sem útilistaverk fyrir Bjarta daga í Hafnarfjarðarbæ. Ég er svo ánægð með það að núna hef ég það bara á veggnum heima. Þessi dýrindis skoska klukka varð á vegi mínum í Glasgow í pínulítilli antíkbúð. Það kostaði mikinn pappa og límband að flytja hana heim en það var hvers punds virði. Kátu kanínustyttuna fékk ég í útskriftargjöf í vor frá yndislegu samstarfsfólki mínu í Saltfélag- inu. Hún er eftir Katrínu Péturs- dóttur og hausinn er úr títan- íumi hvorki meira né minna. John, Paul, George og Ringo eru með bestu vinum mínum (við kynntumst í sumar- fríi á Mallorca fyrir mörg- um árum síðan) og ég gæti ekki lifað án þeirra né hvíta albúmsins þeirra. Hver dama verður auðvitað að telja til uppáhaldsskóna sína! Þetta par fékk ég að gjöf frá systkinum mínum en þeir eru frá Chie Mihara og eru algjör draumur að ganga á. Þetta málverk er eftir Guðmund Thoroddsen, eða Mumma. Ég kalla verkið „Ískornann“ því að það er eins og íkorninn sé úr rjómaís. Mikið augnayndi. Michel Gondry er uppáhaldskvik- myndagerðar- maðurinn minn og ég hef horft á þenn- an frá- bæra safn- disk með tón- listarmyndböndum og stuttmyndum eftir hann milljón sinnum. TOPP 10 Hver vill ekki lykta eins og sumar búið til af Marc Jacobs! Þetta ilmvatn er mér ómiss- andi þessa dagana og svo er flaskan óskaplega falleg. F Ö S T U D A G U R /S T E F Á N 14 • FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.